De Bruyne: Ekki hægt að bera City saman við United og Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 10:30 De Bruyne á blaðamannafundi City í gær. Vísir/Getty Það er ekki hægt að bera sögu Manchester City í Evrópukeppnum við sögu Manchester United og Liverpool. Þetta segir Kevin De Bruyne, leikmaður City sem mætir Monaco í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. City komst alla leið í undanúrslit keppninnar í fyrra. Það var í fyrsta sinn í sögu félagsins sem liðið komst svo langt en liðið féll þá úr leik fyrir verðandi Evrópumeisturum Real Madrid. De Bruyne var hetjan þegar City sló út PSG í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra en þeir bláklæddu mæta nú öðru frönsku liði, Monaco í 16-liða úrslitum keppninnar en fyrri leikur liðanna er klukkan 19.45 í kvöld. Sjá einnig: Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik „Fólk talar um lið eins og Manchester United og Liverpool og sögu þessara félaga,“ sagði Belgíumaðurinn við enska fjölmiðla. „Þetta eru auðvitað frábær lið og það er ekki hægt að bera okkur saman við þau því að við eigum ekki sama bakgrunn í Evrópukeppnum.“ „United og Liverpool hafa spilað í Evrópukeppnum í áraraðir en við í bara 5-6 ár. Við þurfum meiri tíma til að hægt að bera þessi lið saman.“ Sjá einnig: Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum De Bruyne segist ekki velta sögunni mikið fyrir sér en að hún skipti marga miklu máli. Þess vegna sé talað öðruvísi um Manchester City og hin stóru liðin. „Það vilja allir í Englandi að ensk lið standi sig vel í Evrópukeppnum. Við viljum leggja okkar af mörkum á þeim vettvangi. Ef okkur tekst það næstu 50 árin og vinnum nokkra Evróputitla verður kannski litið á okkur með öðrum augum.“ Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sturridge flýgur veikur heim Daniel Sturridge er á leiðinni heim frá La Manga eftir að framherji Liverpool greindist með vírus. Liverpool segir frá þessu á heimasíðu félagsins. 17. febrúar 2017 11:15 Engin leið í gegn fyrir City-menn Huddersfield Town og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 0-0 jafntefli á John Smith's Stadium í dag. 18. febrúar 2017 16:45 Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. febrúar 2017 06:30 Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sínir menn muni fá það óþvegið komist þeir ekki áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. 20. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Það er ekki hægt að bera sögu Manchester City í Evrópukeppnum við sögu Manchester United og Liverpool. Þetta segir Kevin De Bruyne, leikmaður City sem mætir Monaco í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. City komst alla leið í undanúrslit keppninnar í fyrra. Það var í fyrsta sinn í sögu félagsins sem liðið komst svo langt en liðið féll þá úr leik fyrir verðandi Evrópumeisturum Real Madrid. De Bruyne var hetjan þegar City sló út PSG í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra en þeir bláklæddu mæta nú öðru frönsku liði, Monaco í 16-liða úrslitum keppninnar en fyrri leikur liðanna er klukkan 19.45 í kvöld. Sjá einnig: Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik „Fólk talar um lið eins og Manchester United og Liverpool og sögu þessara félaga,“ sagði Belgíumaðurinn við enska fjölmiðla. „Þetta eru auðvitað frábær lið og það er ekki hægt að bera okkur saman við þau því að við eigum ekki sama bakgrunn í Evrópukeppnum.“ „United og Liverpool hafa spilað í Evrópukeppnum í áraraðir en við í bara 5-6 ár. Við þurfum meiri tíma til að hægt að bera þessi lið saman.“ Sjá einnig: Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum De Bruyne segist ekki velta sögunni mikið fyrir sér en að hún skipti marga miklu máli. Þess vegna sé talað öðruvísi um Manchester City og hin stóru liðin. „Það vilja allir í Englandi að ensk lið standi sig vel í Evrópukeppnum. Við viljum leggja okkar af mörkum á þeim vettvangi. Ef okkur tekst það næstu 50 árin og vinnum nokkra Evróputitla verður kannski litið á okkur með öðrum augum.“
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sturridge flýgur veikur heim Daniel Sturridge er á leiðinni heim frá La Manga eftir að framherji Liverpool greindist með vírus. Liverpool segir frá þessu á heimasíðu félagsins. 17. febrúar 2017 11:15 Engin leið í gegn fyrir City-menn Huddersfield Town og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 0-0 jafntefli á John Smith's Stadium í dag. 18. febrúar 2017 16:45 Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. febrúar 2017 06:30 Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sínir menn muni fá það óþvegið komist þeir ekki áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. 20. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Sturridge flýgur veikur heim Daniel Sturridge er á leiðinni heim frá La Manga eftir að framherji Liverpool greindist með vírus. Liverpool segir frá þessu á heimasíðu félagsins. 17. febrúar 2017 11:15
Engin leið í gegn fyrir City-menn Huddersfield Town og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 0-0 jafntefli á John Smith's Stadium í dag. 18. febrúar 2017 16:45
Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. febrúar 2017 06:30
Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sínir menn muni fá það óþvegið komist þeir ekki áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. 20. febrúar 2017 23:15
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn