Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins 24. mars 2017 21:44 Strákarnir okkar eru komnir upp í 2. sæti I-riðils. vísir/epa Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk íslenska liðsins sem átti undir högg að sækja lengi vel í leiknum. Stigin þrjú komu þó í hús og þau skiluðu Íslandi upp í 2. sæti riðilsins með 10 stig, þremur stigum á eftir toppliði Króatíu. Gylfi Þór Sigurðsson var að mati Vísis maður leiksins í dag með átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í markinu sem Kósóvó skoraði snemma í síðari hálfleik. Virtist öruggur í sínum aðgerðum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Átti gott hlaup inn í teig þegar hann nældi í vítaspyrnuna sem skapaði annað mark Íslands í leiknum. Duglegur, eins og alltaf, og hélt sinum manni í skefjum í sínum sjötugasta landsleik.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu sem nýttist á báðum endum vallarins. Samvinna hans við Ragnar gekk vel, eins og svo oft áður síðustu misserin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Hefur ekki spilað mikið að undanförnu en það var ekki að sjá á leik hans. Fékk eins og félagar hans í vörninni nóg að gera en leysti sitt vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Átti lítið erindi í skallaeinvígið við Nuhiu er Kósóvó minnkaði muninn. Var mikið í boltanum og reyndi eins og hann gat að leggja sitt af mörkum í sókninni.Emil Hallfreðsson, hægri kantmaður 5 Dró sig mikið inn á miðjuna og hjálpaði til í varnarleiknum. En það kom lítið úr honum fram á við og þess var saknað í sóknarleik íslenska liðsins.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Eins og svo oft áður í afar mikilvægu hlutverki inni á miðjunni. Gerði sitt vel en gat lítið sótt fram á við.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 - maður leiksins Framlag hans skiptir íslenska liðið svo svakalega miklu máli og það sýndi sig enn og aftur í kvöld - sérstaklega í báðum mörkum Íslands í fyrri hálfleik. Frábær frammistaða, enn og aftur.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 6 Duglegur og átti þátt í fyrsta marki Íslands en framlag hans fram á við hefði mátt skila sér oftar í hættulegri færum. Virtist stundum eilítið villtur með boltann.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 7 Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og gerði það vel. Markið var mikill léttir eftir strembnar upphafsmínútur. Fékk annars úr litlu að moða.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Var duglegur framan af og reyndi að ógna nokkrum sinnum með ágætum marktilraunum en annars komið lítið úr Viðari í þessum leik.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn Kjartansson á 69. mínútu) 6 Var að venju duglegur og átti einn ágætis skalla yfir mark Kósóvó.Rúrik Gíslason- (Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 72. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á Björn Bergmann Sigurðarson á 86. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk íslenska liðsins sem átti undir högg að sækja lengi vel í leiknum. Stigin þrjú komu þó í hús og þau skiluðu Íslandi upp í 2. sæti riðilsins með 10 stig, þremur stigum á eftir toppliði Króatíu. Gylfi Þór Sigurðsson var að mati Vísis maður leiksins í dag með átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í markinu sem Kósóvó skoraði snemma í síðari hálfleik. Virtist öruggur í sínum aðgerðum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Átti gott hlaup inn í teig þegar hann nældi í vítaspyrnuna sem skapaði annað mark Íslands í leiknum. Duglegur, eins og alltaf, og hélt sinum manni í skefjum í sínum sjötugasta landsleik.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu sem nýttist á báðum endum vallarins. Samvinna hans við Ragnar gekk vel, eins og svo oft áður síðustu misserin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Hefur ekki spilað mikið að undanförnu en það var ekki að sjá á leik hans. Fékk eins og félagar hans í vörninni nóg að gera en leysti sitt vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Átti lítið erindi í skallaeinvígið við Nuhiu er Kósóvó minnkaði muninn. Var mikið í boltanum og reyndi eins og hann gat að leggja sitt af mörkum í sókninni.Emil Hallfreðsson, hægri kantmaður 5 Dró sig mikið inn á miðjuna og hjálpaði til í varnarleiknum. En það kom lítið úr honum fram á við og þess var saknað í sóknarleik íslenska liðsins.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Eins og svo oft áður í afar mikilvægu hlutverki inni á miðjunni. Gerði sitt vel en gat lítið sótt fram á við.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 - maður leiksins Framlag hans skiptir íslenska liðið svo svakalega miklu máli og það sýndi sig enn og aftur í kvöld - sérstaklega í báðum mörkum Íslands í fyrri hálfleik. Frábær frammistaða, enn og aftur.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 6 Duglegur og átti þátt í fyrsta marki Íslands en framlag hans fram á við hefði mátt skila sér oftar í hættulegri færum. Virtist stundum eilítið villtur með boltann.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 7 Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og gerði það vel. Markið var mikill léttir eftir strembnar upphafsmínútur. Fékk annars úr litlu að moða.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Var duglegur framan af og reyndi að ógna nokkrum sinnum með ágætum marktilraunum en annars komið lítið úr Viðari í þessum leik.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn Kjartansson á 69. mínútu) 6 Var að venju duglegur og átti einn ágætis skalla yfir mark Kósóvó.Rúrik Gíslason- (Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 72. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á Björn Bergmann Sigurðarson á 86. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30