Fótbolti

Geir tekur ekki sæti í stjórn FIFA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Geir á ársþingi KSÍ í síðasta mánuði.
Geir á ársþingi KSÍ í síðasta mánuði. mynd/ksí
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafnaði því að taka sæti í stjórn FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Mbl.is greinir frá.

Geir var öruggur með sæti í stjórn FIFA, sem einn af fimm fulltrúum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu.

Ástæðan fyrir því að Geir dró framboð sitt til baka er breytingartillaga sem UEFA lagði til á stjórnarfundi en hún kveður á að um að aðeins formenn, varaformenn og framkvæmdastjórar Knattspyrnusambanda geti boðið sig fram í stjórn FIFA.

„Þetta er ein af umbótartillögum sem hefur verið í vinnslu innan UEFA og nýtur mikinn stuðnings knattspyrnusam­banda í Evrópu. Vegna þess fannst mér rétt að draga framboð mitt til baka, þar sem ég er hættur sem formaður,“ sagði Geir í samtali við mbl.is.

Þar segist Geir einnig vonast til að starfa áfram innan knattspyrnunnar en hann starfaði fyrir KSÍ í rúma tvö áratugi.

„Ég er í nefnd hjá FIFA og í nefnd hjá UEFA, og ég vonast eftir því að starfa ennþá innan knatt­spyrnunnar. Það hafa verið einhverjar þreifingar en ekkert sem ég get talað um ennþá,“ sagði Geir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×