Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. mars 2017 18:30 Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. „Þetta eru alveg hörmulegir atburðir og það taka þetta allir mjög nærri sér. Það er ekki búið að jafna sig samfélagið hér frá fyrra slysinu þegar þetta brestur á núna,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavíkurbæ.Vegamálayfirvöld verði að setja málið í forgangEftir fyrra slysið setti bæjarstjórnin það í algjöran forgang að fá í gegn úrbætur á veginum. „Það var stofnaður samráðshópur bæjaryfirvalda og fulltrúa stærstu fyrirtækjanna í bænum, ásamt öðrum aðilum, sem eru að vinna að því að þrýsta á yfirvöld að bæta hér um betur,“ segir Fannar. Samráðshópurinn hefur nú fundað með öllum þingmönnum kjördæmisins auk þess sem hann mun funda með vegamálastjóra og Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra á næstu dögum. „Við erum að gera það sem við getum til að hitta þá sem að ráða þarna málum, fjárveitingarvaldið og yfirvöld samgöngumála. Við erum að reyna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og vona það besta. Því miður er verið að skera niður fjárveitingar til vegagerðar í landinu en við verðum að treysta því að allir leggist á árarnar að setja okkur í forgang með þennan veg, sem er svona hættulegur eins og hörmuleg dæmi sanna,“ segir Fannar.Ekki hægt að horfa upp á þetta lengur Umferð um Grindavíkurveg hefur aukist um næstum fimmtíu og fjögur prósent á fjórum árum og er vegurinn einn sá hættulegasti á landinu. Fannar segir að vegamálayfirvöld verði að bregðast við og að ekki sé hægt að horfa upp á þetta lengur. „Hættan er til staðar og hún eykst ef eitthvað er. Núna þegar þessi dæmi sanna það að það verður eitthvað að gera, þá veit ég að góðhjartað fólk getur ekki horft upp á þetta lengur.“ Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. „Þetta eru alveg hörmulegir atburðir og það taka þetta allir mjög nærri sér. Það er ekki búið að jafna sig samfélagið hér frá fyrra slysinu þegar þetta brestur á núna,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavíkurbæ.Vegamálayfirvöld verði að setja málið í forgangEftir fyrra slysið setti bæjarstjórnin það í algjöran forgang að fá í gegn úrbætur á veginum. „Það var stofnaður samráðshópur bæjaryfirvalda og fulltrúa stærstu fyrirtækjanna í bænum, ásamt öðrum aðilum, sem eru að vinna að því að þrýsta á yfirvöld að bæta hér um betur,“ segir Fannar. Samráðshópurinn hefur nú fundað með öllum þingmönnum kjördæmisins auk þess sem hann mun funda með vegamálastjóra og Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra á næstu dögum. „Við erum að gera það sem við getum til að hitta þá sem að ráða þarna málum, fjárveitingarvaldið og yfirvöld samgöngumála. Við erum að reyna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og vona það besta. Því miður er verið að skera niður fjárveitingar til vegagerðar í landinu en við verðum að treysta því að allir leggist á árarnar að setja okkur í forgang með þennan veg, sem er svona hættulegur eins og hörmuleg dæmi sanna,“ segir Fannar.Ekki hægt að horfa upp á þetta lengur Umferð um Grindavíkurveg hefur aukist um næstum fimmtíu og fjögur prósent á fjórum árum og er vegurinn einn sá hættulegasti á landinu. Fannar segir að vegamálayfirvöld verði að bregðast við og að ekki sé hægt að horfa upp á þetta lengur. „Hættan er til staðar og hún eykst ef eitthvað er. Núna þegar þessi dæmi sanna það að það verður eitthvað að gera, þá veit ég að góðhjartað fólk getur ekki horft upp á þetta lengur.“
Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00
Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50
Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00