Heilbrigðisráðherra ætlar ekki að auka einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2017 20:00 Heilbrigðisráðherra segir í undirbúningi að auka framlög til heilbrigðismála verulega í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og viðspyrnan sé þegar hafin. Ekki standi til að gera grundvallarbreytingar á hinu opinbera heilbrigðiskerfi með aukinni einkavæðingu. Heilbrigðisráðherra var ítrekað spurður að því í umræðum á Alþingi í dag hvort hann muni auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í ráðherratíð sinni. En nú þegar fara um 30 prósent framlaga til heilbrigðismála til einkarekinna stofnana eða sérfræðinga utan hins opinbera heilbrigðiskerfis. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra út í framtíðarstefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. Hvernig hann hyggðist bregðast við undirskriftum tugþúsunda landsmanna sem krefðust þess að 11 prósent af landsframleiðslu fari til heiðbrigðismála. Svandís sagði enda alla flokka hafa sett heilbrigðismál í forgang fyrir kosningar. En blikur væru á lofti. „Og við þekkjum það í stjórnmálum á öllum tímum að peningaöflin sækja að velferðarkerfinu. Heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu þegar vantar viðnám fyrir fjármagnið. Vantar leiðir til að hagnast. Þá er sótt í innviði almannahagsmunanna,“ sagði Svandís. Framlög úr opinberum sjóðum til einkarekinnar heilbriðisþjónustu hefðu vaxið meira á undanförnum árum en til hins opinbera kerfis.Spurði um framtíðarsýn ráðherra Þingmaðurinn vildi vita hver væri framtíðarsýn heilbrigðisráðherra og minnti hann á fyrri yfirlýsingar hans áður en hann varð ráðherra. Óttarr sagði stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar skýra. Heilbrigðismálin yrðu í forgangi og fullvissaði þingmanninn um að fyrri yfirlýsingar hans stæðu. „Þegar við tölum um að setja heilbrigðismálin í forgang þá erum við að tala um að auka fjármagn í málaflokkinn. Við erum að tala um uppbyggingu á innviðum heilbrigðsþjónustunnar. Bæði varðandi aðstöðuna en ekki síður varðandi mannaflann, starfsaðstöðu heilbrigðisstétta,“ sagði Óttarr. Þetta muni endurspeglast í fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til fimm ára. En Svandís vildi meira afgerandi svör frá ráðherra. „Ætlar hann að standa með opinberu heilbrigðiskerfi í þágu heildarinnar, eða ætlar hann að halla sér á hina hliðina og hafa sérstaka samúð með þeim hyggjast hagnast á veiku fólki,“ spurði þingflokksformaðurinn. „Ég hef ekki sérstaklega í huga eða langar til að gera stórkostlega breytingar á heilbrigðiskerfinu. Nema til að styrkja það og styðja, svaraði Óttar Proppé. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir í undirbúningi að auka framlög til heilbrigðismála verulega í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og viðspyrnan sé þegar hafin. Ekki standi til að gera grundvallarbreytingar á hinu opinbera heilbrigðiskerfi með aukinni einkavæðingu. Heilbrigðisráðherra var ítrekað spurður að því í umræðum á Alþingi í dag hvort hann muni auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í ráðherratíð sinni. En nú þegar fara um 30 prósent framlaga til heilbrigðismála til einkarekinna stofnana eða sérfræðinga utan hins opinbera heilbrigðiskerfis. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra út í framtíðarstefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. Hvernig hann hyggðist bregðast við undirskriftum tugþúsunda landsmanna sem krefðust þess að 11 prósent af landsframleiðslu fari til heiðbrigðismála. Svandís sagði enda alla flokka hafa sett heilbrigðismál í forgang fyrir kosningar. En blikur væru á lofti. „Og við þekkjum það í stjórnmálum á öllum tímum að peningaöflin sækja að velferðarkerfinu. Heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu þegar vantar viðnám fyrir fjármagnið. Vantar leiðir til að hagnast. Þá er sótt í innviði almannahagsmunanna,“ sagði Svandís. Framlög úr opinberum sjóðum til einkarekinnar heilbriðisþjónustu hefðu vaxið meira á undanförnum árum en til hins opinbera kerfis.Spurði um framtíðarsýn ráðherra Þingmaðurinn vildi vita hver væri framtíðarsýn heilbrigðisráðherra og minnti hann á fyrri yfirlýsingar hans áður en hann varð ráðherra. Óttarr sagði stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar skýra. Heilbrigðismálin yrðu í forgangi og fullvissaði þingmanninn um að fyrri yfirlýsingar hans stæðu. „Þegar við tölum um að setja heilbrigðismálin í forgang þá erum við að tala um að auka fjármagn í málaflokkinn. Við erum að tala um uppbyggingu á innviðum heilbrigðsþjónustunnar. Bæði varðandi aðstöðuna en ekki síður varðandi mannaflann, starfsaðstöðu heilbrigðisstétta,“ sagði Óttarr. Þetta muni endurspeglast í fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til fimm ára. En Svandís vildi meira afgerandi svör frá ráðherra. „Ætlar hann að standa með opinberu heilbrigðiskerfi í þágu heildarinnar, eða ætlar hann að halla sér á hina hliðina og hafa sérstaka samúð með þeim hyggjast hagnast á veiku fólki,“ spurði þingflokksformaðurinn. „Ég hef ekki sérstaklega í huga eða langar til að gera stórkostlega breytingar á heilbrigðiskerfinu. Nema til að styrkja það og styðja, svaraði Óttar Proppé.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira