HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:24 Rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi. vísir/gva HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, mun funda með forstjóra HB Granda síðar í dag vegna málsins. Aðspurður hvort hópuppsagnir séu í vændum segist hann ekki geta staðfest það að svo stöddu, þó vissulega sé útlit fyrir uppsagnir. Kallað verði eftir skýringum. „Þetta svo sem staðfestir þann ótta sem maður hefur haft að undanförnu. Við munum alveg klárlega bregðast við þessu. Það er alveg ljóst að hér er um gríðarlega mikla hagsmuni fyrir okkur – það starfa 102 konur við landvinnsluna á Akranesi og í heildina eru þetta í kringum 150 manns, þannig að við þurfum að kalla eftir skýringum á hvað þetta þýðir,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningunni segir að árið 2016 hafi verið unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af hafi verið keypt fjögur þúsund tonn af ufsa og þorski í öðrum útgerðum og á fiskmarkaði. Vilhjálmur sagðist fyrir helgi óttast það að óveðursský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga, og að ef áhyggjur hans reynist á rökum reistar verði því svarað af fullri hörku. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum HB Granda vegna málsins. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, mun funda með forstjóra HB Granda síðar í dag vegna málsins. Aðspurður hvort hópuppsagnir séu í vændum segist hann ekki geta staðfest það að svo stöddu, þó vissulega sé útlit fyrir uppsagnir. Kallað verði eftir skýringum. „Þetta svo sem staðfestir þann ótta sem maður hefur haft að undanförnu. Við munum alveg klárlega bregðast við þessu. Það er alveg ljóst að hér er um gríðarlega mikla hagsmuni fyrir okkur – það starfa 102 konur við landvinnsluna á Akranesi og í heildina eru þetta í kringum 150 manns, þannig að við þurfum að kalla eftir skýringum á hvað þetta þýðir,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningunni segir að árið 2016 hafi verið unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af hafi verið keypt fjögur þúsund tonn af ufsa og þorski í öðrum útgerðum og á fiskmarkaði. Vilhjálmur sagðist fyrir helgi óttast það að óveðursský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga, og að ef áhyggjur hans reynist á rökum reistar verði því svarað af fullri hörku. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum HB Granda vegna málsins.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira