Lífið

Neil Gaiman fékk innblástur fyrir American Gods á Íslandi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Verðlaunarithöfundurinn Neil Gaiman var nýlega staddur hér á landi. Meðal annars kom hann við í verslun Eymundsson við Austurstræti og áritaði þar nokkur eintök af bókum sínum.

Raunverulegur tilgangur ferðarinnar var þó að taka upp heimildarmynd sem notuð verður til að kynna þáttaröðina American Gods, sem væntanleg er á þessu ári.

Þættirnir eru byggðir á samnefndri bók Gaiman og í myndbandinu segir Gaiman frá því hvernig hann fann innblástur fyrir bókina á Íslandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×