Aðsóknin orðin eins og öll þjóðin hafi farið í hvalaskoðun Svavar Hávarðsson skrifar 20. febrúar 2017 06:30 Hvalaskoðun hefur fest sig í sessi sem ein vinsælasta dægradvöl ferðamanna. vísir/stefán Farþegar hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi í fyrra voru tæplega 354.000 talsins. Frá og með árinu 2012 hefur fjölgun farþega fyrirtækjanna numið tugum þúsunda hvert einasta ár. Þetta sýna tölur Hvalaskoðunarsamtaka Íslands – Icewhale. Þær sýna að viðskiptavinir hvalaskoðunarfyrirtækjanna árið 2015 voru 272 þúsund, eða tæplega 100 þúsund fleiri en árið 2012. Fjölgun milli áranna 2015 og 2016 er 81.000 gestir eða sami fjöldi og nýtti sér þessa afþreyingu árin 2003 til 2005.María Björk GunnarsdóttirMaría Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökunum, segir niðurstöðurnar fyrir síðasta ár byggðar á tölum fjórtán fyrirtækja sem gera út hvalaskoðunarferðir. „Þróunin hefur eiginlega bara verið upp á við frá því hvalaskoðun fór af stað, en eldgosið í Eyjafjallajökli er trúlega ástæða fækkunar á milli áranna 2009 og 2010. Stóra stökkið kom á milli 2015 og 2016, alls 30% aukning, en um 20% ferðamanna fóru í hvalaskoðunarferðir á síðasta ári,“ segir María Björk. Sé litið til vaxtar ferðaþjónustunnar kemur þessi vöxtur í sjálfu sér ekki á óvart, bætir María Björk við. „Það er þó ánægjulegt að sjá hve vel hvalaskoðun hefur haldið hlutfallinu af heildarfjölda ferðamanna, sérstaklega ef tillit er tekið til stóraukins framboðs á afþreyingu og hlutfallslegs stökks vetrarferðaþjónustu þegar framboð hvalaskoðunarferða er hve minnst.“ Fyrirtækjum sem bjóða hvalaskoðunarferðir hefur fjölgað hægt en örugglega á undanförnum árum en þau voru níu árið 2005, tíu árið 2010, og tólf árið 2015. Starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja var um 100 yfir sumartímann árið 2005 en losaði 250 árið 2015. Fyrirtækin gera flest út frá Reykjavík og Húsavík en jafnframt Akureyri, Ólafsvík, Grundarfirði, Vestmannaeyjum, Ísafirði og víðar. Nokkur fyrirtæki gera út allan ársins hring og fleiri hafa verið að teygja tímabilið lengra inn í veturinn, eins og fram kom í úttekt Deloitte fyrir Hvalaskoðunarsamtökin árið 2015. Þar segir að hvalaskoðun hafi leitt af sér fleiri tegundir afþreyingar, til dæmis er ekki óalgengt að þau bjóði upp á fuglaskoðunarferðir, sjóstangaveiði, norðurljósasiglingar eða aðrar skemmtiferðir á sjó sem ekki hefðu komið til nema fyrir þá fjárfestingu sem þegar hefur átt sér stað vegna hvalaskoðunar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Farþegar hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi í fyrra voru tæplega 354.000 talsins. Frá og með árinu 2012 hefur fjölgun farþega fyrirtækjanna numið tugum þúsunda hvert einasta ár. Þetta sýna tölur Hvalaskoðunarsamtaka Íslands – Icewhale. Þær sýna að viðskiptavinir hvalaskoðunarfyrirtækjanna árið 2015 voru 272 þúsund, eða tæplega 100 þúsund fleiri en árið 2012. Fjölgun milli áranna 2015 og 2016 er 81.000 gestir eða sami fjöldi og nýtti sér þessa afþreyingu árin 2003 til 2005.María Björk GunnarsdóttirMaría Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökunum, segir niðurstöðurnar fyrir síðasta ár byggðar á tölum fjórtán fyrirtækja sem gera út hvalaskoðunarferðir. „Þróunin hefur eiginlega bara verið upp á við frá því hvalaskoðun fór af stað, en eldgosið í Eyjafjallajökli er trúlega ástæða fækkunar á milli áranna 2009 og 2010. Stóra stökkið kom á milli 2015 og 2016, alls 30% aukning, en um 20% ferðamanna fóru í hvalaskoðunarferðir á síðasta ári,“ segir María Björk. Sé litið til vaxtar ferðaþjónustunnar kemur þessi vöxtur í sjálfu sér ekki á óvart, bætir María Björk við. „Það er þó ánægjulegt að sjá hve vel hvalaskoðun hefur haldið hlutfallinu af heildarfjölda ferðamanna, sérstaklega ef tillit er tekið til stóraukins framboðs á afþreyingu og hlutfallslegs stökks vetrarferðaþjónustu þegar framboð hvalaskoðunarferða er hve minnst.“ Fyrirtækjum sem bjóða hvalaskoðunarferðir hefur fjölgað hægt en örugglega á undanförnum árum en þau voru níu árið 2005, tíu árið 2010, og tólf árið 2015. Starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja var um 100 yfir sumartímann árið 2005 en losaði 250 árið 2015. Fyrirtækin gera flest út frá Reykjavík og Húsavík en jafnframt Akureyri, Ólafsvík, Grundarfirði, Vestmannaeyjum, Ísafirði og víðar. Nokkur fyrirtæki gera út allan ársins hring og fleiri hafa verið að teygja tímabilið lengra inn í veturinn, eins og fram kom í úttekt Deloitte fyrir Hvalaskoðunarsamtökin árið 2015. Þar segir að hvalaskoðun hafi leitt af sér fleiri tegundir afþreyingar, til dæmis er ekki óalgengt að þau bjóði upp á fuglaskoðunarferðir, sjóstangaveiði, norðurljósasiglingar eða aðrar skemmtiferðir á sjó sem ekki hefðu komið til nema fyrir þá fjárfestingu sem þegar hefur átt sér stað vegna hvalaskoðunar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira