Rúmlega þrjátíu fangelsisdómar fyrndust í fyrra Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2017 12:35 Frá Litla-Hrauni. vísir/anton Á síðasta ári fyrndust þrjátíu og fjórir fangelsisdómar þar sem of langur tími var liðinn frá dómuppkvaðninu þar til afplánun gat hafist. Fangelsismálastjóri vonar að hægt verði að koma í veg fyrir fyrningu dóma á næstu misserum með fjölgun refsiúrræða, en önnur úrræði en fangelsun hafi gefið góða raun.Morgunblaðið greinir frá því í dag að 550 manns bíði þess í dag að geta hafið afplánun í fangelsum landsins og hefur þeim fjölgað um 25 frá síðasta ári. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir þetta eðlilegt miðað við stöðu mála, þar sem tveimur fangelsum, Kvennafangelsinu í Kópavogi og Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, hafi verið lokað í fyrra og hitteðfyrra. Þá hafi nýja fangelsið á Hólmsheiði ekki verið tekið í notun fyrr en í nóvember á síðasta ári. „Þannig að það tekur tíma að vinda ofan af þessu. Auðvitað eru allir óþreyjufullir að vinna á þessum lista en þetta tekur sinn tíma. Við erum með56 pláss uppi á Hólmsheiði og við þurfum að fylla fangelsið hægt og rólega.Þetta er bara þolinmæðisverk,“ segir Páll.Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Anton BrinkHann voni að hægt verði að fækka á boðunarlistanum með því að fleiri afpláni með samfélagsþjónustu í stað þess að fara á bakvið lás og slá. Þá hafi önnur úrræði eins og rafrænt eftirlit verið aukin sem muni hjálpa til þegar fram líði stundir. En á undanförnum árum hafi færst í aukana að dómar fyrnist vegna skorts á rýmum og öðrum refsiúrræðum. „Og það er nú það fyrsta sem við ætlum að reyna að koma í veg fyrir eða stoppa nánast alfarið að refsingar fyrnist. Þess vegna leggjum við áherslu á að boða núna inn þá sem eru með refsingu sem er að fyrnast,“ segir Páll. Hann telji að það ætti að takast á næstu misserum. Páll segir að Alþingi hafi samþykkt ný lög í fyrra þar sem rýmkað var fyrir samfélagsþjónustu, reynslulausn og rafrænu eftirliti með brotafólki í stað fangelsunar. Þá sé búið að þrefalda fjölda í opnum fangelsum og hugsanlega megi gera enn meira þar. Páll telur ekki þörf á fjölgun fangelsisrýma á næstu árum, en þeim hafi fjölgað um 30 með tilkomu Hólmsheiðar. „Ég legg nú meiri áherslu á að aðbúnaðurinn sé í lagi í því húsnæði sem við höfum. Við erum einmitt að fara í endurbætur á einu húsanna á Litla hrauni. Við munum loka því í þrjá mánuði í sumar,“ segir fangenslismálastjóri. Vinna þurfi frekar í öðrum úrræðum en innlokun í fangelsum enda hafi reynslan sýnt að þau reynist vel. „Engin spurning. Við erum með lægsta endurkomutíðni á Norðurlöndunum í samfélagsþjónustu. Samfélagsþjónustan á Norðurlöndunum er hvergi eins mikið notuð og á Íslandi. Við höfum verið að prófa okkur áfram með öklabönd, eða rafrænt eftirlit í lok lengri afplánunar og það er búið að rýmka það líka. Vistun á áfangaheimilum hefur líka verið lengd. Þannig að við erum að berjast á öllum sviðum,“ segir Páll Winkel. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Á síðasta ári fyrndust þrjátíu og fjórir fangelsisdómar þar sem of langur tími var liðinn frá dómuppkvaðninu þar til afplánun gat hafist. Fangelsismálastjóri vonar að hægt verði að koma í veg fyrir fyrningu dóma á næstu misserum með fjölgun refsiúrræða, en önnur úrræði en fangelsun hafi gefið góða raun.Morgunblaðið greinir frá því í dag að 550 manns bíði þess í dag að geta hafið afplánun í fangelsum landsins og hefur þeim fjölgað um 25 frá síðasta ári. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir þetta eðlilegt miðað við stöðu mála, þar sem tveimur fangelsum, Kvennafangelsinu í Kópavogi og Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, hafi verið lokað í fyrra og hitteðfyrra. Þá hafi nýja fangelsið á Hólmsheiði ekki verið tekið í notun fyrr en í nóvember á síðasta ári. „Þannig að það tekur tíma að vinda ofan af þessu. Auðvitað eru allir óþreyjufullir að vinna á þessum lista en þetta tekur sinn tíma. Við erum með56 pláss uppi á Hólmsheiði og við þurfum að fylla fangelsið hægt og rólega.Þetta er bara þolinmæðisverk,“ segir Páll.Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Anton BrinkHann voni að hægt verði að fækka á boðunarlistanum með því að fleiri afpláni með samfélagsþjónustu í stað þess að fara á bakvið lás og slá. Þá hafi önnur úrræði eins og rafrænt eftirlit verið aukin sem muni hjálpa til þegar fram líði stundir. En á undanförnum árum hafi færst í aukana að dómar fyrnist vegna skorts á rýmum og öðrum refsiúrræðum. „Og það er nú það fyrsta sem við ætlum að reyna að koma í veg fyrir eða stoppa nánast alfarið að refsingar fyrnist. Þess vegna leggjum við áherslu á að boða núna inn þá sem eru með refsingu sem er að fyrnast,“ segir Páll. Hann telji að það ætti að takast á næstu misserum. Páll segir að Alþingi hafi samþykkt ný lög í fyrra þar sem rýmkað var fyrir samfélagsþjónustu, reynslulausn og rafrænu eftirliti með brotafólki í stað fangelsunar. Þá sé búið að þrefalda fjölda í opnum fangelsum og hugsanlega megi gera enn meira þar. Páll telur ekki þörf á fjölgun fangelsisrýma á næstu árum, en þeim hafi fjölgað um 30 með tilkomu Hólmsheiðar. „Ég legg nú meiri áherslu á að aðbúnaðurinn sé í lagi í því húsnæði sem við höfum. Við erum einmitt að fara í endurbætur á einu húsanna á Litla hrauni. Við munum loka því í þrjá mánuði í sumar,“ segir fangenslismálastjóri. Vinna þurfi frekar í öðrum úrræðum en innlokun í fangelsum enda hafi reynslan sýnt að þau reynist vel. „Engin spurning. Við erum með lægsta endurkomutíðni á Norðurlöndunum í samfélagsþjónustu. Samfélagsþjónustan á Norðurlöndunum er hvergi eins mikið notuð og á Íslandi. Við höfum verið að prófa okkur áfram með öklabönd, eða rafrænt eftirlit í lok lengri afplánunar og það er búið að rýmka það líka. Vistun á áfangaheimilum hefur líka verið lengd. Þannig að við erum að berjast á öllum sviðum,“ segir Páll Winkel.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira