Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir í gjaldeyrismálum á næstunni Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2017 18:55 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánaða. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði nefnd á vegum fyrri ríkisstjórnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að til að vinna gegn óhóflegri styrkingu krónunnar væri nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöft gagnvart almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hann spurði fjármálaráðherra hvenær búast mætti við að þetta verði gert. „Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir með vogunarsjóðunum sem ekki tóku þátt í útboðinu í júní 2016, en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika, séu að trufla ferlið,“ spurði Sigurður Ingi. En af yfirlýsingum forsætisráðherra mætti ætla að ekki ríkti eining um afnám haftanna innan ríkisstjórnarinnar. Það væri spurning hvort til stæði eftir leyniviðræður að verðlauna þá vogunarsjóði sem hafi reynst erfiðastir og harðastir í andstöðunni við endurreisn íslensks efnahagslífs. „Hvort að þar sé verið að bjóða þessum aðilum einhver önnur kjör og betri en öðrum. En aðal spurningin er þessi: Hvenær má vænta afnáms hafta á almenning og fyrirtæki í landinu, sem m.a. gæti hjálpað til við mótvægisaðgerð við sífelldri styrkingu íslensku krónunnar,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagðist vilja afnám hafta sem allra fyrst en það mætti ekki gerast við aðstæður sem sköpuðu óróa eða efnahagslegan óstöðugleika. Tilteknir vogunarsjóðir hafi óskað eftir fundi með stjórnvöldum í síðustu viku. „Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi. En fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál,“ sagði fjármálaráðherra. Það væri rétt hjá formanni Framsóknarflokksins að mikilvægt væri að stöðva flöktið á íslensku krónunni og það styttist í afnám haftanna gagnvart almenningi og íslenskum fyrirtækjum. „Þetta gæti orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum. bara svo ég svari því rétt. Ég vona að svo verði,“ sagði Benedikt. Þá væri einnig von á tillögum um viðnám í gjaldeyrismálum. „Hvort að það verður tilbúið i næstu viku, þar næstu viku eða vikunni þar á eftir. Að minnsta kost verður það í þessum mánuði. þannig að ég fagna því að háttvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til að upplýsa þingheim um þetta,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánaða. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði nefnd á vegum fyrri ríkisstjórnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að til að vinna gegn óhóflegri styrkingu krónunnar væri nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöft gagnvart almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hann spurði fjármálaráðherra hvenær búast mætti við að þetta verði gert. „Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir með vogunarsjóðunum sem ekki tóku þátt í útboðinu í júní 2016, en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika, séu að trufla ferlið,“ spurði Sigurður Ingi. En af yfirlýsingum forsætisráðherra mætti ætla að ekki ríkti eining um afnám haftanna innan ríkisstjórnarinnar. Það væri spurning hvort til stæði eftir leyniviðræður að verðlauna þá vogunarsjóði sem hafi reynst erfiðastir og harðastir í andstöðunni við endurreisn íslensks efnahagslífs. „Hvort að þar sé verið að bjóða þessum aðilum einhver önnur kjör og betri en öðrum. En aðal spurningin er þessi: Hvenær má vænta afnáms hafta á almenning og fyrirtæki í landinu, sem m.a. gæti hjálpað til við mótvægisaðgerð við sífelldri styrkingu íslensku krónunnar,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagðist vilja afnám hafta sem allra fyrst en það mætti ekki gerast við aðstæður sem sköpuðu óróa eða efnahagslegan óstöðugleika. Tilteknir vogunarsjóðir hafi óskað eftir fundi með stjórnvöldum í síðustu viku. „Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi. En fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál,“ sagði fjármálaráðherra. Það væri rétt hjá formanni Framsóknarflokksins að mikilvægt væri að stöðva flöktið á íslensku krónunni og það styttist í afnám haftanna gagnvart almenningi og íslenskum fyrirtækjum. „Þetta gæti orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum. bara svo ég svari því rétt. Ég vona að svo verði,“ sagði Benedikt. Þá væri einnig von á tillögum um viðnám í gjaldeyrismálum. „Hvort að það verður tilbúið i næstu viku, þar næstu viku eða vikunni þar á eftir. Að minnsta kost verður það í þessum mánuði. þannig að ég fagna því að háttvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til að upplýsa þingheim um þetta,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira