Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Snærós Sindradóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Thomas Møller Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi í átta vikur. Hann er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur á milli klukkan sex og sjö að morgni 14. janúar. vísir/anton brink Lokayfirheyrsla fer fram í dag yfir Thomasi Møller Olsen sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Maðurinn hefur ekki játað á sig ódæðið en lokayfirheyrslan er fastur liður í því að ljúka rannsókn málsins. Til stendur að senda málið til héraðssaksóknara á föstudag. Héraðssaksóknari hefur fjórar vikur til að taka ákvörðun um framhald málsins og gefa út ákæru í kjölfarið, telji saksóknari næg sönnunargögn hníga að sekt Thomasar. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því hvaða ásetningur lá að baki þess að Birnu var ráðinn bani. Grímur Grímsson, sem farið hefur fyrir rannsókninni, staðfestir að vegna þess hafi meðal annars verið rannsakað hvort Birna hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, eða tilraun til kynferðisofbeldis, í rauðu Kia Rio bifreiðinni áður en hún var myrt. Grímur vill þó ekki gefa upp hverjar niðurstöður lögreglu séu af þeim hluta rannsóknarinnar. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp nein nákvæmnisatriði í rannsókninni eftir að mál tóku að skýrast, búið var að handtaka hinn grunaða og lík Birnu hafði fundist. Þó hefur komið fram að lífsýni tengi Birnu og skipverjann saman auk þess sem fullvíst er að Birna var farþegi í bíl hans. Talið er að maðurinn hafi banað Birnu á milli sex og sjö í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn.Grímur Grímssonvísir/anton brinkGrímur segir að fátt hafi breyst varðandi málið undanfarnar vikur. Enn sé talið að hrein tilviljun hafi ráðið því að Birna Brjánsdóttir fór upp í bílinn sem skipverjinn hafði til umráða og ekkert bendi til þess að Birna og Thomas hafi mælt sér mót áður eða átt í neinskonar samskiptum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Annar skipverji, sem sat í gæsluvarðhald í tvær vikur, grunaður um aðild að málinu hefur enn réttarstöðu grunaðs manns þrátt fyrir að hafa verið látinn laus úr haldi og sé kominn til Grænlands. Hann er ekki grunaður um að vera valdur að dauða Birnu en Grímur segir að héraðssaksóknari komi til með að taka ákvörðun um hvort hann verði ákærður fyrir aðild að hvarfi Birnu eða þau atriði sem snúi að honum verði látin niður falla. Lögreglan hefur ekki átt í neinum samskiptum við manninn síðan hann fór aftur heim til Grænlands og til að mynda ekki stofnað til samvinnu við grænlensk lögregluyfirvöld um frekari yfirheyrslur. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr i mánuðinum er Thomas vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Þrátt fyrir að hann sé ekki lengur í einangrun dvelur hann einn í álmu og hittir ekki aðra fanga. Hann hefur þó aðgang að verslun, líkamsrækt og bókasafni. Fréttin birtist fyrstur í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Lokayfirheyrsla fer fram í dag yfir Thomasi Møller Olsen sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Maðurinn hefur ekki játað á sig ódæðið en lokayfirheyrslan er fastur liður í því að ljúka rannsókn málsins. Til stendur að senda málið til héraðssaksóknara á föstudag. Héraðssaksóknari hefur fjórar vikur til að taka ákvörðun um framhald málsins og gefa út ákæru í kjölfarið, telji saksóknari næg sönnunargögn hníga að sekt Thomasar. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því hvaða ásetningur lá að baki þess að Birnu var ráðinn bani. Grímur Grímsson, sem farið hefur fyrir rannsókninni, staðfestir að vegna þess hafi meðal annars verið rannsakað hvort Birna hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, eða tilraun til kynferðisofbeldis, í rauðu Kia Rio bifreiðinni áður en hún var myrt. Grímur vill þó ekki gefa upp hverjar niðurstöður lögreglu séu af þeim hluta rannsóknarinnar. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp nein nákvæmnisatriði í rannsókninni eftir að mál tóku að skýrast, búið var að handtaka hinn grunaða og lík Birnu hafði fundist. Þó hefur komið fram að lífsýni tengi Birnu og skipverjann saman auk þess sem fullvíst er að Birna var farþegi í bíl hans. Talið er að maðurinn hafi banað Birnu á milli sex og sjö í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn.Grímur Grímssonvísir/anton brinkGrímur segir að fátt hafi breyst varðandi málið undanfarnar vikur. Enn sé talið að hrein tilviljun hafi ráðið því að Birna Brjánsdóttir fór upp í bílinn sem skipverjinn hafði til umráða og ekkert bendi til þess að Birna og Thomas hafi mælt sér mót áður eða átt í neinskonar samskiptum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Annar skipverji, sem sat í gæsluvarðhald í tvær vikur, grunaður um aðild að málinu hefur enn réttarstöðu grunaðs manns þrátt fyrir að hafa verið látinn laus úr haldi og sé kominn til Grænlands. Hann er ekki grunaður um að vera valdur að dauða Birnu en Grímur segir að héraðssaksóknari komi til með að taka ákvörðun um hvort hann verði ákærður fyrir aðild að hvarfi Birnu eða þau atriði sem snúi að honum verði látin niður falla. Lögreglan hefur ekki átt í neinum samskiptum við manninn síðan hann fór aftur heim til Grænlands og til að mynda ekki stofnað til samvinnu við grænlensk lögregluyfirvöld um frekari yfirheyrslur. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr i mánuðinum er Thomas vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Þrátt fyrir að hann sé ekki lengur í einangrun dvelur hann einn í álmu og hittir ekki aðra fanga. Hann hefur þó aðgang að verslun, líkamsrækt og bókasafni. Fréttin birtist fyrstur í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira