Ölduspá og viðvörunarkerfi í Reynisfjöru Garðar Örn Úlfarsson og Svavar Hávarðsson skrifa 15. mars 2017 06:00 Stöðugt leika ferðamenn sér að eldinum, en nýtt viðvörunarkerfi gæti bætt ástandið. vísir/vilhelm Þróuð verður ölduspá og viðvörunarkerfi fyrir ferðamannafjörurnar á Suðurlandi; Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Þetta er ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, og samkvæmt tillögu vinnuhóps Stjórnstöðvar ferðamála um brýnar úrbætur í öryggismálum. Markmiðið með verkefninu er að geta spáð um það með nokkurra daga fyrirvara hvenær hættulegar aðstæður skapast, svo að hægt verði að vara sérstaklega við því og mögulega auka gæslu, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Til að þetta sé unnt þarf að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp ýmiss konar búnað, og er þess vænst að hægt verði að taka kerfið í notkun strax á þessu ári. Ráðherra hefur óskað formlega eftir því við Ferðamálastofu að hún gangi til samninga við Vegagerðina um framkvæmd á verkefninu. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á rúmar 20 milljónir króna og hefur ráðherra ákveðið að nýta í verkefnið fé sem lagt var til hliðar af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á síðasta ári í þágu öryggismála. Ráðherra kynnir verkefnið formlega á blaðamannafundi í dag þar sem einnig verður greint frá rúmlega 600 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til 58 verkefna víðsvegar um landið. Fréttablaðið fjallaði um málið í byrjun febrúar, og talaði þá við Sigurð Sigurðarson, strandverkfræðing hjá Vegagerðinni, en hugmyndin er hans. Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, segir lögregluna hafa verið með nokkrar hugmyndir varðandi öryggi í Reynisfjöru í samstarfi við mismunandi aðila. Ein þeirra sé að nota öldulíkan Vegagerðarinnar til að spá um hættulegar öldur. „Hugmyndin er að það liggi alltaf fyrir spá einhverja daga fram í tímann. Hugmyndin er líka að vera með einhver ljósamerki á staðnum þá daga sem aðstæður eru verri og full ástæða til að vera með blikkljós og fána eða eitthvað slíkt,“ segir Víðir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni leggur til að ölduspákerfi stofnunarinnar verði nýtt til að setja upp viðvörunarkerfi í Reynis- og Kirkjufjöru. 6. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Þróuð verður ölduspá og viðvörunarkerfi fyrir ferðamannafjörurnar á Suðurlandi; Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Þetta er ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, og samkvæmt tillögu vinnuhóps Stjórnstöðvar ferðamála um brýnar úrbætur í öryggismálum. Markmiðið með verkefninu er að geta spáð um það með nokkurra daga fyrirvara hvenær hættulegar aðstæður skapast, svo að hægt verði að vara sérstaklega við því og mögulega auka gæslu, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Til að þetta sé unnt þarf að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp ýmiss konar búnað, og er þess vænst að hægt verði að taka kerfið í notkun strax á þessu ári. Ráðherra hefur óskað formlega eftir því við Ferðamálastofu að hún gangi til samninga við Vegagerðina um framkvæmd á verkefninu. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á rúmar 20 milljónir króna og hefur ráðherra ákveðið að nýta í verkefnið fé sem lagt var til hliðar af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á síðasta ári í þágu öryggismála. Ráðherra kynnir verkefnið formlega á blaðamannafundi í dag þar sem einnig verður greint frá rúmlega 600 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til 58 verkefna víðsvegar um landið. Fréttablaðið fjallaði um málið í byrjun febrúar, og talaði þá við Sigurð Sigurðarson, strandverkfræðing hjá Vegagerðinni, en hugmyndin er hans. Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, segir lögregluna hafa verið með nokkrar hugmyndir varðandi öryggi í Reynisfjöru í samstarfi við mismunandi aðila. Ein þeirra sé að nota öldulíkan Vegagerðarinnar til að spá um hættulegar öldur. „Hugmyndin er að það liggi alltaf fyrir spá einhverja daga fram í tímann. Hugmyndin er líka að vera með einhver ljósamerki á staðnum þá daga sem aðstæður eru verri og full ástæða til að vera með blikkljós og fána eða eitthvað slíkt,“ segir Víðir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni leggur til að ölduspákerfi stofnunarinnar verði nýtt til að setja upp viðvörunarkerfi í Reynis- og Kirkjufjöru. 6. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni leggur til að ölduspákerfi stofnunarinnar verði nýtt til að setja upp viðvörunarkerfi í Reynis- og Kirkjufjöru. 6. febrúar 2017 08:00