Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 14:57 Lionel Messi lét þennan aðstoðardómara heyra það. Vísir/Getty Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. Messi var auk þess sektaður um tíu þúsund svissneska franka. Hann fær bannið og sektina fyrir að láta aðstoðardómara heyra það í leik Argentínu og Síle í undankeppni HM síðasta fimmtudag. Messi skoraði eina mark leiksins og tryggði Argentínu lífsnauðsynlegan sigur. FIFA segir frá. Messi þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af þessari sekt sem eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna en Argentína gæti lent í miklum vandræðum án hans í undankeppninni. Argentínska landsliðið er langt frá því að vera öruggt með sæti á HM. Liðið er í þriðja sæti í Suður-Ameríkuriðlinum en fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM og liðið í fimmta sæti fer í umspil. Argentína hefur aðeins unnið 6 af 13 leikjum sínum og er bara tveimur stigum á undan Síle sem er í sjötta sæti riðilsins. Fyrsti leikurinn sem Messi missir af er á móti Bólivíu í kvöld. Fimm leikir eru eftir í riðlinum og missir Messi því af öllum leikjum nema lokaleiknum sem er á móti Ekvador á útivelli. Sá leikur fer þó ekki fram fyrr en 10. október og Messi spilar því ekki keppnislandsleik næstu sex mánuði. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá hefur argentínska landsliðinu gengið mjög illa án Messi í undankeppninni til þessa en hann hefur misst af sjö leikjum. Með hann innanborðs hafa Argentínumenn unnið 5 af 6 leikjum en aðeins 1 af 7 án hans.Lionel Messi has been suspended for 4 official matches by FIFA. Argentina has been better in World Cup Qualifying with Messi in the lineup. pic.twitter.com/xSTkI9pBId— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 28, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. Messi var auk þess sektaður um tíu þúsund svissneska franka. Hann fær bannið og sektina fyrir að láta aðstoðardómara heyra það í leik Argentínu og Síle í undankeppni HM síðasta fimmtudag. Messi skoraði eina mark leiksins og tryggði Argentínu lífsnauðsynlegan sigur. FIFA segir frá. Messi þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af þessari sekt sem eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna en Argentína gæti lent í miklum vandræðum án hans í undankeppninni. Argentínska landsliðið er langt frá því að vera öruggt með sæti á HM. Liðið er í þriðja sæti í Suður-Ameríkuriðlinum en fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM og liðið í fimmta sæti fer í umspil. Argentína hefur aðeins unnið 6 af 13 leikjum sínum og er bara tveimur stigum á undan Síle sem er í sjötta sæti riðilsins. Fyrsti leikurinn sem Messi missir af er á móti Bólivíu í kvöld. Fimm leikir eru eftir í riðlinum og missir Messi því af öllum leikjum nema lokaleiknum sem er á móti Ekvador á útivelli. Sá leikur fer þó ekki fram fyrr en 10. október og Messi spilar því ekki keppnislandsleik næstu sex mánuði. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá hefur argentínska landsliðinu gengið mjög illa án Messi í undankeppninni til þessa en hann hefur misst af sjö leikjum. Með hann innanborðs hafa Argentínumenn unnið 5 af 6 leikjum en aðeins 1 af 7 án hans.Lionel Messi has been suspended for 4 official matches by FIFA. Argentina has been better in World Cup Qualifying with Messi in the lineup. pic.twitter.com/xSTkI9pBId— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 28, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira