Google sakað um dreifingu falskra frétta Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2017 14:45 Google segir viðmótið fylgja ákveðnum reikniformúlum, en þegar starfsmönnum fyrirtækisins sé bent á furðuleg svör, sé alltaf brugðist við því. Vísir/AFP Tæknifyrirtækið Google hefur orðið fyrir gagnrýni vegna dreifingu svokallaðra falskra frétta í gegnum nýtt notendaviðmót við leit sem kallast „featured snippets in search“. Viðmótið hefur verið fjarlægt vegna gagnrýnarinnar sem snýr einnig að Google Home. „Featured snippets in search“ býður upp á stutt svör við algengum spurningum á leitarvél fyrirtækisins. Þá notar Google Home viðmótið við að svara spurningum notenda. Viðmótið hefur þó deilt röngum fréttum, áróðri og hreinum lygum til notenda. Þá hefur Google Home svarað spurningum notenda með lygum sem bornar eru fram sem sannleikur, án annarra heimilda. Google Home vísar þó til heimasíðunnar sem hún fékk svarið frá. Sem dæmi, má hér sjá blaðamann BBC spyrja Google Home um helgina hvort að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sé að skipuleggja valdarán í Bandaríkjunum.And here's what happens if you ask Google Home "is Obama planning a coup?" pic.twitter.com/MzmZqGOOal— Rory Cellan-Jones (@ruskin147) March 5, 2017 Samkvæmt svari Google Home hefur Barack Obama starfað með kommúnistum í Kína að því að framja valdarán undir lok valdatíma hans árið 2016.The Outline hefur tekið niður fjölda svara sem hafa beinlínis verið röng. Meðal annars hefur leitarvél Google vísað til rangrar fréttar um að fimm forsetar Bandaríkjanna hafi verið meðlimir í Ku Klax Klan, að Obama ætli að setja herlög á Bandaríkin, að msg valdi heilaskaða og ýmislegt fleira. Google segir viðmótið fylgja ákveðnum reikniformúlum, en þegar starfsmönnum fyrirtækisins sé bent á furðuleg svör, sé alltaf brugðist við því.Google Home: "Yes, republicans = nazis" pic.twitter.com/7HVQjyjbEq— Danny Sullivan (@dannysullivan) March 5, 2017 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tæknifyrirtækið Google hefur orðið fyrir gagnrýni vegna dreifingu svokallaðra falskra frétta í gegnum nýtt notendaviðmót við leit sem kallast „featured snippets in search“. Viðmótið hefur verið fjarlægt vegna gagnrýnarinnar sem snýr einnig að Google Home. „Featured snippets in search“ býður upp á stutt svör við algengum spurningum á leitarvél fyrirtækisins. Þá notar Google Home viðmótið við að svara spurningum notenda. Viðmótið hefur þó deilt röngum fréttum, áróðri og hreinum lygum til notenda. Þá hefur Google Home svarað spurningum notenda með lygum sem bornar eru fram sem sannleikur, án annarra heimilda. Google Home vísar þó til heimasíðunnar sem hún fékk svarið frá. Sem dæmi, má hér sjá blaðamann BBC spyrja Google Home um helgina hvort að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sé að skipuleggja valdarán í Bandaríkjunum.And here's what happens if you ask Google Home "is Obama planning a coup?" pic.twitter.com/MzmZqGOOal— Rory Cellan-Jones (@ruskin147) March 5, 2017 Samkvæmt svari Google Home hefur Barack Obama starfað með kommúnistum í Kína að því að framja valdarán undir lok valdatíma hans árið 2016.The Outline hefur tekið niður fjölda svara sem hafa beinlínis verið röng. Meðal annars hefur leitarvél Google vísað til rangrar fréttar um að fimm forsetar Bandaríkjanna hafi verið meðlimir í Ku Klax Klan, að Obama ætli að setja herlög á Bandaríkin, að msg valdi heilaskaða og ýmislegt fleira. Google segir viðmótið fylgja ákveðnum reikniformúlum, en þegar starfsmönnum fyrirtækisins sé bent á furðuleg svör, sé alltaf brugðist við því.Google Home: "Yes, republicans = nazis" pic.twitter.com/7HVQjyjbEq— Danny Sullivan (@dannysullivan) March 5, 2017
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira