Förum varlega Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. mars 2017 07:00 Ríkisstjórnin kynnti á sunnudag síðasta áfangann í áætlun um losun fjármagnshafta. Fulla losun hafta á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Með breytingum á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál sem taka gildi í dag lýkur vegferð sem hófst í nóvember 2008 þegar höftum var komið á í þeim tilgangi að verja lífskjör almennings. Að vísu stendur eftir heimildin sem Alþingi lögfesti 27. nóvember 2008 enda verða ýmsar takmarkanir á fjármagnshreyfingum með það fyrir augum að verja fjármálastöðugleika í landinu. Svo sem ýmsar takmarkanir á innflæði til að hafa taumhald á vaxtamunarviðskiptum. Venjulegt launafólk sem hefur tekjur í íslenskum krónum mun ekki finna fyrir breytingunni enda var meginþorri almennings laus undan höftum um síðustu áramót þegar heimildir til fjármagnshreyfinga í erlendum gjaldeyri voru rýmkaðar upp að 100 milljónum króna. Hins vegar er afnám hafta risavaxið skref fyrir lífeyrissjóði sem þurfa ekki lengur að reiða sig á undanþágur eða rýmkaðar heimildir til fjárfestinga. Lífeyrissjóðirnir geta nú kerfisbundið farið að byggja upp eignasöfn sín erlendis enda hefur eignahlutfall þeirra í gjaldeyri verið of lágt. Stærstur hluti neyslu lífeyrisþega framtíðarinnar er í formi innflutnings á vöru og þjónustu. Æskilegt væri að hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða væri að lágmarki 50 prósent en það hefur verið 22-23 prósent. Fullt afnám hafta er því mikilvægt og jákvætt skref fyrir almenning í landinu, skjólstæðinga lífeyriskerfisins. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherra að góðar aðstæður séu til afnáms hafta núna. Það er mikill uppgangur í efnahagslífinu sem byggist á traustum stoðum verðmætasköpunar í ferðaþjónustu og sjávarútvegi en ekki lántökum í útlöndum líkt og í síðasta góðæri. Greiðslujafnaðarvandi þjóðarbúsins hefur verið leystur. Þá er Ísland ekki lengur í hópi skuldara í útlöndum eftir að hrein erlend staða þjóðarbúsins varð jákvæð á síðasta ári í fyrsta skipti frá því mælingar hófust eftir seinna stríð. Með því er Ísland orðið lánardrottinn erlendis og komið í hóp með ríkjum eins og Austurríki, Sviss og Noregi. Vandi fylgir vegsemd hverri og fullt afnám hafta gerir miklar kröfur til okkar sem þjóðar. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að bankarnir geti ekki farið að vaxa á ný í útlöndum í skjóli gjaldeyrisforðans sem í lok febrúar var 809 milljarðar króna. Við megum ekki endurtaka mistökin frá árunum 2003-2008. Best væri ef bankarnir væru skattlagðir og þeir látnir greiða kostnaðinn við rekstur gjaldeyrisforðans því þeir njóta góðs af honum þar sem Seðlabankinn er lánveitandi til þrautavara. Slíkt þarf að koma til framkvæmda áður en ríkið selur hlut sinn í Íslandsbanka og Landsbankanum. Seðlabankinn fékk sérstök þjóðhagsvarúðartæki til að beita eftir afnám hafta. Það er mikilvægt að Seðlabankinn standi vaktina og beiti þessum valdheimildum af festu með það fyrir augum að verja lífskjör almennings. Við þurfum að fara varlega og læra af mistökum fortíðar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti á sunnudag síðasta áfangann í áætlun um losun fjármagnshafta. Fulla losun hafta á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Með breytingum á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál sem taka gildi í dag lýkur vegferð sem hófst í nóvember 2008 þegar höftum var komið á í þeim tilgangi að verja lífskjör almennings. Að vísu stendur eftir heimildin sem Alþingi lögfesti 27. nóvember 2008 enda verða ýmsar takmarkanir á fjármagnshreyfingum með það fyrir augum að verja fjármálastöðugleika í landinu. Svo sem ýmsar takmarkanir á innflæði til að hafa taumhald á vaxtamunarviðskiptum. Venjulegt launafólk sem hefur tekjur í íslenskum krónum mun ekki finna fyrir breytingunni enda var meginþorri almennings laus undan höftum um síðustu áramót þegar heimildir til fjármagnshreyfinga í erlendum gjaldeyri voru rýmkaðar upp að 100 milljónum króna. Hins vegar er afnám hafta risavaxið skref fyrir lífeyrissjóði sem þurfa ekki lengur að reiða sig á undanþágur eða rýmkaðar heimildir til fjárfestinga. Lífeyrissjóðirnir geta nú kerfisbundið farið að byggja upp eignasöfn sín erlendis enda hefur eignahlutfall þeirra í gjaldeyri verið of lágt. Stærstur hluti neyslu lífeyrisþega framtíðarinnar er í formi innflutnings á vöru og þjónustu. Æskilegt væri að hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða væri að lágmarki 50 prósent en það hefur verið 22-23 prósent. Fullt afnám hafta er því mikilvægt og jákvætt skref fyrir almenning í landinu, skjólstæðinga lífeyriskerfisins. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherra að góðar aðstæður séu til afnáms hafta núna. Það er mikill uppgangur í efnahagslífinu sem byggist á traustum stoðum verðmætasköpunar í ferðaþjónustu og sjávarútvegi en ekki lántökum í útlöndum líkt og í síðasta góðæri. Greiðslujafnaðarvandi þjóðarbúsins hefur verið leystur. Þá er Ísland ekki lengur í hópi skuldara í útlöndum eftir að hrein erlend staða þjóðarbúsins varð jákvæð á síðasta ári í fyrsta skipti frá því mælingar hófust eftir seinna stríð. Með því er Ísland orðið lánardrottinn erlendis og komið í hóp með ríkjum eins og Austurríki, Sviss og Noregi. Vandi fylgir vegsemd hverri og fullt afnám hafta gerir miklar kröfur til okkar sem þjóðar. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að bankarnir geti ekki farið að vaxa á ný í útlöndum í skjóli gjaldeyrisforðans sem í lok febrúar var 809 milljarðar króna. Við megum ekki endurtaka mistökin frá árunum 2003-2008. Best væri ef bankarnir væru skattlagðir og þeir látnir greiða kostnaðinn við rekstur gjaldeyrisforðans því þeir njóta góðs af honum þar sem Seðlabankinn er lánveitandi til þrautavara. Slíkt þarf að koma til framkvæmda áður en ríkið selur hlut sinn í Íslandsbanka og Landsbankanum. Seðlabankinn fékk sérstök þjóðhagsvarúðartæki til að beita eftir afnám hafta. Það er mikilvægt að Seðlabankinn standi vaktina og beiti þessum valdheimildum af festu með það fyrir augum að verja lífskjör almennings. Við þurfum að fara varlega og læra af mistökum fortíðar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun