Aðsóknin orðin eins og öll þjóðin hafi farið í hvalaskoðun Svavar Hávarðsson skrifar 20. febrúar 2017 06:30 Hvalaskoðun hefur fest sig í sessi sem ein vinsælasta dægradvöl ferðamanna. vísir/stefán Farþegar hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi í fyrra voru tæplega 354.000 talsins. Frá og með árinu 2012 hefur fjölgun farþega fyrirtækjanna numið tugum þúsunda hvert einasta ár. Þetta sýna tölur Hvalaskoðunarsamtaka Íslands – Icewhale. Þær sýna að viðskiptavinir hvalaskoðunarfyrirtækjanna árið 2015 voru 272 þúsund, eða tæplega 100 þúsund fleiri en árið 2012. Fjölgun milli áranna 2015 og 2016 er 81.000 gestir eða sami fjöldi og nýtti sér þessa afþreyingu árin 2003 til 2005.María Björk GunnarsdóttirMaría Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökunum, segir niðurstöðurnar fyrir síðasta ár byggðar á tölum fjórtán fyrirtækja sem gera út hvalaskoðunarferðir. „Þróunin hefur eiginlega bara verið upp á við frá því hvalaskoðun fór af stað, en eldgosið í Eyjafjallajökli er trúlega ástæða fækkunar á milli áranna 2009 og 2010. Stóra stökkið kom á milli 2015 og 2016, alls 30% aukning, en um 20% ferðamanna fóru í hvalaskoðunarferðir á síðasta ári,“ segir María Björk. Sé litið til vaxtar ferðaþjónustunnar kemur þessi vöxtur í sjálfu sér ekki á óvart, bætir María Björk við. „Það er þó ánægjulegt að sjá hve vel hvalaskoðun hefur haldið hlutfallinu af heildarfjölda ferðamanna, sérstaklega ef tillit er tekið til stóraukins framboðs á afþreyingu og hlutfallslegs stökks vetrarferðaþjónustu þegar framboð hvalaskoðunarferða er hve minnst.“ Fyrirtækjum sem bjóða hvalaskoðunarferðir hefur fjölgað hægt en örugglega á undanförnum árum en þau voru níu árið 2005, tíu árið 2010, og tólf árið 2015. Starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja var um 100 yfir sumartímann árið 2005 en losaði 250 árið 2015. Fyrirtækin gera flest út frá Reykjavík og Húsavík en jafnframt Akureyri, Ólafsvík, Grundarfirði, Vestmannaeyjum, Ísafirði og víðar. Nokkur fyrirtæki gera út allan ársins hring og fleiri hafa verið að teygja tímabilið lengra inn í veturinn, eins og fram kom í úttekt Deloitte fyrir Hvalaskoðunarsamtökin árið 2015. Þar segir að hvalaskoðun hafi leitt af sér fleiri tegundir afþreyingar, til dæmis er ekki óalgengt að þau bjóði upp á fuglaskoðunarferðir, sjóstangaveiði, norðurljósasiglingar eða aðrar skemmtiferðir á sjó sem ekki hefðu komið til nema fyrir þá fjárfestingu sem þegar hefur átt sér stað vegna hvalaskoðunar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Farþegar hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi í fyrra voru tæplega 354.000 talsins. Frá og með árinu 2012 hefur fjölgun farþega fyrirtækjanna numið tugum þúsunda hvert einasta ár. Þetta sýna tölur Hvalaskoðunarsamtaka Íslands – Icewhale. Þær sýna að viðskiptavinir hvalaskoðunarfyrirtækjanna árið 2015 voru 272 þúsund, eða tæplega 100 þúsund fleiri en árið 2012. Fjölgun milli áranna 2015 og 2016 er 81.000 gestir eða sami fjöldi og nýtti sér þessa afþreyingu árin 2003 til 2005.María Björk GunnarsdóttirMaría Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökunum, segir niðurstöðurnar fyrir síðasta ár byggðar á tölum fjórtán fyrirtækja sem gera út hvalaskoðunarferðir. „Þróunin hefur eiginlega bara verið upp á við frá því hvalaskoðun fór af stað, en eldgosið í Eyjafjallajökli er trúlega ástæða fækkunar á milli áranna 2009 og 2010. Stóra stökkið kom á milli 2015 og 2016, alls 30% aukning, en um 20% ferðamanna fóru í hvalaskoðunarferðir á síðasta ári,“ segir María Björk. Sé litið til vaxtar ferðaþjónustunnar kemur þessi vöxtur í sjálfu sér ekki á óvart, bætir María Björk við. „Það er þó ánægjulegt að sjá hve vel hvalaskoðun hefur haldið hlutfallinu af heildarfjölda ferðamanna, sérstaklega ef tillit er tekið til stóraukins framboðs á afþreyingu og hlutfallslegs stökks vetrarferðaþjónustu þegar framboð hvalaskoðunarferða er hve minnst.“ Fyrirtækjum sem bjóða hvalaskoðunarferðir hefur fjölgað hægt en örugglega á undanförnum árum en þau voru níu árið 2005, tíu árið 2010, og tólf árið 2015. Starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja var um 100 yfir sumartímann árið 2005 en losaði 250 árið 2015. Fyrirtækin gera flest út frá Reykjavík og Húsavík en jafnframt Akureyri, Ólafsvík, Grundarfirði, Vestmannaeyjum, Ísafirði og víðar. Nokkur fyrirtæki gera út allan ársins hring og fleiri hafa verið að teygja tímabilið lengra inn í veturinn, eins og fram kom í úttekt Deloitte fyrir Hvalaskoðunarsamtökin árið 2015. Þar segir að hvalaskoðun hafi leitt af sér fleiri tegundir afþreyingar, til dæmis er ekki óalgengt að þau bjóði upp á fuglaskoðunarferðir, sjóstangaveiði, norðurljósasiglingar eða aðrar skemmtiferðir á sjó sem ekki hefðu komið til nema fyrir þá fjárfestingu sem þegar hefur átt sér stað vegna hvalaskoðunar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira