Byrjað verður að steypa upp byggingar í holunni við Hörpu innan fárra vikna Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2017 19:00 Uppsteypa á byggingum við Hörpu hefst loks innan nokkurra vikna og áætlað að fimm stjörnu Marriott hótel taki þar til starfa í byrjun árs 2019. Þegar framkvæmdum á svæðinu verður að fullu lokið verður byggingarmagnið meira en byggt hefur verið í allri Kvosinni á síðustu hundrað árum, eða um 205 þúsund fermetrar bæði ofan- og neðanjarðar. Nú sér loks fyrir endann á byggingaframkvæmdum í risavaxinni holu fyrir framan Hörpu. En hún hefur verið eins og opið sár í miðborginni frá því fyrir hrun. Þar eru uppi áform um miklar byggingar. „Já, hérna er gert ráð fyrir að verði þegar allt er yfirstaðið 205 þúsund fermetrar ofan- og neðanjarðar. Þar af 110 þúsund fermetrar ofan jarðar með Hörpunni. Það er til samanburðar eitthvað sem við höfum í fortíðinni byggt á hundrað árum í Kvosinni,“ segir Hrólfur Jónsson formaður samstarfshóps um framkvæmdirnar. Útboð vegna uppsteypu fimm stjörnu Marriott hótels og bílakjallara verða opnuð í lok næstu viku. Stefnt er að því að framkvæmdir við það geti hafist strax í næsta mánuði. Hrólfur fór með fréttamanni í holuna stóru og skýrði út hvað stendur til. „Beint fyrir framan okkur mun rísa þetta fimm stjörnu Marriott hótel þar sem gert er ráð fyrir 253 herbergjum. Síðan hér aðeins sunnan við það mun rísa íbúðarhús. Þar verða 76 íbúðir. Hér á bakvið okkur er síðan lóð sem er í eigu Landsbankans. Þar er þá gert ráð fyrir að rísi höfuðstöðvar Landsbankans,“ útskýrir Hrólfur.Þrýstingur eykst á Landsbankann Reiknað er með að hótelið verði opnað á fyrri hluta ársins 2019 en óvissa hefur hins vegar ríkt um áform Landsbankans. Þau einu svör fást frá bankanum að málið sé á könnu bankaráðs sem hafi málið til skoðunar. En Hrólfur segir gríðarlega mikilvægt að uppbygging allra lóðanna haldist í hendur. Enda er til að mynda sambyggður bílakjallari undir öllum byggingunum sem rísa eiga upp úr holunni sem teygi sig alla leið undir Geirsgötuna og húsin á Hafnartorgi. „Þannig að eftir því sem að þessu vindur fram er auðvitað meiri...Þrýstingur á bankann? „Já þörf á því að þessi lóð byggist upp líka,“ segir Hrólfur. Skipulagssvæðið nær einnig til Hafnartorgs hinum megin við Geirsgötuna en þar eru framkvæmdir langt komnar og stefnt að því að starfsemi á neðstu hæðum geti hafist haustið 2018. „Þar munu líka verða tæplega áttatíu íbúðir, verslanir á neðstu tveimur hæðunum og síðan skrifstofuhúsnæði. En Reykjavíkurborg leggur gríðarlega mikið upp úr því að hér séu allar neðstu hæðirnar lifandi til framtíðar. Þannig að þar verði verslanir, veitingastaðir og annað,“ segir Hrólfur. Strax í næstu viku verður Lækjargötu milli Hverfisgötu og Geirsgötu lokað fram eftir sumri til að hægt sé að vinna við bílakjallara undir húsunum við Hafnartorg og á Hörpureit. Hrólfur bendir á norðurenda framkvæmdanna við Hafnartorg sem ná að Geirsgötunni þar sem hún liggur nú til bráðabirgða. „Þegar þessu er lokið, þeir eru langt komnir með að steypa dekkið þarna vestan megin, þá færist þessi gata í áföngum yfir á kjallarann og er þá kominn í endanlega legu.“Þannig að framtíðargatan er í raun og veru yfir þessum framkvæmdum sem við erum að horfa á núna? „Já hún mun koma hér í beinu framhaldi.“ Eigum við að segja 2019, eða um mitt ár 2019, þá verði þetta svona nokkurn veginn komið í endanlega mynd hérna og miðborgin búin að taka á sig allt aðra mynd? „Vonandi,“ segir Hrólfur Jónsson. Skipulag Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Uppsteypa á byggingum við Hörpu hefst loks innan nokkurra vikna og áætlað að fimm stjörnu Marriott hótel taki þar til starfa í byrjun árs 2019. Þegar framkvæmdum á svæðinu verður að fullu lokið verður byggingarmagnið meira en byggt hefur verið í allri Kvosinni á síðustu hundrað árum, eða um 205 þúsund fermetrar bæði ofan- og neðanjarðar. Nú sér loks fyrir endann á byggingaframkvæmdum í risavaxinni holu fyrir framan Hörpu. En hún hefur verið eins og opið sár í miðborginni frá því fyrir hrun. Þar eru uppi áform um miklar byggingar. „Já, hérna er gert ráð fyrir að verði þegar allt er yfirstaðið 205 þúsund fermetrar ofan- og neðanjarðar. Þar af 110 þúsund fermetrar ofan jarðar með Hörpunni. Það er til samanburðar eitthvað sem við höfum í fortíðinni byggt á hundrað árum í Kvosinni,“ segir Hrólfur Jónsson formaður samstarfshóps um framkvæmdirnar. Útboð vegna uppsteypu fimm stjörnu Marriott hótels og bílakjallara verða opnuð í lok næstu viku. Stefnt er að því að framkvæmdir við það geti hafist strax í næsta mánuði. Hrólfur fór með fréttamanni í holuna stóru og skýrði út hvað stendur til. „Beint fyrir framan okkur mun rísa þetta fimm stjörnu Marriott hótel þar sem gert er ráð fyrir 253 herbergjum. Síðan hér aðeins sunnan við það mun rísa íbúðarhús. Þar verða 76 íbúðir. Hér á bakvið okkur er síðan lóð sem er í eigu Landsbankans. Þar er þá gert ráð fyrir að rísi höfuðstöðvar Landsbankans,“ útskýrir Hrólfur.Þrýstingur eykst á Landsbankann Reiknað er með að hótelið verði opnað á fyrri hluta ársins 2019 en óvissa hefur hins vegar ríkt um áform Landsbankans. Þau einu svör fást frá bankanum að málið sé á könnu bankaráðs sem hafi málið til skoðunar. En Hrólfur segir gríðarlega mikilvægt að uppbygging allra lóðanna haldist í hendur. Enda er til að mynda sambyggður bílakjallari undir öllum byggingunum sem rísa eiga upp úr holunni sem teygi sig alla leið undir Geirsgötuna og húsin á Hafnartorgi. „Þannig að eftir því sem að þessu vindur fram er auðvitað meiri...Þrýstingur á bankann? „Já þörf á því að þessi lóð byggist upp líka,“ segir Hrólfur. Skipulagssvæðið nær einnig til Hafnartorgs hinum megin við Geirsgötuna en þar eru framkvæmdir langt komnar og stefnt að því að starfsemi á neðstu hæðum geti hafist haustið 2018. „Þar munu líka verða tæplega áttatíu íbúðir, verslanir á neðstu tveimur hæðunum og síðan skrifstofuhúsnæði. En Reykjavíkurborg leggur gríðarlega mikið upp úr því að hér séu allar neðstu hæðirnar lifandi til framtíðar. Þannig að þar verði verslanir, veitingastaðir og annað,“ segir Hrólfur. Strax í næstu viku verður Lækjargötu milli Hverfisgötu og Geirsgötu lokað fram eftir sumri til að hægt sé að vinna við bílakjallara undir húsunum við Hafnartorg og á Hörpureit. Hrólfur bendir á norðurenda framkvæmdanna við Hafnartorg sem ná að Geirsgötunni þar sem hún liggur nú til bráðabirgða. „Þegar þessu er lokið, þeir eru langt komnir með að steypa dekkið þarna vestan megin, þá færist þessi gata í áföngum yfir á kjallarann og er þá kominn í endanlega legu.“Þannig að framtíðargatan er í raun og veru yfir þessum framkvæmdum sem við erum að horfa á núna? „Já hún mun koma hér í beinu framhaldi.“ Eigum við að segja 2019, eða um mitt ár 2019, þá verði þetta svona nokkurn veginn komið í endanlega mynd hérna og miðborgin búin að taka á sig allt aðra mynd? „Vonandi,“ segir Hrólfur Jónsson.
Skipulag Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira