Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. mars 2017 18:54 Um helmingur þeirra ferða sem ferðaþjónustufyrirtæki hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. Um þetta var meðal annars fjallað í fréttaskýringu á Stöð 2 í gærkvöldi.Um 50 prósent ferða afbókaðar Rannveig Snorradóttir er forstjóri og eigandi Obeo Travel sem er ferðaheildsala staðsett í Noregi. Obeo selur pakkaferðir til ferðaþjónustufyrirtækja sem selja þær ferðir áfram til ferðamanna og hefur Ísland verið vinsælasti áfangastaður fyrirtækisins undanfarin ár.Hvernig hefur gengið hjá ykkur undanfarin ár að bóka til Íslands? „Það hefur gengið rosalega vel. Síðasti vetur, eða núna 2016-2017, gekk alveg vonum framar. Norðurljósin voru alveg að standa fyrir sínu,” segir Rannveig.Hvernig hafa bókanir fyrir sumarið og næsta sumar gengið? „Þetta er búið að vera margra mánaða ferli að undirbúa sumarið. Að búa til tilboð og bóka pláss á Íslandi hefur reynst tiltölulega erfitt en okkur hefur tekist það. Okkar viðskiptavinir hafa verið að vinna í því í vetur að selja í þessar ferðir,” segir Rannveig. Salan hafi gengið vel en undanfarnar vikur hafi borist margar afbókanir.Veistu hversu margar afbókanir þetta eru hlutfallslega? „Í augnablikinu myndi ég segja að við séum farin að missa næstum 50 prósent af því sem við höfðum bókað. Og erum hrædd um að þetta sé bara byrjunin,” segir Rannveig.Allt of dýrt Skýringin á þessum afbókunum sé alltaf sú sama – verðlag er of óstöðugt og ferðirnar of dýrar.Hvaða viðbrögð fáið þið hjá ykkar viðskiptavinum þegar að þið gefið upp verð fyrir Ísland? „Sjokk. Eigum við ekki bara að orða það þannig. Það eru sérstaklega einstaklingar, þeir hreinlega trúa ekki hvað það getur verið dýrt að skreppa eina helgi til Íslands.”En hvað er það sem er svona dýrt? Fargjöldin, maturinn, gistingin? „Þetta er allt, blanda af öllu,” segir Rannveig.Meiri áhersla á Skandinavíu Hún segir viðskiptavini Obeo farna að leggja meiri áherslu á aðra áfangastaði í Skandinavíu í stað Íslands. „Nú munum við setja meiri kraft í Skandinavíu. Og við erum núna til dæmis að selja ferðir til Namibíu og það er mjög áhugavert að ferðirnar okkar til Namibíu eru minnst helmingi ódýrari heldur en til Íslands. Þannig að það verður auðvelt fyrir okkur að selja þann áfangastað. Þannig að við þurfum bara að ákveða hvaða fókus við tökum sem fyrirtæki,” segir Rannveig. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Um helmingur þeirra ferða sem ferðaþjónustufyrirtæki hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. Um þetta var meðal annars fjallað í fréttaskýringu á Stöð 2 í gærkvöldi.Um 50 prósent ferða afbókaðar Rannveig Snorradóttir er forstjóri og eigandi Obeo Travel sem er ferðaheildsala staðsett í Noregi. Obeo selur pakkaferðir til ferðaþjónustufyrirtækja sem selja þær ferðir áfram til ferðamanna og hefur Ísland verið vinsælasti áfangastaður fyrirtækisins undanfarin ár.Hvernig hefur gengið hjá ykkur undanfarin ár að bóka til Íslands? „Það hefur gengið rosalega vel. Síðasti vetur, eða núna 2016-2017, gekk alveg vonum framar. Norðurljósin voru alveg að standa fyrir sínu,” segir Rannveig.Hvernig hafa bókanir fyrir sumarið og næsta sumar gengið? „Þetta er búið að vera margra mánaða ferli að undirbúa sumarið. Að búa til tilboð og bóka pláss á Íslandi hefur reynst tiltölulega erfitt en okkur hefur tekist það. Okkar viðskiptavinir hafa verið að vinna í því í vetur að selja í þessar ferðir,” segir Rannveig. Salan hafi gengið vel en undanfarnar vikur hafi borist margar afbókanir.Veistu hversu margar afbókanir þetta eru hlutfallslega? „Í augnablikinu myndi ég segja að við séum farin að missa næstum 50 prósent af því sem við höfðum bókað. Og erum hrædd um að þetta sé bara byrjunin,” segir Rannveig.Allt of dýrt Skýringin á þessum afbókunum sé alltaf sú sama – verðlag er of óstöðugt og ferðirnar of dýrar.Hvaða viðbrögð fáið þið hjá ykkar viðskiptavinum þegar að þið gefið upp verð fyrir Ísland? „Sjokk. Eigum við ekki bara að orða það þannig. Það eru sérstaklega einstaklingar, þeir hreinlega trúa ekki hvað það getur verið dýrt að skreppa eina helgi til Íslands.”En hvað er það sem er svona dýrt? Fargjöldin, maturinn, gistingin? „Þetta er allt, blanda af öllu,” segir Rannveig.Meiri áhersla á Skandinavíu Hún segir viðskiptavini Obeo farna að leggja meiri áherslu á aðra áfangastaði í Skandinavíu í stað Íslands. „Nú munum við setja meiri kraft í Skandinavíu. Og við erum núna til dæmis að selja ferðir til Namibíu og það er mjög áhugavert að ferðirnar okkar til Namibíu eru minnst helmingi ódýrari heldur en til Íslands. Þannig að það verður auðvelt fyrir okkur að selja þann áfangastað. Þannig að við þurfum bara að ákveða hvaða fókus við tökum sem fyrirtæki,” segir Rannveig.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira