Heimir: Man ekki eftir opnu færi hjá þeim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2017 21:39 Heimir á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty „Við getum gengið mjög sáttir frá þessum leik. Þetta er góður andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti Írlandi. Það stemning og þetta er erfiður útivöllur. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Írlandi og góð frammistaða á öllum sviðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi eftir sigurinn á Írum á Aviva vellinum í Dublin í kvöld. Íslenska liðið varðist afar vel í leiknum í kvöld og til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið. „Ég man ekki eftir opnu marktækifæri hjá þeim. Þeir áttu nokkrar fyrirgjafir sem við réðum mjög vel við. Varnarlínan spilaði þennan leik mjög vel og liðið allt, frá fremsta manni til hins aftasta, varðist mjög skipulega,“ sagði Heimir sem kvaðst mjög ánægður með leikmennina sem komu inn í íslenska liðið í kvöld. „Þetta setur mann í vandræði með að velja hópinn gegn Króatíu. Þetta var flottur undirbúningsleikur fyrir þann leik því hann mun á margan hátt spilast eins. Við verðum að vera jafn skipulagðir og við vorum í þessum leik.“ Heimir segir að eftir leikinn í kvöld sé hann kominn með fleiri leikmenn sem hann getur notað í landsliðinu. „Það er ekki spurning. Menn hafa sýnt að þeir eru traustins verðir. Það er afleiðing þess að menn hafa fengið mínútur, því öðruvísi fá menn ekki reynslu,“ sagði Heimir. En var eitthvað sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það má alltaf gera betur á einhverjum sviðum. Mér fannst varnarleikurinn ákaflega vel útfærður og menn gerðu nákvæmlega það sem þeir áttu að gera. Auðvitað má alltaf bæta sóknarleikinn og það verður líklega alltaf eitthvað við Íslendingar þurfum að vinna í,“ sagði Eyjamaðurinn sem var ánægður með að íslenska liðið stjórnaði hraðanum í leiknum í kvöld. „Við náðum að stjórna tempóinu og róa leikinn á réttum augnablikum. Þá fengum við tíma til að ná andanum,“ sagði Heimir að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
„Við getum gengið mjög sáttir frá þessum leik. Þetta er góður andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti Írlandi. Það stemning og þetta er erfiður útivöllur. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Írlandi og góð frammistaða á öllum sviðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi eftir sigurinn á Írum á Aviva vellinum í Dublin í kvöld. Íslenska liðið varðist afar vel í leiknum í kvöld og til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið. „Ég man ekki eftir opnu marktækifæri hjá þeim. Þeir áttu nokkrar fyrirgjafir sem við réðum mjög vel við. Varnarlínan spilaði þennan leik mjög vel og liðið allt, frá fremsta manni til hins aftasta, varðist mjög skipulega,“ sagði Heimir sem kvaðst mjög ánægður með leikmennina sem komu inn í íslenska liðið í kvöld. „Þetta setur mann í vandræði með að velja hópinn gegn Króatíu. Þetta var flottur undirbúningsleikur fyrir þann leik því hann mun á margan hátt spilast eins. Við verðum að vera jafn skipulagðir og við vorum í þessum leik.“ Heimir segir að eftir leikinn í kvöld sé hann kominn með fleiri leikmenn sem hann getur notað í landsliðinu. „Það er ekki spurning. Menn hafa sýnt að þeir eru traustins verðir. Það er afleiðing þess að menn hafa fengið mínútur, því öðruvísi fá menn ekki reynslu,“ sagði Heimir. En var eitthvað sem íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í kvöld? „Það má alltaf gera betur á einhverjum sviðum. Mér fannst varnarleikurinn ákaflega vel útfærður og menn gerðu nákvæmlega það sem þeir áttu að gera. Auðvitað má alltaf bæta sóknarleikinn og það verður líklega alltaf eitthvað við Íslendingar þurfum að vinna í,“ sagði Eyjamaðurinn sem var ánægður með að íslenska liðið stjórnaði hraðanum í leiknum í kvöld. „Við náðum að stjórna tempóinu og róa leikinn á réttum augnablikum. Þá fengum við tíma til að ná andanum,“ sagði Heimir að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Umfjöllun: Írland - Ísland 0-1 | Fyrsta landsliðsmark Harðar tryggði sigurinn | Sjáðu markið Fyrsta landsliðsmark Harðars Björgvins Magnússonar dugði íslenska liðinu til í fyrsta sigri landsliðsins á Írlandi en íslenska liðið átti heildsteyptan og flottan leik og gaf engin færi á sér. 28. mars 2017 20:30