Ólafía missti af niðurskurðinum eftir mistækar lokaholur Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. mars 2017 00:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Þrír skollar á lokaholunum kostuðu Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, kylfing úr GR, á Bank of Hope Founders Cup mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía missti í fyrsta sinn á tímabilinu af niðurskurðinum. Ólafía sem komst í gegnum niðurskurðinn í fyrstu tveimur mótum sínum á mótaröðinni á Bahamaeyjum og í Ástralíu virtist vera að fara í gegnum niðurskurðinn þriðja mótið í röð en töpuð högg á lokasprettinum kostuðu hana. Þegar þetta er skrifað deilir hún 82. sæti og mun því missa af niðurskurðinum en fyrir vikið missir hún af verðlaunaféinu á mótinu og hefur lokið leik í Phoenix, Arizona í Bandaríkjunum. Ólafía var í 45. sæti fyrir annan hring mótsins á sínu þriðja móti á LPGA-mótaröðinni en hún lék fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari. Fékk hún tvo fugla og fyrsta örninn á mótaröðinni á fyrsta hring og tapaði aðeins einu höggi í gær. Náði hún að byrja annan hringinn vel og fékk fyrsta fuglinn strax á annarri holu en skolli á fimmtu braut kom henni aftur á parið. Hélt hún áfram að safna pörum þar til kom að fugli á áttundu braut og lauk hún fyrri níu holunum á einu höggi undir pari. Gott gengi hennar hélt áfram þegar komið var á seinni níu holur vallarins en tveir fuglar á fyrstu fjórum holunum þýddu að hún var á þremur höggum undir pari á deginum og alls sex höggum undir pari. Á fimmtándu braut lenti Ólafía í áfalli þegar hún missti fuglapútt í skolla með því að mislesa flötina og þrípútta en því fylgdi hún eftir með öðrum skolla strax á næstu holu. Kom seinni skollinn á sömu holu og hún fékk fyrsta örn sinn á LPGA-mótaröðinni deginum áður en skyndilega var hún þá komin fyrir neðan niðurskurðarlínuna. Ólafía tvípúttaði fyrir pari á sautjándu braut en lenti í vandræðum þegar hún þurfti að sækja fugl á átjándu braut. Fór upphafshöggið í sandgryfju á miðri braut en þaðan fór boltinn næst í sandgryfju við flötina. Hún gaf því tækifæri en höggið var of langt og skyldi eftir langt pútt fyrir pari sem hún náði ekki að setja niður. Setti hún því niður pútt fyrir skolla og lauk leik á þremur höggum undir pari. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns frá hringnum. Golf Tengdar fréttir Frábær endir á góðum degi hjá Ólafíu í Phoenix Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði fyrsta hringinn á Bank of Hope Founders meistaramótinu í golfi í Phoenix á þremur höggum undir pari. 16. mars 2017 19:15 Fyrsti örninn hjá Ólafíu Þórunni á LPGA-mótaröðinni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að byrja vel á Bank of Hope Founders meistaramótinu í golfi sem fer fram í Phoenix en þetta er þriðja mótið hennar á LPGA mótaröðinni. 16. mars 2017 16:46 Ólafía byrjar í dag: Í fyrsta sinn með atvinnukylfubera Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin með stóra umgjörð í kringum sig en er enn að læra að leyfa öðrum að vinna fyrir sig. 16. mars 2017 07:00 Ólafía Þórunn byrjar að spila klukkan 19.23 í kvöld | Í 46. sæti eftir fyrsta daginn Það er spennandi dagur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur en í kvöld spilar hún sinn annan hring á Bank of Hope Founders meistaramótinu í Phoenix er mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 17. mars 2017 15:15 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þrír skollar á lokaholunum kostuðu Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, kylfing úr GR, á Bank of Hope Founders Cup mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía missti í fyrsta sinn á tímabilinu af niðurskurðinum. Ólafía sem komst í gegnum niðurskurðinn í fyrstu tveimur mótum sínum á mótaröðinni á Bahamaeyjum og í Ástralíu virtist vera að fara í gegnum niðurskurðinn þriðja mótið í röð en töpuð högg á lokasprettinum kostuðu hana. Þegar þetta er skrifað deilir hún 82. sæti og mun því missa af niðurskurðinum en fyrir vikið missir hún af verðlaunaféinu á mótinu og hefur lokið leik í Phoenix, Arizona í Bandaríkjunum. Ólafía var í 45. sæti fyrir annan hring mótsins á sínu þriðja móti á LPGA-mótaröðinni en hún lék fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari. Fékk hún tvo fugla og fyrsta örninn á mótaröðinni á fyrsta hring og tapaði aðeins einu höggi í gær. Náði hún að byrja annan hringinn vel og fékk fyrsta fuglinn strax á annarri holu en skolli á fimmtu braut kom henni aftur á parið. Hélt hún áfram að safna pörum þar til kom að fugli á áttundu braut og lauk hún fyrri níu holunum á einu höggi undir pari. Gott gengi hennar hélt áfram þegar komið var á seinni níu holur vallarins en tveir fuglar á fyrstu fjórum holunum þýddu að hún var á þremur höggum undir pari á deginum og alls sex höggum undir pari. Á fimmtándu braut lenti Ólafía í áfalli þegar hún missti fuglapútt í skolla með því að mislesa flötina og þrípútta en því fylgdi hún eftir með öðrum skolla strax á næstu holu. Kom seinni skollinn á sömu holu og hún fékk fyrsta örn sinn á LPGA-mótaröðinni deginum áður en skyndilega var hún þá komin fyrir neðan niðurskurðarlínuna. Ólafía tvípúttaði fyrir pari á sautjándu braut en lenti í vandræðum þegar hún þurfti að sækja fugl á átjándu braut. Fór upphafshöggið í sandgryfju á miðri braut en þaðan fór boltinn næst í sandgryfju við flötina. Hún gaf því tækifæri en höggið var of langt og skyldi eftir langt pútt fyrir pari sem hún náði ekki að setja niður. Setti hún því niður pútt fyrir skolla og lauk leik á þremur höggum undir pari. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns frá hringnum.
Golf Tengdar fréttir Frábær endir á góðum degi hjá Ólafíu í Phoenix Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði fyrsta hringinn á Bank of Hope Founders meistaramótinu í golfi í Phoenix á þremur höggum undir pari. 16. mars 2017 19:15 Fyrsti örninn hjá Ólafíu Þórunni á LPGA-mótaröðinni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að byrja vel á Bank of Hope Founders meistaramótinu í golfi sem fer fram í Phoenix en þetta er þriðja mótið hennar á LPGA mótaröðinni. 16. mars 2017 16:46 Ólafía byrjar í dag: Í fyrsta sinn með atvinnukylfubera Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin með stóra umgjörð í kringum sig en er enn að læra að leyfa öðrum að vinna fyrir sig. 16. mars 2017 07:00 Ólafía Þórunn byrjar að spila klukkan 19.23 í kvöld | Í 46. sæti eftir fyrsta daginn Það er spennandi dagur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur en í kvöld spilar hún sinn annan hring á Bank of Hope Founders meistaramótinu í Phoenix er mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 17. mars 2017 15:15 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Frábær endir á góðum degi hjá Ólafíu í Phoenix Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði fyrsta hringinn á Bank of Hope Founders meistaramótinu í golfi í Phoenix á þremur höggum undir pari. 16. mars 2017 19:15
Fyrsti örninn hjá Ólafíu Þórunni á LPGA-mótaröðinni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að byrja vel á Bank of Hope Founders meistaramótinu í golfi sem fer fram í Phoenix en þetta er þriðja mótið hennar á LPGA mótaröðinni. 16. mars 2017 16:46
Ólafía byrjar í dag: Í fyrsta sinn með atvinnukylfubera Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin með stóra umgjörð í kringum sig en er enn að læra að leyfa öðrum að vinna fyrir sig. 16. mars 2017 07:00
Ólafía Þórunn byrjar að spila klukkan 19.23 í kvöld | Í 46. sæti eftir fyrsta daginn Það er spennandi dagur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur en í kvöld spilar hún sinn annan hring á Bank of Hope Founders meistaramótinu í Phoenix er mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 17. mars 2017 15:15