Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2017 13:42 „Það eru sannarlega blikur á lofti,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikið áhyggjuefni að styrking krónunnar sé að verða til þess að ferðamenn séu farnir að afbóka ferðir til Íslands. Þungt hljóð sé í mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum vegna óstöðugleika og hætta á að þau flytji úr landi með sína starfsemi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því um helmingur þeirra ferða sem ferðaheildsala í Noregi hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir„Það eru sannarlega blikur á lofti, það er í það minnsta mjög þungt hljóð í mörgum, sérstaklega erlendum ferðaþjónustuheildsölum og einkum þeim sem eru að vinna á viðkvæmum mörkuðum eins og Asíu og Mið-Evrópu. Eitthvað hefur verið að berast af afbókunum en ég átta mig ekki alveg á umfangi þess í stóra samhenginu. Eins og staðan er í dag en sannarlega eru blikur á lofti. Eitt er sterk staða íslensku krónunnar eins og hún er í dag. Hitt er gengisþróunin og þessar miklu sveiflur sem hafa orðið í þróun gengisins síðustu misseri.“ Helga benti á að slíkur óstöðugleiki geri ferðaþjónustunni gríðarlega erfitt fyrir hvað varðar bókanir fram í tímann. „Það er sannarlega þungt hljóð í ferðaheildsölunum, við eigum eftir að sjá hvernig þróunin verður til framtíðar litið. Það væri gott ef það væri ein einföld lausn en við höfum talað fyrir því að það sé með afdrifaríkari hætti gengið í að lækka stýrivextina og aðra þætti. Það er engin ein einföld lausn, hins vegar er auðvitað afskaplega mikilvægt að ná ákveðnum stöðugleika, jafnvægis gengis, fyrir útflutningsgreinarnar. Ef það er ekki jafnvægi og þessar ofboðslega miklu sveiflur er einfaldlega hætta á að fyrirtæki ferðaþjónustunni eins og í öðrum útflutningsgreinum, flytji hreinlega úr landi,“ sagði Helga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikið áhyggjuefni að styrking krónunnar sé að verða til þess að ferðamenn séu farnir að afbóka ferðir til Íslands. Þungt hljóð sé í mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum vegna óstöðugleika og hætta á að þau flytji úr landi með sína starfsemi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því um helmingur þeirra ferða sem ferðaheildsala í Noregi hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir„Það eru sannarlega blikur á lofti, það er í það minnsta mjög þungt hljóð í mörgum, sérstaklega erlendum ferðaþjónustuheildsölum og einkum þeim sem eru að vinna á viðkvæmum mörkuðum eins og Asíu og Mið-Evrópu. Eitthvað hefur verið að berast af afbókunum en ég átta mig ekki alveg á umfangi þess í stóra samhenginu. Eins og staðan er í dag en sannarlega eru blikur á lofti. Eitt er sterk staða íslensku krónunnar eins og hún er í dag. Hitt er gengisþróunin og þessar miklu sveiflur sem hafa orðið í þróun gengisins síðustu misseri.“ Helga benti á að slíkur óstöðugleiki geri ferðaþjónustunni gríðarlega erfitt fyrir hvað varðar bókanir fram í tímann. „Það er sannarlega þungt hljóð í ferðaheildsölunum, við eigum eftir að sjá hvernig þróunin verður til framtíðar litið. Það væri gott ef það væri ein einföld lausn en við höfum talað fyrir því að það sé með afdrifaríkari hætti gengið í að lækka stýrivextina og aðra þætti. Það er engin ein einföld lausn, hins vegar er auðvitað afskaplega mikilvægt að ná ákveðnum stöðugleika, jafnvægis gengis, fyrir útflutningsgreinarnar. Ef það er ekki jafnvægi og þessar ofboðslega miklu sveiflur er einfaldlega hætta á að fyrirtæki ferðaþjónustunni eins og í öðrum útflutningsgreinum, flytji hreinlega úr landi,“ sagði Helga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54