Þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2017 14:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir forstjóri Kjörís og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna segir þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum með aðkomu ríkisins, sveitarfélaganna og launþegahreyfingarinnar. Lífeyrissjóðirnir geti hugsanlega einnig komið að slíku samstarfi en henni líst ekki á hugmyndir um að þeir komi einir að því að byggja ódýrt húsnæði. Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR hefur sagt að framboð hans hafi að hluta verið andstaða við forystu Alþýðusambandsins og þá sérstaklega við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ. Þá segir hann SALEK samkomulag aðila vinnumarkaðarins dautt og vill breyta lögum um starfsemi lífeyrissjóðanna þannig að þeir geti byggt ódýrt húsnæði til að selja og leigja. Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís, er í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og líst ekki vel á þessar hugmyndir nýja formannsins. „Ég er sammála því að það er þörf á risavöxnu átaki til að leysa þann húsnæðisvanda sem hrjáir Íslendinga í dag. Þá alveg sérstaklega ungt fólk,“ segir Guðrún. Það þurfi hins vegar margir að koma að slíku átaki, eins og ríki, sveitarfélög og hreyfing launafólks. „Það er náttúrlega alveg klárt að lífeyrissjóðirnir hafa ákveðið hlutverk. Það er bundið í lög. Það gengur út á að tryggja sjóðfélögum réttindi. Þegar starfsævi lýkur, við fráfall maka eða ef örorka kemur upp og það er fyrst og fremst hlutverk lífeyrissjóðanna,“ segir Guðrún.Efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna Hún hafi ákveðnar efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna. Þeir hafi hins vegar brugðist við stöðunni á húsnæðislánamarkaði frá árinu 2015 með því að bjóða hagstæðustu húsnæðislánin sem í boði séu. „Og þau hafa notið mikilla vinsælda hjá sjóðfélögum og sjóðfélaga tekið þeim valkosti gríðarlega vel. Þetta er auðvitað okkar svar til að aðstoða fólk einmitt við að kaupa fasteign,“ segir Guðrún. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins hefur sagt að þörf sé á tugum þúsunda íbúða fyrir lægst launaða fólkið í landinu, sérstaklega eftir að Verkamannabústaðirnir voru seldir. Guðrún segir að það hafi reynst öllum kynslóðum erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið. Ástandið nú sé sérstaklega erfitt þar sem lítið hafi verið byggt á árunum eftir hrun og vegna skorts á húsnæði fyrir ferðamenn þar sem hótelin hafi enn ekki undan eftirspurninni. „Allt hefur þetta áhrif og allt þrýstir þetta síðan verðinu upp. Bæði fasteignaverði og einnig leiguverði. Þannig að við erum ekki á góðum stað þegar við þurfum að leysa vanda venjulegra Íslendinga,” segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25 Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30 Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir forstjóri Kjörís og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna segir þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum með aðkomu ríkisins, sveitarfélaganna og launþegahreyfingarinnar. Lífeyrissjóðirnir geti hugsanlega einnig komið að slíku samstarfi en henni líst ekki á hugmyndir um að þeir komi einir að því að byggja ódýrt húsnæði. Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR hefur sagt að framboð hans hafi að hluta verið andstaða við forystu Alþýðusambandsins og þá sérstaklega við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ. Þá segir hann SALEK samkomulag aðila vinnumarkaðarins dautt og vill breyta lögum um starfsemi lífeyrissjóðanna þannig að þeir geti byggt ódýrt húsnæði til að selja og leigja. Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís, er í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og líst ekki vel á þessar hugmyndir nýja formannsins. „Ég er sammála því að það er þörf á risavöxnu átaki til að leysa þann húsnæðisvanda sem hrjáir Íslendinga í dag. Þá alveg sérstaklega ungt fólk,“ segir Guðrún. Það þurfi hins vegar margir að koma að slíku átaki, eins og ríki, sveitarfélög og hreyfing launafólks. „Það er náttúrlega alveg klárt að lífeyrissjóðirnir hafa ákveðið hlutverk. Það er bundið í lög. Það gengur út á að tryggja sjóðfélögum réttindi. Þegar starfsævi lýkur, við fráfall maka eða ef örorka kemur upp og það er fyrst og fremst hlutverk lífeyrissjóðanna,“ segir Guðrún.Efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna Hún hafi ákveðnar efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna. Þeir hafi hins vegar brugðist við stöðunni á húsnæðislánamarkaði frá árinu 2015 með því að bjóða hagstæðustu húsnæðislánin sem í boði séu. „Og þau hafa notið mikilla vinsælda hjá sjóðfélögum og sjóðfélaga tekið þeim valkosti gríðarlega vel. Þetta er auðvitað okkar svar til að aðstoða fólk einmitt við að kaupa fasteign,“ segir Guðrún. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins hefur sagt að þörf sé á tugum þúsunda íbúða fyrir lægst launaða fólkið í landinu, sérstaklega eftir að Verkamannabústaðirnir voru seldir. Guðrún segir að það hafi reynst öllum kynslóðum erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið. Ástandið nú sé sérstaklega erfitt þar sem lítið hafi verið byggt á árunum eftir hrun og vegna skorts á húsnæði fyrir ferðamenn þar sem hótelin hafi enn ekki undan eftirspurninni. „Allt hefur þetta áhrif og allt þrýstir þetta síðan verðinu upp. Bæði fasteignaverði og einnig leiguverði. Þannig að við erum ekki á góðum stað þegar við þurfum að leysa vanda venjulegra Íslendinga,” segir Guðrún Hafsteinsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25 Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30 Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25
Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30
Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17