Vill ekki sjá skattgreiðendur enda með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra Ásgeir Erlendsson skrifar 9. mars 2017 19:52 Ráðherra ferðamála segir óskynsamlegt að skattgreiðendur beri alla ábyrgð á rekstri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Mikilvægt sé að skoða þann möguleika að einkaaðilar komi að uppbyggingu flugstöðvarinnar. Forstjóri Icelandair group tekur undir með ráðherranum og segir fyrirkomulagið vera galið. Ekkert lát verður á fjölgun ferðamanna til Íslands í ár. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka er spáð að ferðamenn verði 2,3 milljónir í ár sem er 30% fjölgun frá fyrra ári. Það þýðir að í sumar verður einn af hverjum fimm á landinu ferðamaður og 1 af hverjum 10 bílum á landinu verður bílaleigubíll. Þetta kom fram á morgunfundi bankans í morgun þar sem skýrslan var kynnt en bankinn spáir því að gjaldeyristekjur þessara 2,3 milljóna ferðamanna verði 560 milljarðar sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Fjölgun ferðamanna á síðasta ári olli töluverðu öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þar sem uppbygging flugstöðvarinnar hefur verið hröð. Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum tvöfaldist stærð flugstöðvarinnar. Flugstöðin er að fullu í eigu ríkisins. Þórdís K. R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir ekki skynsamlegt að skattgreiðendur beri alla áhættu vegna uppbyggingar vallarins. „Í mínum huga finnst mér skynsamlegt að skoða það að fá fjárfesta inn í þá uppbyggingu. Mér finnst ekki skynsamlegt, allavega án þess að skoða vel, að skattgreiðendur beri þá áhættu að byggja upp, vegna þess að þetta eru ótrúlegar fjárhæðir, og auðvitað er það versta myndin. En það getur auðvitað allt gerst, þetta er mjög kvikt allt saman. Ég vil ekki sjá skattgreiðendur endi með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra.“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, tekur undir sjónarmið Þórdísar. „Mér finnst það galið að ríkissjóður sé að taka þessa áhættu. Þetta er langtímafjárfesting og það þarf að vera þolinmótt fjármagn og almennt séð í heiminum er þetta eignarhald á vegum einkaaðila.“ Á fundinum voru áhrif Airbnb einnig rædd en á síðasta ári voru 2000 gistirými á Airbnb að meðaltali virk og fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldaðist frá árinu á undan. Heildartekjur vegna útleigu gistirýma á Airbnb nam um 6,76 milljörðum króna í fyrra, samanborið við tvo og hálfan milljarð á árinu 2015. Í skýrslu Íslandsbanka segir að haldi gistiþjónusta Airbnb áfram að vaxa með slíkum hraða verði afkastagetan orðin sambærileg afkastagetu allra hótela höfuðborgarsvæðisins í ár. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, segir að áætluð fjölgun hótelherbergja á árinu 2017 nemi um þriðjungi af áætlaðri þörf. Það komi til með að stuðla að aukinn nýtingu hótelherbergja og gistirýma á borð við Airbnb. Nýtt metár sé því í vændum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira
Ráðherra ferðamála segir óskynsamlegt að skattgreiðendur beri alla ábyrgð á rekstri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Mikilvægt sé að skoða þann möguleika að einkaaðilar komi að uppbyggingu flugstöðvarinnar. Forstjóri Icelandair group tekur undir með ráðherranum og segir fyrirkomulagið vera galið. Ekkert lát verður á fjölgun ferðamanna til Íslands í ár. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka er spáð að ferðamenn verði 2,3 milljónir í ár sem er 30% fjölgun frá fyrra ári. Það þýðir að í sumar verður einn af hverjum fimm á landinu ferðamaður og 1 af hverjum 10 bílum á landinu verður bílaleigubíll. Þetta kom fram á morgunfundi bankans í morgun þar sem skýrslan var kynnt en bankinn spáir því að gjaldeyristekjur þessara 2,3 milljóna ferðamanna verði 560 milljarðar sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Fjölgun ferðamanna á síðasta ári olli töluverðu öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þar sem uppbygging flugstöðvarinnar hefur verið hröð. Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum tvöfaldist stærð flugstöðvarinnar. Flugstöðin er að fullu í eigu ríkisins. Þórdís K. R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir ekki skynsamlegt að skattgreiðendur beri alla áhættu vegna uppbyggingar vallarins. „Í mínum huga finnst mér skynsamlegt að skoða það að fá fjárfesta inn í þá uppbyggingu. Mér finnst ekki skynsamlegt, allavega án þess að skoða vel, að skattgreiðendur beri þá áhættu að byggja upp, vegna þess að þetta eru ótrúlegar fjárhæðir, og auðvitað er það versta myndin. En það getur auðvitað allt gerst, þetta er mjög kvikt allt saman. Ég vil ekki sjá skattgreiðendur endi með stóra flugstöð sem er á ábyrgð þeirra.“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, tekur undir sjónarmið Þórdísar. „Mér finnst það galið að ríkissjóður sé að taka þessa áhættu. Þetta er langtímafjárfesting og það þarf að vera þolinmótt fjármagn og almennt séð í heiminum er þetta eignarhald á vegum einkaaðila.“ Á fundinum voru áhrif Airbnb einnig rædd en á síðasta ári voru 2000 gistirými á Airbnb að meðaltali virk og fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldaðist frá árinu á undan. Heildartekjur vegna útleigu gistirýma á Airbnb nam um 6,76 milljörðum króna í fyrra, samanborið við tvo og hálfan milljarð á árinu 2015. Í skýrslu Íslandsbanka segir að haldi gistiþjónusta Airbnb áfram að vaxa með slíkum hraða verði afkastagetan orðin sambærileg afkastagetu allra hótela höfuðborgarsvæðisins í ár. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, segir að áætluð fjölgun hótelherbergja á árinu 2017 nemi um þriðjungi af áætlaðri þörf. Það komi til með að stuðla að aukinn nýtingu hótelherbergja og gistirýma á borð við Airbnb. Nýtt metár sé því í vændum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira