Fullu afnámi hafta vonandi fylgt eftir með vaxtalækkun Almar Guðmundsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Helga Árnadóttir skrifa 14. mars 2017 07:00 Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. Íslenskt hagkerfi stendur á traustum grunni um þessar mundir og eru Íslendingar reiðubúnir, þó fyrr hefði verið, til að verða aftur þátttakendur á alþjóðamörkuðum í gegnum opið og frjálst hagkerfi. Þrátt fyrir að verðbólga hafi nú mælst undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 36 mánuði samfleytt þá er vaxtastigið í dag nánast hið sama og fyrir þremur árum síðan. Fullt afnám hafta og heilbrigður hagvöxtur ofan í eina hæstu raunvexti í heimi gerir íslenskt hagkerfi eftirsóknarvert umhverfi fyrir fjármagn um þessar mundir. Mikilvægt er að Seðlabankinn gefi kunnuglegum hættumerkjum meiri gaum, en sú mikla styrking krónunnar sem verið hefur undanfarin misseri grefur hratt undan samkeppnisstöðu útflutningsgreina. Er það áhyggjuefni þar sem að vöxtur útflutningsgreina hefur öðru fremur myndað grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag.Ótrúlegar hagvaxtartölur Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti síðustu viku mældist hagvöxtur 7,2%. Hefur hann ekki verið meiri frá árinu 2007 og er í raun úr öllum takti við það sem er að gerast hjá öðrum þróuðum ríkjum. Eins konar nýmarkaðshagvöxtur. Samanborið við vöxtinn árið 2007 þá er staðan mun heilbrigðari nú þar sem hagvöxturinn er drifinn áfram af óskuldsettri einkaneyslu, fjárfestingu og miklum vexti útflutnings. Er það nýlunda á Íslandi að samfara svo miklum hagvexti er á sama tíma að mælast viðskiptaafgangur sem nemur 8% af landsframleiðslu.Ekki má líta framhjá hættumerkjunum Undirliggjandi staða þjóðarbúsins er afskaplega sterk. Engu að síður er óábyrgt annað en að gefa kunnuglegum hættumerkjum gaum. Sú mikla gengisstyrking sem verið hefur undanfarin misseri er þegar farin að koma niður á samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega og þrátt fyrir allar þær góðu fréttir sem frá Hagstofunni og stjórnvöldum berast þá er það grafalvarleg staða. Útflutningsgreinarnar hafa gegnt lykilhlutverki í hagvexti undanfarinna ára og verði þær fyrir miklum búsifjum mun það fljótt koma niður á öðrum geirum atvinnulífsins, launafólki og opinberum aðilum. Á sama tíma og gengið styrkist greiða íslensk fyrirtæki heimsins hæstu raunvexti um leið og þau standa straum miklum launahækkunum. Slík blanda verður til lengdar eitraður kokteill og á endanum verður eitthvað undan að gefa. Þetta er staðan eins og hún birtist okkur og er það vonandi að nefndarmenn peningastefnunefndar líti málin svipuðum augum og lækki því stýrivexti á næsta fundi sínum sem ber upp á miðvikudagsmorguninn 15. mars, í fyrramálið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir Helga Árnadóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. Íslenskt hagkerfi stendur á traustum grunni um þessar mundir og eru Íslendingar reiðubúnir, þó fyrr hefði verið, til að verða aftur þátttakendur á alþjóðamörkuðum í gegnum opið og frjálst hagkerfi. Þrátt fyrir að verðbólga hafi nú mælst undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 36 mánuði samfleytt þá er vaxtastigið í dag nánast hið sama og fyrir þremur árum síðan. Fullt afnám hafta og heilbrigður hagvöxtur ofan í eina hæstu raunvexti í heimi gerir íslenskt hagkerfi eftirsóknarvert umhverfi fyrir fjármagn um þessar mundir. Mikilvægt er að Seðlabankinn gefi kunnuglegum hættumerkjum meiri gaum, en sú mikla styrking krónunnar sem verið hefur undanfarin misseri grefur hratt undan samkeppnisstöðu útflutningsgreina. Er það áhyggjuefni þar sem að vöxtur útflutningsgreina hefur öðru fremur myndað grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag.Ótrúlegar hagvaxtartölur Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti síðustu viku mældist hagvöxtur 7,2%. Hefur hann ekki verið meiri frá árinu 2007 og er í raun úr öllum takti við það sem er að gerast hjá öðrum þróuðum ríkjum. Eins konar nýmarkaðshagvöxtur. Samanborið við vöxtinn árið 2007 þá er staðan mun heilbrigðari nú þar sem hagvöxturinn er drifinn áfram af óskuldsettri einkaneyslu, fjárfestingu og miklum vexti útflutnings. Er það nýlunda á Íslandi að samfara svo miklum hagvexti er á sama tíma að mælast viðskiptaafgangur sem nemur 8% af landsframleiðslu.Ekki má líta framhjá hættumerkjunum Undirliggjandi staða þjóðarbúsins er afskaplega sterk. Engu að síður er óábyrgt annað en að gefa kunnuglegum hættumerkjum gaum. Sú mikla gengisstyrking sem verið hefur undanfarin misseri er þegar farin að koma niður á samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega og þrátt fyrir allar þær góðu fréttir sem frá Hagstofunni og stjórnvöldum berast þá er það grafalvarleg staða. Útflutningsgreinarnar hafa gegnt lykilhlutverki í hagvexti undanfarinna ára og verði þær fyrir miklum búsifjum mun það fljótt koma niður á öðrum geirum atvinnulífsins, launafólki og opinberum aðilum. Á sama tíma og gengið styrkist greiða íslensk fyrirtæki heimsins hæstu raunvexti um leið og þau standa straum miklum launahækkunum. Slík blanda verður til lengdar eitraður kokteill og á endanum verður eitthvað undan að gefa. Þetta er staðan eins og hún birtist okkur og er það vonandi að nefndarmenn peningastefnunefndar líti málin svipuðum augum og lækki því stýrivexti á næsta fundi sínum sem ber upp á miðvikudagsmorguninn 15. mars, í fyrramálið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar