Lengra og betra líf í aðalvinning 8. mars 2017 16:00 ,,Átakið er fyrst og fremst fræðslu- og árveknisátak. Helstu markmiðin eru að fækka þeim körlum sem greinast með krabbamein og stuðla að því að lengja líf þeirra sem greinast og jafnframt auka lífsgæði þeirra,“ segir Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins. MYND/VILHELM Mottumars er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins og er tileinkað baráttunni gegn krabbameini í körlum. Átakið var fyrst haldið árið 2009 undir heitinu „Karlmenn og krabbamein“ sem svo þróaðist í Mottumars árið eftir með tilheyrandi skeggsöfnun. Að sögn Kolbrúnar Silju Ásgeirsdóttur, kynningar- og fjáröflunarstjóra Krabbameinsfélagsins, er inntak átaksins að hvetja karlmenn til að þekkja einkenni krabbameins og stuðla að jákvæðum breytingum á lífsháttum til að koma í veg fyrir krabbamein. „Átakið er fyrst og fremst fræðslu- og árveknisátak. Helstu markmiðin eru að fækka þeim körlum sem greinast með krabbamein og stuðla að því að lengja líf þeirra sem greinast og jafnframt auka lífsgæði þeirra. Við finnum ávallt mismunandi leiðir að þessum markmiðum og sníðum eftir því hvaða málefni er brýnast hverju sinni.“ Árið 2015 var Mottumars tileinkaður hvatningu til karla um að fylgjast með einkennum ristilkrabbameins og ári síðar var lögð áhersla á að karlar þekktu og væru vakandi fyrir einkennum blöðruhálskirtilskrabbameins sem er algengasta krabbamein karla. „Mottukeppnin var einnig mjög vinsæl fyrstu árin og setti sannarlega sinn brag á samfélagið. Í fyrra gáfum við svo út að áheitakeppnin yrði sett í smá frí þar sem mjög fáir tóku þátt í fyrra. En aldrei að vita hvort hún stingur ekki upp kollinum síðar.“Hættu nú alveg Í ár verður lögð áhersla á að hvetja karla til að velja sér tóbakslaust líf og njóta þannig betra og lengra lífs. „Árlega greinast að meðaltali um 140 karlar með krabbamein sem orsakast af tóbaksneyslu og 87 þeirra látast. Við sem samfélag höfum náð miklum árangri í að minnka langalvarlegasta form tóbaksneyslu, sígarettureykingar, en á meðan hefur munntóbaksneysla vaxið hratt, sérstaklega meðal yngri karla. Munntóbaksneysla eykur líkur á þremur alvarlegum krabbameinum; í munnholi, vélinda og brisi.“ Að sama skapi hefur náðst nánast að útrýma reykingum í grunnskólum að sögn Kolbrúnar en þau hafa þó áhyggjur af þeirri staðreynd að einn af hverjum fjórum nemum í 10. bekk grunnskóla hefur prófað rafsígarettur. „Mottumars er aðeins fyrsta skrefið því við munum í framhaldinu dreifa fræðsluefni til skóla og víðar til að fylgja þessu eftir. Við höfum gert stutt fræðslumyndbönd og létt próf um allar helstu leiðir tóbaksneyslu sem við hvetjum alla til að skoða og spreyta sig á.“ Kolbrún hvetur alla til að skoða fræðsluefnið á mottumars.is og deila því með öðrum svo að sem flestir séu minntir á það sem þeir vita nú þegar: Að tóbaksneysla er skaðleg og að við vitum betur. „Við hvetjum alla þá sem nota tóbak daglega til að nota tækifærið í Mottumars og skrá sig í „Hættu nú alveg“ keppnina sem Krabbameinsfélagið og Reyksíminn standa fyrir og er ætluð þeim sem vilja hætta að nota tóbak. Hægt verður að skrá sig í keppnina til 15.?mars. Þá tekur við tveggja vikna undirbúningur og miðvikudaginn 29. mars er síðan stóri dagurinn „Hætt/ur að nota tóbak“ þar sem þátttakendur eiga að vera hættir að nota tóbak. Starfsfólk Reyksímans verður keppendum til aðstoðar með úrræði og stuðning en það eru hjúkrunarfræðingar sem eru sérmenntaðir í aðstoð við þá sem vilja hætta að nota tóbak.“Margar styrktarleiðir Veglegur vinningur verður í boði fyrir einn af þeim sem komast í pottinn tóbakslausir þann 2. maí en þá verða þátttakendur búnir að vera tóbakslausir í fimm vikur. „Í aðalvinning er auðvitað lengra og betra líf en því til viðbótar mun einn heppinn vinna flug til Evrópu frá WOW, útsýnisflug fyrir tvo yfir Reykjavík og fjöllin í kring með lendingu á Esjunni og Hótel Rangá gefur gistingu í eina nótt með þriggja rétta kvöldverði og morgunverðarhlaðborði fyrir tvo. Auk þess gefur Olís/ÓB 50.000 króna inneign á bensíni.“ Einstaklingar og fyrirtæki geta styrkt átakið og Krabbameinsfélagið með ýmsum hætti. „Hægt er að gerast velunnari félagsins með mánaðarlegu framlagi eða stöku framlagi inn á vef okkar www.mottumars.is. „Þeir sem vilja styðja við forvarna- og fræðslustarf félagsins geta styrkt átakið um 1.900 krónur með því að senda SMS-ið Motta í 1900. Einnig geta fyrirtæki styrkt okkur með ýmsum hætti, m.a. keypt rafræna mottu til að nota á vefi sína, í undirskrift eða á samfélagsmiðlum.“Viðtalið birtist fyrst í fylgiriti Fréttablaðsins um Mottumars, sem unnið var í samstarfi við Krabbameinsfélagið. Heilsa Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Mottumars er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins og er tileinkað baráttunni gegn krabbameini í körlum. Átakið var fyrst haldið árið 2009 undir heitinu „Karlmenn og krabbamein“ sem svo þróaðist í Mottumars árið eftir með tilheyrandi skeggsöfnun. Að sögn Kolbrúnar Silju Ásgeirsdóttur, kynningar- og fjáröflunarstjóra Krabbameinsfélagsins, er inntak átaksins að hvetja karlmenn til að þekkja einkenni krabbameins og stuðla að jákvæðum breytingum á lífsháttum til að koma í veg fyrir krabbamein. „Átakið er fyrst og fremst fræðslu- og árveknisátak. Helstu markmiðin eru að fækka þeim körlum sem greinast með krabbamein og stuðla að því að lengja líf þeirra sem greinast og jafnframt auka lífsgæði þeirra. Við finnum ávallt mismunandi leiðir að þessum markmiðum og sníðum eftir því hvaða málefni er brýnast hverju sinni.“ Árið 2015 var Mottumars tileinkaður hvatningu til karla um að fylgjast með einkennum ristilkrabbameins og ári síðar var lögð áhersla á að karlar þekktu og væru vakandi fyrir einkennum blöðruhálskirtilskrabbameins sem er algengasta krabbamein karla. „Mottukeppnin var einnig mjög vinsæl fyrstu árin og setti sannarlega sinn brag á samfélagið. Í fyrra gáfum við svo út að áheitakeppnin yrði sett í smá frí þar sem mjög fáir tóku þátt í fyrra. En aldrei að vita hvort hún stingur ekki upp kollinum síðar.“Hættu nú alveg Í ár verður lögð áhersla á að hvetja karla til að velja sér tóbakslaust líf og njóta þannig betra og lengra lífs. „Árlega greinast að meðaltali um 140 karlar með krabbamein sem orsakast af tóbaksneyslu og 87 þeirra látast. Við sem samfélag höfum náð miklum árangri í að minnka langalvarlegasta form tóbaksneyslu, sígarettureykingar, en á meðan hefur munntóbaksneysla vaxið hratt, sérstaklega meðal yngri karla. Munntóbaksneysla eykur líkur á þremur alvarlegum krabbameinum; í munnholi, vélinda og brisi.“ Að sama skapi hefur náðst nánast að útrýma reykingum í grunnskólum að sögn Kolbrúnar en þau hafa þó áhyggjur af þeirri staðreynd að einn af hverjum fjórum nemum í 10. bekk grunnskóla hefur prófað rafsígarettur. „Mottumars er aðeins fyrsta skrefið því við munum í framhaldinu dreifa fræðsluefni til skóla og víðar til að fylgja þessu eftir. Við höfum gert stutt fræðslumyndbönd og létt próf um allar helstu leiðir tóbaksneyslu sem við hvetjum alla til að skoða og spreyta sig á.“ Kolbrún hvetur alla til að skoða fræðsluefnið á mottumars.is og deila því með öðrum svo að sem flestir séu minntir á það sem þeir vita nú þegar: Að tóbaksneysla er skaðleg og að við vitum betur. „Við hvetjum alla þá sem nota tóbak daglega til að nota tækifærið í Mottumars og skrá sig í „Hættu nú alveg“ keppnina sem Krabbameinsfélagið og Reyksíminn standa fyrir og er ætluð þeim sem vilja hætta að nota tóbak. Hægt verður að skrá sig í keppnina til 15.?mars. Þá tekur við tveggja vikna undirbúningur og miðvikudaginn 29. mars er síðan stóri dagurinn „Hætt/ur að nota tóbak“ þar sem þátttakendur eiga að vera hættir að nota tóbak. Starfsfólk Reyksímans verður keppendum til aðstoðar með úrræði og stuðning en það eru hjúkrunarfræðingar sem eru sérmenntaðir í aðstoð við þá sem vilja hætta að nota tóbak.“Margar styrktarleiðir Veglegur vinningur verður í boði fyrir einn af þeim sem komast í pottinn tóbakslausir þann 2. maí en þá verða þátttakendur búnir að vera tóbakslausir í fimm vikur. „Í aðalvinning er auðvitað lengra og betra líf en því til viðbótar mun einn heppinn vinna flug til Evrópu frá WOW, útsýnisflug fyrir tvo yfir Reykjavík og fjöllin í kring með lendingu á Esjunni og Hótel Rangá gefur gistingu í eina nótt með þriggja rétta kvöldverði og morgunverðarhlaðborði fyrir tvo. Auk þess gefur Olís/ÓB 50.000 króna inneign á bensíni.“ Einstaklingar og fyrirtæki geta styrkt átakið og Krabbameinsfélagið með ýmsum hætti. „Hægt er að gerast velunnari félagsins með mánaðarlegu framlagi eða stöku framlagi inn á vef okkar www.mottumars.is. „Þeir sem vilja styðja við forvarna- og fræðslustarf félagsins geta styrkt átakið um 1.900 krónur með því að senda SMS-ið Motta í 1900. Einnig geta fyrirtæki styrkt okkur með ýmsum hætti, m.a. keypt rafræna mottu til að nota á vefi sína, í undirskrift eða á samfélagsmiðlum.“Viðtalið birtist fyrst í fylgiriti Fréttablaðsins um Mottumars, sem unnið var í samstarfi við Krabbameinsfélagið.
Heilsa Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira