Góðgerðarsjóðir skila ársreikningum afar illa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. mars 2017 07:00 UNICEF Ísland er á meðal félaga sem hafði ekki skilað ársreikningum. Félagið hefur styrkt ýmis verkefni, meðal annars í Nepal. Mynd/UNICEF Rétt tæpur helmingur sjóða og sjálfseignarstofnana trassar skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar. Af þeim 725 sem eru á skrá hafa 387 skilað ársreikningi fyrir rekstrarárið 2015. Þar af skiluðu nokkrir tugir of seint. Ríkisendurskoðun sendi út ítrekun til þeirra aðila sem ekki höfðu skilað ársreikningi nú í lok janúar. Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar, heldur utan um skil sjóða og sjálfseignarstofnana á téðum ársreikningum. Að hans sögn eru það aðallega minni sjóðir sem trassa skil. „Þetta er auðvitað svolítið raunalegt að árangurinn sé ekki meiri en þessi. Ég kann ekki aðra skýringu á þessu en að þeir sem trassa þetta séu oftar en ekki mjög litlir sjóðir,“ segir Lárus. Jafnvel séu þeir sem hafa haft forsjá með umræddum sjóðum fallnir frá. „Stundum er þetta þó bara hefðbundinn trassaskapur,“ bætir Lárus við. „Svona er þetta búið að vera nokkuð lengi. Þeir skila seint og illa,“ segir Lárus. Hann segir stöðuna gjarnan vera þannig að reikningarnir séu til en annaðhvort hafi þeir ekki verið sendir til Ríkisendurskoðunar eða jafnvel sendir á rangan stað. „Það eru dæmi um að reikningar séu sendir á Ríkisskattstjóra en ekki á okkur,“ segir Lárus. Þá er gleymska ekki afsökun fyrir því að trassa skil. „Við erum með þessa sjóði á skrá og við sendum þeim ítrekanir. Það á ekki að fara á milli mála að við eigum að fá reikninga frá sjóðunum.“ Lárus segir Ríkisendurskoðun reyna eftir fremsta megni að kalla eftir reikningum. Takist það ekki sé haft samband við Sýslumanninn á Norðurlandi vestra sem annist framkvæmd laga um sjóði og stofnanir. „Síðan er jafnvel reynt að koma því þannig við að leggja þessa sjóði niður ef það tekst að grafa upp hver hefur forsjá með þeim,“ segir Lárus. Í versta falli sé hægt að kalla eftir lögreglurannsókn á ákveðnum sjóðum. Til þess hefur hins vegar aldrei komið svo Lárus muni til.Fréttablaðið rak augun í nafn UNICEF Íslands við yfirferð á sjóðum og stofnunum sem hafa ekki skilað ársreikningi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri vissi ekki af því fyrr en blaðamaður spurði hann út í ástæðuna. Í ljós kom að mistökin mætti rekja til endurskoðandans. „Vegna mistaka hjá Deloitte, endurskoðanda okkar, sendu þau ekki Ríkisendurskoðun ársreikninga okkar til skráningar árin 2014 og 2015 þótt reikningarnir hefðu sannarlega verið gerðir, samþykktir af stjórn og legið frammi til skoðunar hjá okkur,“ segir Bergsteinn og bætir við: „Við báðum endurskoðanda okkar um að senda ársreikningana til Ríkisendurskoðunar bæði árin og stóðum í þeirri trú að það hefði verið gert. Við munum fylgjast vandlega með þessu í framtíðinni og fá staðfestingu frá Ríkisendurskoðun um að endurskoðandi hafi sent ársreikning inn til skráningar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Rétt tæpur helmingur sjóða og sjálfseignarstofnana trassar skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar. Af þeim 725 sem eru á skrá hafa 387 skilað ársreikningi fyrir rekstrarárið 2015. Þar af skiluðu nokkrir tugir of seint. Ríkisendurskoðun sendi út ítrekun til þeirra aðila sem ekki höfðu skilað ársreikningi nú í lok janúar. Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar, heldur utan um skil sjóða og sjálfseignarstofnana á téðum ársreikningum. Að hans sögn eru það aðallega minni sjóðir sem trassa skil. „Þetta er auðvitað svolítið raunalegt að árangurinn sé ekki meiri en þessi. Ég kann ekki aðra skýringu á þessu en að þeir sem trassa þetta séu oftar en ekki mjög litlir sjóðir,“ segir Lárus. Jafnvel séu þeir sem hafa haft forsjá með umræddum sjóðum fallnir frá. „Stundum er þetta þó bara hefðbundinn trassaskapur,“ bætir Lárus við. „Svona er þetta búið að vera nokkuð lengi. Þeir skila seint og illa,“ segir Lárus. Hann segir stöðuna gjarnan vera þannig að reikningarnir séu til en annaðhvort hafi þeir ekki verið sendir til Ríkisendurskoðunar eða jafnvel sendir á rangan stað. „Það eru dæmi um að reikningar séu sendir á Ríkisskattstjóra en ekki á okkur,“ segir Lárus. Þá er gleymska ekki afsökun fyrir því að trassa skil. „Við erum með þessa sjóði á skrá og við sendum þeim ítrekanir. Það á ekki að fara á milli mála að við eigum að fá reikninga frá sjóðunum.“ Lárus segir Ríkisendurskoðun reyna eftir fremsta megni að kalla eftir reikningum. Takist það ekki sé haft samband við Sýslumanninn á Norðurlandi vestra sem annist framkvæmd laga um sjóði og stofnanir. „Síðan er jafnvel reynt að koma því þannig við að leggja þessa sjóði niður ef það tekst að grafa upp hver hefur forsjá með þeim,“ segir Lárus. Í versta falli sé hægt að kalla eftir lögreglurannsókn á ákveðnum sjóðum. Til þess hefur hins vegar aldrei komið svo Lárus muni til.Fréttablaðið rak augun í nafn UNICEF Íslands við yfirferð á sjóðum og stofnunum sem hafa ekki skilað ársreikningi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri vissi ekki af því fyrr en blaðamaður spurði hann út í ástæðuna. Í ljós kom að mistökin mætti rekja til endurskoðandans. „Vegna mistaka hjá Deloitte, endurskoðanda okkar, sendu þau ekki Ríkisendurskoðun ársreikninga okkar til skráningar árin 2014 og 2015 þótt reikningarnir hefðu sannarlega verið gerðir, samþykktir af stjórn og legið frammi til skoðunar hjá okkur,“ segir Bergsteinn og bætir við: „Við báðum endurskoðanda okkar um að senda ársreikningana til Ríkisendurskoðunar bæði árin og stóðum í þeirri trú að það hefði verið gert. Við munum fylgjast vandlega með þessu í framtíðinni og fá staðfestingu frá Ríkisendurskoðun um að endurskoðandi hafi sent ársreikning inn til skráningar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira