Engar öfgar hjá Heilsuborg 13. mars 2017 10:00 Jóhanna Vigdís hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Hún hóf störf hjá Samtökum iðnaðarins fyrir fáum vikum og er í einu aðalhlutverkanna í Mamma Mía sem hefur gengið fyrir fullu húsi í meira en ár. Þrátt fyrir miklar annir mætir Hansa, eins og hún er alltaf kölluð, reglulega í ræktina hjá Heilsuborg og segist finna mikinn mun á sér ef hún gefur sér ekki tíma til að sinna heilsunni.„Ég hef æft hjá Heilsuborg frá því að hún var opnuð. Þegar Anna Borg, vinkona mín, stofnaði Heilsuborg í félagi við Erlu Gerði Sveinsdóttur heimilislækni ákvað ég strax að æfa þar. Ég reyni að mæta eins oft og ég get, enda líður mér best þegar ég hreyfi mig reglulega.“Unnið með einstaklinginn Í gegnum tíðina hefur Hansa mætt allt að sex sinnum í viku í Heilsuborg, ekki síst þegar hún þarf að koma sér í gott form fyrir leiksýningar. Hjá Heilsuborg hefur frá upphafi verið lögð áhersla á samþætta nálgun til að aðstoða einstaklinga við að byggja upp og viðhalda góðri heilsu í daglegu lífi. „Það sem mér finnst svo skemmtilegt við Heilsuborg er að þar er unnið með hvern og einn. Við erum nokkrar í morgunhópi sem mætum á milli níu og tíu og erum þá með þjálfara með okkur. Það eru mismunandi tímar allan daginn og þeir sem þurfa að mæta snemma í vinnuna geta komið klukkan 6.20 og svo eru auðvitað tímar seinnipart dags. Svo getur fólk auðvitað mætt til að stunda líkamsræktina eina og sér,“ segir Hansa.Engin boð og bönn Þjálfarar Heilsuborgar eru allir vel menntaðir, hver á sínu sviði. „Mér finnst það mikill kostur. Hér eru sjúkraþjálfarar, íþróttafræðingar og læknar sem veita manni gott aðhald og það er fylgst vel með manni. Hægt er að fá góð ráð um mataræðið en það eru engin boð og bönn, sem er gott fyrir fólk eins og mig sem elskar að vera til og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Nálgunin er öll á skynsamlegum nótum,“ segir Hansa, sem er ekki hrifin af neinum öfgum. „Mér var t.d. ráðlagt að borða meira af grænmeti og ávöxtum og minnka neyslu á brauði, pasta, kaffi og áfengi en það er samt ekkert bannað.“ Eftir að Hansa fór að vinna hjá Samtökum iðnaðarins hefur hún fundið meiri þörf fyrir að mæta í ræktina því hún hreyfir sig minna í því starfi en í leikhúsinu. „Markmiðið er að mæta fimm sinnum í viku. Hins vegar er ég alveg sátt við sjálfa mig hvort sem ég næ því eða ekki og dreg mig ekkert niður þótt ég nái aðeins þremur skiptum vikulega.“„Það kostar ekkert að kynna sér málið,” segir Hansa. „Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum.“ MYND/STEFÁNHagnýt námskeiðHjá Heilsuborg er hugræktin ekki síður mikilvæg en líkamsræktin, að sögn Hönsu. „Þar er reynt að kafa dýpra og finna út hvers vegna fólk hefur tamið sér ákveðinn lífsstíl. Oft eru hreyfingaleysi og slæmt mataræði afleiðingar af einhverju öðru. Fólk fær hjálp með þetta og persónulega þjónustu. Sjálf finn ég áhugann og kærleikann streyma frá starfsfólkinu.“ Hjá Heilsuborg eru reglulega námskeið og fyrirlestrar og hefur Hansa nýtt sér það. „Stress leggst þannig í mig að ég sef ekki vel. Ég fór því á námskeið um svefn og hef heilmikið notfært mér það sem ég lærði þar,“ segir Hansa sem mælir með Heilsuborg fyrir alla sem vilja hafa líkamsrækt sem fastan punkt í sínu lífi og taka upp heilbrigðan lífsstíl. Innt eftir því hvort hún ætli sér alveg að hverfa af leiksviðinu segir hún að sig hafi langað til að prófa að skipta um vettvang og vera í „venjulegri“ vinnu. „Ég fékk launalaust ársleyfi frá Borgarleikhúsinu frá og með næsta hausti en ég mun halda áfram að leika í Mamma Mía þar til sýningum verður hætt. Það er ekkert lát á aðsókninni og verið að selja miða fram í maí. Ég ætla bara að sjá til hvernig mér líkar að vinna utan leikhússins og þetta er fyrsta skrefið í þá átt."Heilsulausnir – Léttara líf eru vinsælastar Heilsulausnir – Léttara líf er vinsælasta námskeið Heilsuborgar frá upphafi, enda er þar tekið á öllum þeim þáttum sem stuðla að góðri heilsu. Áherslan er á að ná árangri sem endist. „Það er nefnilega lítið mál að fara í átak en flóknara að halda árangrinum þegar venjulega lífið tekur við. Í Heilsuborg lærir maður þetta allt“ segir Hansa.Kynningarfundur um Heilsulausnir er haldinn í Heilsuborg á morgun, þriðjudaginn 14. mars, kl. 17.30 í Faxafeni 14. Hansa hvetur þá sem eru að velta málunum fyrir sér til að mæta á fundinn og kynna sér það sem Heilsuborg hefur upp á að bjóða. „Það kostar ekkert að kynna sér málið,“ segir Hansa. „Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum.“ Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
Jóhanna Vigdís hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Hún hóf störf hjá Samtökum iðnaðarins fyrir fáum vikum og er í einu aðalhlutverkanna í Mamma Mía sem hefur gengið fyrir fullu húsi í meira en ár. Þrátt fyrir miklar annir mætir Hansa, eins og hún er alltaf kölluð, reglulega í ræktina hjá Heilsuborg og segist finna mikinn mun á sér ef hún gefur sér ekki tíma til að sinna heilsunni.„Ég hef æft hjá Heilsuborg frá því að hún var opnuð. Þegar Anna Borg, vinkona mín, stofnaði Heilsuborg í félagi við Erlu Gerði Sveinsdóttur heimilislækni ákvað ég strax að æfa þar. Ég reyni að mæta eins oft og ég get, enda líður mér best þegar ég hreyfi mig reglulega.“Unnið með einstaklinginn Í gegnum tíðina hefur Hansa mætt allt að sex sinnum í viku í Heilsuborg, ekki síst þegar hún þarf að koma sér í gott form fyrir leiksýningar. Hjá Heilsuborg hefur frá upphafi verið lögð áhersla á samþætta nálgun til að aðstoða einstaklinga við að byggja upp og viðhalda góðri heilsu í daglegu lífi. „Það sem mér finnst svo skemmtilegt við Heilsuborg er að þar er unnið með hvern og einn. Við erum nokkrar í morgunhópi sem mætum á milli níu og tíu og erum þá með þjálfara með okkur. Það eru mismunandi tímar allan daginn og þeir sem þurfa að mæta snemma í vinnuna geta komið klukkan 6.20 og svo eru auðvitað tímar seinnipart dags. Svo getur fólk auðvitað mætt til að stunda líkamsræktina eina og sér,“ segir Hansa.Engin boð og bönn Þjálfarar Heilsuborgar eru allir vel menntaðir, hver á sínu sviði. „Mér finnst það mikill kostur. Hér eru sjúkraþjálfarar, íþróttafræðingar og læknar sem veita manni gott aðhald og það er fylgst vel með manni. Hægt er að fá góð ráð um mataræðið en það eru engin boð og bönn, sem er gott fyrir fólk eins og mig sem elskar að vera til og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Nálgunin er öll á skynsamlegum nótum,“ segir Hansa, sem er ekki hrifin af neinum öfgum. „Mér var t.d. ráðlagt að borða meira af grænmeti og ávöxtum og minnka neyslu á brauði, pasta, kaffi og áfengi en það er samt ekkert bannað.“ Eftir að Hansa fór að vinna hjá Samtökum iðnaðarins hefur hún fundið meiri þörf fyrir að mæta í ræktina því hún hreyfir sig minna í því starfi en í leikhúsinu. „Markmiðið er að mæta fimm sinnum í viku. Hins vegar er ég alveg sátt við sjálfa mig hvort sem ég næ því eða ekki og dreg mig ekkert niður þótt ég nái aðeins þremur skiptum vikulega.“„Það kostar ekkert að kynna sér málið,” segir Hansa. „Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum.“ MYND/STEFÁNHagnýt námskeiðHjá Heilsuborg er hugræktin ekki síður mikilvæg en líkamsræktin, að sögn Hönsu. „Þar er reynt að kafa dýpra og finna út hvers vegna fólk hefur tamið sér ákveðinn lífsstíl. Oft eru hreyfingaleysi og slæmt mataræði afleiðingar af einhverju öðru. Fólk fær hjálp með þetta og persónulega þjónustu. Sjálf finn ég áhugann og kærleikann streyma frá starfsfólkinu.“ Hjá Heilsuborg eru reglulega námskeið og fyrirlestrar og hefur Hansa nýtt sér það. „Stress leggst þannig í mig að ég sef ekki vel. Ég fór því á námskeið um svefn og hef heilmikið notfært mér það sem ég lærði þar,“ segir Hansa sem mælir með Heilsuborg fyrir alla sem vilja hafa líkamsrækt sem fastan punkt í sínu lífi og taka upp heilbrigðan lífsstíl. Innt eftir því hvort hún ætli sér alveg að hverfa af leiksviðinu segir hún að sig hafi langað til að prófa að skipta um vettvang og vera í „venjulegri“ vinnu. „Ég fékk launalaust ársleyfi frá Borgarleikhúsinu frá og með næsta hausti en ég mun halda áfram að leika í Mamma Mía þar til sýningum verður hætt. Það er ekkert lát á aðsókninni og verið að selja miða fram í maí. Ég ætla bara að sjá til hvernig mér líkar að vinna utan leikhússins og þetta er fyrsta skrefið í þá átt."Heilsulausnir – Léttara líf eru vinsælastar Heilsulausnir – Léttara líf er vinsælasta námskeið Heilsuborgar frá upphafi, enda er þar tekið á öllum þeim þáttum sem stuðla að góðri heilsu. Áherslan er á að ná árangri sem endist. „Það er nefnilega lítið mál að fara í átak en flóknara að halda árangrinum þegar venjulega lífið tekur við. Í Heilsuborg lærir maður þetta allt“ segir Hansa.Kynningarfundur um Heilsulausnir er haldinn í Heilsuborg á morgun, þriðjudaginn 14. mars, kl. 17.30 í Faxafeni 14. Hansa hvetur þá sem eru að velta málunum fyrir sér til að mæta á fundinn og kynna sér það sem Heilsuborg hefur upp á að bjóða. „Það kostar ekkert að kynna sér málið,“ segir Hansa. „Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum.“
Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira