Varð ástfangin af Latabæ og styður Ísland í heimasaumaðri landsliðstreyju Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 13:57 Heimir með hinni tíu ára Mirey, sem er með nafnið sitt saumað í treyjunna, við hlið merkis KSÍ. Vísir/E. Stefán Það var falleg stund þegar tíu ára albönsk stúlka heilsaði upp á Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska landsliðsins í knattsspyrnu, fyrir æfingu liðsins í Shkoder í morgun. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á morgun en feðgin frá höfuðborginni Tirana lögðu leið sína til Shkoder til að hitta íslenska landsliðið og sjá leikinn á morgun. Vísir talaði við föður hennar, Rezar Vaqari, eftir að dóttir hans, hin tíu ára Mirey, hafði fengið mynd af sér með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara. Hún sagði þjálfaranum stolt frá því að treyjan væri heimasaumuð - og að pabbi hennar hefði saumað hana. Ekki nóg með það heldur saumaði faðir hennar einnig hvítan íslenskan landsliðsbúning fyrir stúlkuna sína, sem væri algerlega hugfangin af Íslandi. Rezar sagði að fyrir 4-5 árum síðan hafði Mirey mikið dálæti á Latabæ, og þá sérstaklega aðalleikarnum Magnúsi Scheving. „Hann er myndarlegur maður og var í miklu uppáhaldi hjá henni,“ sagði faðirinn í léttum dúr. „Við komumst að því að þetta væri íslensk framleiðsla og íslenskur leikari. Þá fórum við að lesa meira um Ísland. Um hverina, landafræðina, Reykjavík og sögu landsins. Hún varð ástfangin af Íslandi.“ „Og við elskum fótbolta. Við elskum að spila fótbolta og við elskum að horfa á fótbolta. Aðalliðið okkar er Tirana FC en næst á eftir hjá Mirey er íslenska landsliðið.“ Rezar segir að þau feðgin hafi fylgst grannt með gengi Íslands í undankeppni EM 2016, aðalkeppninni sjálfri í Frakklandi og hverjum leik eftir það. „Við horfðum á leikinn gegn Finnlandi, þar sem Ísland skoraði tvö mörk á síðustu mínútunum. Það var mjög tilfinningarík stund.“ Sjálfur styður Rezar enska landsliðið og skartaði derhúfu merktri enska landsliðinu. „Þegar það kom svo í ljós að Ísland og England myndu mætast í 16-liða úrslitunum þá spurði hún hvað í ósköpunum við ættum eiginlega að gera? En þetta var allt saman mjög skemmtilegt og ég gladdist auðvitað mjög fyrir hennar hönd.“ Það var greinilegt samband þeirra feðgina er afar náið og þar spilar Latibær og íslenska knattspyrnulandsliðið stórt hlutverk, sem var einstakt að upplifa af stuttu spjalli blaðamanns við feðginin. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Það var falleg stund þegar tíu ára albönsk stúlka heilsaði upp á Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska landsliðsins í knattsspyrnu, fyrir æfingu liðsins í Shkoder í morgun. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á morgun en feðgin frá höfuðborginni Tirana lögðu leið sína til Shkoder til að hitta íslenska landsliðið og sjá leikinn á morgun. Vísir talaði við föður hennar, Rezar Vaqari, eftir að dóttir hans, hin tíu ára Mirey, hafði fengið mynd af sér með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara. Hún sagði þjálfaranum stolt frá því að treyjan væri heimasaumuð - og að pabbi hennar hefði saumað hana. Ekki nóg með það heldur saumaði faðir hennar einnig hvítan íslenskan landsliðsbúning fyrir stúlkuna sína, sem væri algerlega hugfangin af Íslandi. Rezar sagði að fyrir 4-5 árum síðan hafði Mirey mikið dálæti á Latabæ, og þá sérstaklega aðalleikarnum Magnúsi Scheving. „Hann er myndarlegur maður og var í miklu uppáhaldi hjá henni,“ sagði faðirinn í léttum dúr. „Við komumst að því að þetta væri íslensk framleiðsla og íslenskur leikari. Þá fórum við að lesa meira um Ísland. Um hverina, landafræðina, Reykjavík og sögu landsins. Hún varð ástfangin af Íslandi.“ „Og við elskum fótbolta. Við elskum að spila fótbolta og við elskum að horfa á fótbolta. Aðalliðið okkar er Tirana FC en næst á eftir hjá Mirey er íslenska landsliðið.“ Rezar segir að þau feðgin hafi fylgst grannt með gengi Íslands í undankeppni EM 2016, aðalkeppninni sjálfri í Frakklandi og hverjum leik eftir það. „Við horfðum á leikinn gegn Finnlandi, þar sem Ísland skoraði tvö mörk á síðustu mínútunum. Það var mjög tilfinningarík stund.“ Sjálfur styður Rezar enska landsliðið og skartaði derhúfu merktri enska landsliðinu. „Þegar það kom svo í ljós að Ísland og England myndu mætast í 16-liða úrslitunum þá spurði hún hvað í ósköpunum við ættum eiginlega að gera? En þetta var allt saman mjög skemmtilegt og ég gladdist auðvitað mjög fyrir hennar hönd.“ Það var greinilegt samband þeirra feðgina er afar náið og þar spilar Latibær og íslenska knattspyrnulandsliðið stórt hlutverk, sem var einstakt að upplifa af stuttu spjalli blaðamanns við feðginin.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira