Fólk spyr sig hvor sé hvor Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2017 09:45 Þeir kunna að slá á létta strengi og fá fólk til að hlæja félagarnir Guðni og Jóhannes. Vísir/GVA „Jóhannes er tvífari minn og oft hefur verið nefnt við okkur að við ættum að koma fram saman. Hann er líka skemmtilegur og það er glatt í kringum hann,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og á hér auðvitað við Jóhannes Kristjánsson eftirhermu. Nú ætla þeir félagar að gera sér dagamun og halda hátíðir þar sem eftirherman og orginalinn láta gamminn geisa. „Það er náttúrlega óborganlegt að fylgjast með Jóhannesi breytast í hinn og þennan karakterinn því hann verður eins í framan og þeir sem hann hermir eftir,“ bendir Guðni á og segir okkur Íslendinga hafa átt margar góðar eftirhermur en það sé eins og Jóhannes sé miðill. „Hann holdgervist, verður eins og fórnarlambið og nær töktum allra.“ Guðni segir Jóhannes oft hafa komið í þinghúsið þegar hann starfaði þar sjálfur. Þangað hafi hann komið til að læra á nýja og nýja menn. „Þá sat hann á svölunum og horfði á menn í ræðustólnum því hann fer ekkert að herma eftir mönnum nema ná öllu fasinu. Hann á í fórum sínum heilmikið gallerí því hann er búinn að vera fjöllistamaður í 40 ár.“ Það er sem sagt ekki þannig að Jóhannes ætli bara að sérhæfa sig í Guðna þegar þeir troða upp saman. „Þá mundu menn ruglast á því hvor er hvor,“ bendir Guðni réttilega á. Segir það reyndar ekkert nýtt að þeim sé ruglað saman. Það hafi oft gerst meðan hann var landbúnaðarráðherra að fólk hafi undið sér að Jóhannesi, heilsað honum sem Guðna og farið að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Þeir séu sláandi líkir en Jóhannes sé auk þess sérfræðingur í tugum manna. Guðni kveðst ekki hafa eftirhermulistina á sínu valdi en hann kunni margar sögur af skemmtilegu fólki. „Ég hef heilmikið gert af því að vera sagnamaður á samkomum og stjórna veislum. Mér þykir gaman að létta lund hjá fólki og fá það til að hlæja.“ Tvíeykið ætlar að byrja í Félagsheimilinu á Flúðum 24. mars. „Þeir eru óskaplega skemmtilegir í uppsveitunum, Tungnamenn, Hrunamenn, Skeiðamenn og Gnúpverjar, það leikur um þá svo ferskt fjallaloft. Við ætlum að sýna þeim þann heiður að starta prógramminu hjá þeim,“ segir Guðni hátíðlegur. „Daginn eftir verðum við í nýju hóteli á Hvolsvelli sem heitir Midgard. Rangæingar verða með okkur þar. Síðan erum við ráðnir bæði í Salinn í Kópavogi á tvær hátíðir og á Landnámssetrið í Borgarnesi. Vonandi förum við miklu víðar. Þetta eru bara fyrstu skrefin.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017 Lífið Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Jóhannes er tvífari minn og oft hefur verið nefnt við okkur að við ættum að koma fram saman. Hann er líka skemmtilegur og það er glatt í kringum hann,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og á hér auðvitað við Jóhannes Kristjánsson eftirhermu. Nú ætla þeir félagar að gera sér dagamun og halda hátíðir þar sem eftirherman og orginalinn láta gamminn geisa. „Það er náttúrlega óborganlegt að fylgjast með Jóhannesi breytast í hinn og þennan karakterinn því hann verður eins í framan og þeir sem hann hermir eftir,“ bendir Guðni á og segir okkur Íslendinga hafa átt margar góðar eftirhermur en það sé eins og Jóhannes sé miðill. „Hann holdgervist, verður eins og fórnarlambið og nær töktum allra.“ Guðni segir Jóhannes oft hafa komið í þinghúsið þegar hann starfaði þar sjálfur. Þangað hafi hann komið til að læra á nýja og nýja menn. „Þá sat hann á svölunum og horfði á menn í ræðustólnum því hann fer ekkert að herma eftir mönnum nema ná öllu fasinu. Hann á í fórum sínum heilmikið gallerí því hann er búinn að vera fjöllistamaður í 40 ár.“ Það er sem sagt ekki þannig að Jóhannes ætli bara að sérhæfa sig í Guðna þegar þeir troða upp saman. „Þá mundu menn ruglast á því hvor er hvor,“ bendir Guðni réttilega á. Segir það reyndar ekkert nýtt að þeim sé ruglað saman. Það hafi oft gerst meðan hann var landbúnaðarráðherra að fólk hafi undið sér að Jóhannesi, heilsað honum sem Guðna og farið að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Þeir séu sláandi líkir en Jóhannes sé auk þess sérfræðingur í tugum manna. Guðni kveðst ekki hafa eftirhermulistina á sínu valdi en hann kunni margar sögur af skemmtilegu fólki. „Ég hef heilmikið gert af því að vera sagnamaður á samkomum og stjórna veislum. Mér þykir gaman að létta lund hjá fólki og fá það til að hlæja.“ Tvíeykið ætlar að byrja í Félagsheimilinu á Flúðum 24. mars. „Þeir eru óskaplega skemmtilegir í uppsveitunum, Tungnamenn, Hrunamenn, Skeiðamenn og Gnúpverjar, það leikur um þá svo ferskt fjallaloft. Við ætlum að sýna þeim þann heiður að starta prógramminu hjá þeim,“ segir Guðni hátíðlegur. „Daginn eftir verðum við í nýju hóteli á Hvolsvelli sem heitir Midgard. Rangæingar verða með okkur þar. Síðan erum við ráðnir bæði í Salinn í Kópavogi á tvær hátíðir og á Landnámssetrið í Borgarnesi. Vonandi förum við miklu víðar. Þetta eru bara fyrstu skrefin.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017
Lífið Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira