Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 21:30 Wes Morgan fagnar marki sínu. Vísir/Getty Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester City vann þar með 3-2 samanlagt. Liðið var illa leikið í fyrri hálfleik í fyrri leiknum en náði marki í lokin sem reyndist heldur betur mikilvægt í kvöld. Eins og í fyrri leiknum varði markvörðurinn Kasper Schmeichel oft frábærlega og þar meðal eina vítaspyrnu frá leikmönnum Sevilla. Kasper varði því vítaspyrnu í báðum leikjum. Leicester City hefur nú leikið þrjá leiki undir stjórn Craig Shakespeare, unnið þá alla og markatalan er 8-2. Það hefur því heldur betur borgað sig að reka Claudio Ranieri. Wes Morgan kom Leicester 1-0 á 27. mínútu en hafði smá heppni með sér. Aukaspyrna Riyad Mahrez fór þá af fyrirliðanum á fjærstönginni og í markið. Það var ekki að sjá að Wes Morgan hafi mikið um það að segja hvar boltinn endaði en sem betur fyrir Leiceser fór hann í markið. Leikmenn og stuðningsmenn Leicester fögnuðu gríðarlega enda liðið komið yfir og í stöðu sem myndi skila þeim áfram í átta liða úrslitin. Marc Albrighton bætti við öðru marki eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.Fyrirgjöf Riyad Mahrez var skölluð til hans og hann náði góðu skoti í bláhornið af vítateigslínunni. Leicester komið í 2-0 og sæti í átta liða úrslitunum í sjónmáli. Staðan var enn betri fyrir Leicester-menn þegar Samir Nasri fékk sitt annað gula spjald á 74. mínútu fyrir að skalla Jamie Vardy. Vardy veiddi þetta spjald á Frakkann sem trylltist eftir að hann fékk rauða spjaldið. Kasper Schmeichel sá til þess að staðan var enn 2-0 þegar hann varði vítaspyrnu frá Steven N'Zonzi á 78. mínútu en Schmeichel braut sjálfur af sér. Schmeichel varði þar með vítaspyrnu í báðum leikjum liðanna. Sevilla reyndi að ná markinu í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu en Leicester-menn héldu út og tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester City vann þar með 3-2 samanlagt. Liðið var illa leikið í fyrri hálfleik í fyrri leiknum en náði marki í lokin sem reyndist heldur betur mikilvægt í kvöld. Eins og í fyrri leiknum varði markvörðurinn Kasper Schmeichel oft frábærlega og þar meðal eina vítaspyrnu frá leikmönnum Sevilla. Kasper varði því vítaspyrnu í báðum leikjum. Leicester City hefur nú leikið þrjá leiki undir stjórn Craig Shakespeare, unnið þá alla og markatalan er 8-2. Það hefur því heldur betur borgað sig að reka Claudio Ranieri. Wes Morgan kom Leicester 1-0 á 27. mínútu en hafði smá heppni með sér. Aukaspyrna Riyad Mahrez fór þá af fyrirliðanum á fjærstönginni og í markið. Það var ekki að sjá að Wes Morgan hafi mikið um það að segja hvar boltinn endaði en sem betur fyrir Leiceser fór hann í markið. Leikmenn og stuðningsmenn Leicester fögnuðu gríðarlega enda liðið komið yfir og í stöðu sem myndi skila þeim áfram í átta liða úrslitin. Marc Albrighton bætti við öðru marki eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.Fyrirgjöf Riyad Mahrez var skölluð til hans og hann náði góðu skoti í bláhornið af vítateigslínunni. Leicester komið í 2-0 og sæti í átta liða úrslitunum í sjónmáli. Staðan var enn betri fyrir Leicester-menn þegar Samir Nasri fékk sitt annað gula spjald á 74. mínútu fyrir að skalla Jamie Vardy. Vardy veiddi þetta spjald á Frakkann sem trylltist eftir að hann fékk rauða spjaldið. Kasper Schmeichel sá til þess að staðan var enn 2-0 þegar hann varði vítaspyrnu frá Steven N'Zonzi á 78. mínútu en Schmeichel braut sjálfur af sér. Schmeichel varði þar með vítaspyrnu í báðum leikjum liðanna. Sevilla reyndi að ná markinu í lokin sem hefði komið leiknum í framlengingu en Leicester-menn héldu út og tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira