Ein og hálf milljón á mánuði til forseta alþýðunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. mars 2017 12:15 Gylfi Arnbjörnsson, lengst til vinstri, ásamt Eygló Harðardóttur, þingmanni og fráfarandi ráðherra, Ólafíu B. Rafnsdóttur, fráfarandi formanni VR, Sigurði Bessasyni hjá Eflingu og Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er með 1460 þúsund krónur í laun á mánuði. Frá þessu er greint á heimasíðu ASÍ en tilefnið mun vera fyrirspurn Stundarinnar um launakjör forsetans. „Þó forseti fái ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu er vinnutíminn nokkuð langur, en nýleg tímaskráning á starfi forsetans sýnir að hann vinnur um 60 klukkustundir á viku,“ segir í fréttinni á vef ASÍ. Töluverð umræða hefur verið um launaþróun í íslensku samfélagi og þá sérstaklega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands verulega í nóvember síðastliðnum.Ragnar Þór Ingólfsson, nýr formaður VR, er með um 1400 þúsund krónur á mánuði en segist vilja lækka laun sín.Vísir/StefánHærri laun en þingfararkaup Bæði VR og ASÍ skoruðu á kjararáð að endurskoða ákvörðun sína en engin endurskoðun var gerð á ákvörðuninni. Forseti Íslands ákvað þó sjálfur að hækkun sinna launa myndi renna til góðgerðamála. Í framhaldinu var nokkuð fast skotið á formann VR og forseta ASÍ sem einnig hafa hækkað umtalsvert í launum undanfarin ár, langt umfram almenna launaþróun. Raunar eru laun beggja verkalýðsforingja hærri en sem nemur þingfararkaupi. Laun Ólafíu B. Rafnsdóttur, fráfarandi formanns VR, hækkuðu um 43 prósent á tveimur árum og eru nú um 1430 þúsund krónur. Nýr formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur sagt það forgangsmál að lækka sjálfan sig í launum um 300 þúsund krónur.Frá baráttufundi í miðbæ Reykjavíkur.vísir/daníelBera saman við meðaltal heildarlaunaÍ frétt ASÍ er bent á að meðaltal heildarlauna á almennum vinnumarkaði, samkvæmt könnun Hagstofu Íslands, hafi verið 708 þúsund krónur árið 2016. Laun Gylfa séu því ríflega tvöfalt þau meðalllaun sem séu á almennum vinnumarkaði. „Ef tekið er tillit til vinnutíma og vinnustundum deilt í heildarlaun þá er forseti ASÍ með 1,4 sinnum meðallaun á almennum vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Er vísað til þeirra 60 klukkustunda sem Gylfi skrái að jafnaði á sig í vinnu í viku hverri. Kjaramál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er með 1460 þúsund krónur í laun á mánuði. Frá þessu er greint á heimasíðu ASÍ en tilefnið mun vera fyrirspurn Stundarinnar um launakjör forsetans. „Þó forseti fái ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu er vinnutíminn nokkuð langur, en nýleg tímaskráning á starfi forsetans sýnir að hann vinnur um 60 klukkustundir á viku,“ segir í fréttinni á vef ASÍ. Töluverð umræða hefur verið um launaþróun í íslensku samfélagi og þá sérstaklega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands verulega í nóvember síðastliðnum.Ragnar Þór Ingólfsson, nýr formaður VR, er með um 1400 þúsund krónur á mánuði en segist vilja lækka laun sín.Vísir/StefánHærri laun en þingfararkaup Bæði VR og ASÍ skoruðu á kjararáð að endurskoða ákvörðun sína en engin endurskoðun var gerð á ákvörðuninni. Forseti Íslands ákvað þó sjálfur að hækkun sinna launa myndi renna til góðgerðamála. Í framhaldinu var nokkuð fast skotið á formann VR og forseta ASÍ sem einnig hafa hækkað umtalsvert í launum undanfarin ár, langt umfram almenna launaþróun. Raunar eru laun beggja verkalýðsforingja hærri en sem nemur þingfararkaupi. Laun Ólafíu B. Rafnsdóttur, fráfarandi formanns VR, hækkuðu um 43 prósent á tveimur árum og eru nú um 1430 þúsund krónur. Nýr formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hefur sagt það forgangsmál að lækka sjálfan sig í launum um 300 þúsund krónur.Frá baráttufundi í miðbæ Reykjavíkur.vísir/daníelBera saman við meðaltal heildarlaunaÍ frétt ASÍ er bent á að meðaltal heildarlauna á almennum vinnumarkaði, samkvæmt könnun Hagstofu Íslands, hafi verið 708 þúsund krónur árið 2016. Laun Gylfa séu því ríflega tvöfalt þau meðalllaun sem séu á almennum vinnumarkaði. „Ef tekið er tillit til vinnutíma og vinnustundum deilt í heildarlaun þá er forseti ASÍ með 1,4 sinnum meðallaun á almennum vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Er vísað til þeirra 60 klukkustunda sem Gylfi skrái að jafnaði á sig í vinnu í viku hverri.
Kjaramál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira