Segir hvíta karlmenn „í útrýmingarhættu“ í stjórnum breskra fyrirtækja 11. mars 2017 17:44 John Allan, stjórnarformaður TESCO. Skjáskot/TESCO John Allan, stjórnarformanns bresku verslunarkeðjunnar Tesco, segir að hvítir karlmenn séu í „útrýmingarhættu“ í yfirmannsstöðum og stjórnum fyrirtækja og hafi þurft að víkja fyrir konum og fólki af öðrum kynþáttum. Ummælin féllu á ráðstefnu verslunarfólks í Bretlandi á fimmtudag og sagði hann að hlutirnir væru að breytast mjög hratt þó að hvítir karlmenn séu enn í meirihluta í stjórnunarstöðum. „Í þúsundir ára hafa karlmenn fengið flestar stöður, en nú eru hlutirnir að breytast í hina áttina og munu halda áfram að breytast að ég held,“ sagði Allan í ræðu sinni á ráðstefnunni á fimmtudag. „En ef þú ert hvítur karlmaður ertu í útrýmingarhættu og munt þurfa að hafa tvöfalt meira fyrir hlutunum.“ Þess má geta að í stjórn Tesco sitja, ásamt Allan, átta hvítir karlmenn og þrjár hvítar konur. Ummæli Allan hafa farið misvel ofan í fólk í Bretlandi og hefur Sophie Walker, leiðtogi kvennaflokksins þar í landi, kallað eftir því að fólk sniðgangi verslanir Tesco. Í yfirlýsingu Allan sem birtist á vefsíðu Tesco í dag sagði Allan að hann hafi viljað segja að nú væri góður tími fyrir konur að sækjast eftir stjórnunarstöðum og harmaði ef ummæli hans voru túlkuð á annan hátt. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
John Allan, stjórnarformanns bresku verslunarkeðjunnar Tesco, segir að hvítir karlmenn séu í „útrýmingarhættu“ í yfirmannsstöðum og stjórnum fyrirtækja og hafi þurft að víkja fyrir konum og fólki af öðrum kynþáttum. Ummælin féllu á ráðstefnu verslunarfólks í Bretlandi á fimmtudag og sagði hann að hlutirnir væru að breytast mjög hratt þó að hvítir karlmenn séu enn í meirihluta í stjórnunarstöðum. „Í þúsundir ára hafa karlmenn fengið flestar stöður, en nú eru hlutirnir að breytast í hina áttina og munu halda áfram að breytast að ég held,“ sagði Allan í ræðu sinni á ráðstefnunni á fimmtudag. „En ef þú ert hvítur karlmaður ertu í útrýmingarhættu og munt þurfa að hafa tvöfalt meira fyrir hlutunum.“ Þess má geta að í stjórn Tesco sitja, ásamt Allan, átta hvítir karlmenn og þrjár hvítar konur. Ummæli Allan hafa farið misvel ofan í fólk í Bretlandi og hefur Sophie Walker, leiðtogi kvennaflokksins þar í landi, kallað eftir því að fólk sniðgangi verslanir Tesco. Í yfirlýsingu Allan sem birtist á vefsíðu Tesco í dag sagði Allan að hann hafi viljað segja að nú væri góður tími fyrir konur að sækjast eftir stjórnunarstöðum og harmaði ef ummæli hans voru túlkuð á annan hátt.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira