Fulltrúi Rússa má taka þátt í Eurovision í gegnum gervihnött Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2017 17:25 Julia Samoilova, fulltrúi Rússa í Eurovision í ár. Vísir/EPA Fulltrúi Rússa í Eurovision má taka þátt í keppninni í ár með því að syngja frá Rússlandi í beinni útsendingu og verður þá flutningur hennar sjónvarpaður í höllinni í Kænugarði í gegnum gervihnött. Keppandinn er söngkonan Julia Samoilova sem hefur verið bannað að koma til Úkraínu, þar sem keppnin mun fara fram í Kænugarði dagana 9. til 13. maí næstkomandi. Yfirvöld í Úkraínu höfðu gefið út að Samoilova væri á bannlista fyrir að hafa komið fram á tónleikum á Krímskaga í fyrra, en miklar deilur hafa verið á milli Rússa og Úkraínumanna eftir að Rússar réðust inn á Krímskaga fyrir þremur árum og tóku hann fyir. Því lá fyrir að Samoilova myndi ekki keppa í Eurovision í ár en samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem ítrekað er að keppnin verði að vera laus við alla pólitík.Hefur verið lögð sáttatillaga af hálfu EBU þess efnis að Samoilova fái að taka þátt, en ekki í Úkraínu, heldur þannig að hún syngi á svið í Rússlandi og flutningur hennar verði þannig sýndur í Kænugarði í gegnum gervihnattaútsendingu. Yrði það í fyrsta skiptið í sextíu ára sögu Eurovision sem það yrði gert. Samoilova verður í seinni undanriðli Eurovision, fimmtudagskvöldið 11. maí, en fari svo að hún komist í úrslitin verður sama fyrirkomulag á flutningi hennar laugardaginn 13. maí. Rússar höfðu biðlað til yfirvalda í Úkraínu að endurskoða ákvörðun sína um að meina Samoilova frá því að koma til Úkraínu. Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri EBU, segir samtök evrópskra sjónvarpsstöðva í viðræðum við úkraínsk yfirvöld með það í huga að allir keppendur fái að flytja lög sín í Kænugarði. Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Úkraínumenn banna þátttöku rússnesku söngkonunnar Ástæðan er sögð að Julia Samoilova hafi komið fram á Krímskaga árið 2015, en Rússland innlimaði skagann ári fyrr. 22. mars 2017 13:32 Ágreiningur í uppsiglingu vegna framlags Rússa í Eurovision Flytjandinn hefur viðurkennt að hafa sungið á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið árið 2014. 13. mars 2017 16:00 Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20 Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Fulltrúi Rússa í Eurovision má taka þátt í keppninni í ár með því að syngja frá Rússlandi í beinni útsendingu og verður þá flutningur hennar sjónvarpaður í höllinni í Kænugarði í gegnum gervihnött. Keppandinn er söngkonan Julia Samoilova sem hefur verið bannað að koma til Úkraínu, þar sem keppnin mun fara fram í Kænugarði dagana 9. til 13. maí næstkomandi. Yfirvöld í Úkraínu höfðu gefið út að Samoilova væri á bannlista fyrir að hafa komið fram á tónleikum á Krímskaga í fyrra, en miklar deilur hafa verið á milli Rússa og Úkraínumanna eftir að Rússar réðust inn á Krímskaga fyrir þremur árum og tóku hann fyir. Því lá fyrir að Samoilova myndi ekki keppa í Eurovision í ár en samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem ítrekað er að keppnin verði að vera laus við alla pólitík.Hefur verið lögð sáttatillaga af hálfu EBU þess efnis að Samoilova fái að taka þátt, en ekki í Úkraínu, heldur þannig að hún syngi á svið í Rússlandi og flutningur hennar verði þannig sýndur í Kænugarði í gegnum gervihnattaútsendingu. Yrði það í fyrsta skiptið í sextíu ára sögu Eurovision sem það yrði gert. Samoilova verður í seinni undanriðli Eurovision, fimmtudagskvöldið 11. maí, en fari svo að hún komist í úrslitin verður sama fyrirkomulag á flutningi hennar laugardaginn 13. maí. Rússar höfðu biðlað til yfirvalda í Úkraínu að endurskoða ákvörðun sína um að meina Samoilova frá því að koma til Úkraínu. Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri EBU, segir samtök evrópskra sjónvarpsstöðva í viðræðum við úkraínsk yfirvöld með það í huga að allir keppendur fái að flytja lög sín í Kænugarði.
Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Úkraínumenn banna þátttöku rússnesku söngkonunnar Ástæðan er sögð að Julia Samoilova hafi komið fram á Krímskaga árið 2015, en Rússland innlimaði skagann ári fyrr. 22. mars 2017 13:32 Ágreiningur í uppsiglingu vegna framlags Rússa í Eurovision Flytjandinn hefur viðurkennt að hafa sungið á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið árið 2014. 13. mars 2017 16:00 Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20 Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Eurovision: Úkraínumenn banna þátttöku rússnesku söngkonunnar Ástæðan er sögð að Julia Samoilova hafi komið fram á Krímskaga árið 2015, en Rússland innlimaði skagann ári fyrr. 22. mars 2017 13:32
Ágreiningur í uppsiglingu vegna framlags Rússa í Eurovision Flytjandinn hefur viðurkennt að hafa sungið á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið árið 2014. 13. mars 2017 16:00
Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20