Fáir höfðu talað um Daða og hans hóp fyrir keppnina á laugardaginn en lag hans Hvað með það? fékk frábærar viðtökur í Háskólabíói á laugardagskvöldið.
Undanfarnar vikur hefur Daði verið að taka Eurovision-ábreiður af ódauðlegum íslenskum lögum á borð við Gleðibankann, Is it True og All out of Luck.
Daði sendi til að mynda Selmu Björnsdóttur ábreiðu sína af All out of Luck í einkaskilaboðum á Facebook og hún deildi því fljótlega og skrifaði;
„Var að fá þetta sent í inboxið mitt frá þessum dásamlega dreng, Daða Frey sem coverar hér All out of luck á sinn einstaka hátt. Hann á lag í úrslitum í Eurovision þann 11. mars nk og ég óska honum góðs gengis enda með frábært lag og öðruvísi atriði. Sannarlega ferskur andblær inn í Euroheiminn. Áfram Daði og peysurnar.“