Gjörbreytt staða frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Fimm af þessum sex ráðherrum sem þarna sitja myndu þurfa að finna sér ný störf ef niðurstöður kosninga yrðu í takti við nýju könnunina. vísir/ernir Hvorki Viðreisn né Björt framtíð fengju kjörinn mann á þing ef kosið væri núna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis fimm flokkar ættu fulltrúa á Alþingi en í dag eru þeir sjö. Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar yrðu í stöðu til þess að mynda þriggja flokka ríkisstjórn. Þar yrðu Vinstri græn með 19 þingmenn, Píratar 10 og Samfylkingin með sex, samtals 35 þingmenn af 63. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar yrði Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn á Alþingi með 32,1 prósents fylgi. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með 27,3 prósenta fylgi. Þessir tveir flokkar yrðu langstærstu flokkarnir á Alþingi. Breytingin á fylgi Sjálfstæðisflokksins frá alþingiskosningunum í október er innan vikmarka og fylgið er nánast það sama og mældist í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, um miðjan desember. Fylgi Vinstri grænna hefur hins vegar aukist verulega. Það var 15,9 prósent í kosningunum og 17 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem var gerð áður en Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn.Fylgi flokka og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun.Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt nýju könnuninni. Hann er með rúmlega 14 prósenta fylgi og er það nánast sama fylgi og flokkurinn fékk í alþingiskosningunum. Samfylkingin er fjórði stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnuninni, með 8,8 prósenta fylgi. Flokkurinn sækir í sig veðrið frá síðustu kosningum í lok október og frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem gerð var í desember. Í desemberkönnuninni var flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi en fékk 5,7 prósent upp úr kjörkössunum. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn fá sex þingmenn og þingflokkurinn því tvöfaldast. Framsóknarflokkurinn er með 7 prósenta fylgi í könnuninni og yrði minnsti þingflokkurinn á Alþingi, með fimm þingmenn. Björt framtíð fengi 3,8 prósent, Viðreisn 3,1 prósent og Flokkur fólksins 2,7 prósent. Aðferðafræði könnunarinnarHringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tók 58,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Hins vegar sögðust 12,6 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5,4 prósent sögðust óákveðin og 23,9 prósent sögðust ekki ætla að svara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Hvorki Viðreisn né Björt framtíð fengju kjörinn mann á þing ef kosið væri núna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis fimm flokkar ættu fulltrúa á Alþingi en í dag eru þeir sjö. Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar yrðu í stöðu til þess að mynda þriggja flokka ríkisstjórn. Þar yrðu Vinstri græn með 19 þingmenn, Píratar 10 og Samfylkingin með sex, samtals 35 þingmenn af 63. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar yrði Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn á Alþingi með 32,1 prósents fylgi. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með 27,3 prósenta fylgi. Þessir tveir flokkar yrðu langstærstu flokkarnir á Alþingi. Breytingin á fylgi Sjálfstæðisflokksins frá alþingiskosningunum í október er innan vikmarka og fylgið er nánast það sama og mældist í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, um miðjan desember. Fylgi Vinstri grænna hefur hins vegar aukist verulega. Það var 15,9 prósent í kosningunum og 17 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem var gerð áður en Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn.Fylgi flokka og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun.Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt nýju könnuninni. Hann er með rúmlega 14 prósenta fylgi og er það nánast sama fylgi og flokkurinn fékk í alþingiskosningunum. Samfylkingin er fjórði stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnuninni, með 8,8 prósenta fylgi. Flokkurinn sækir í sig veðrið frá síðustu kosningum í lok október og frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem gerð var í desember. Í desemberkönnuninni var flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi en fékk 5,7 prósent upp úr kjörkössunum. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn fá sex þingmenn og þingflokkurinn því tvöfaldast. Framsóknarflokkurinn er með 7 prósenta fylgi í könnuninni og yrði minnsti þingflokkurinn á Alþingi, með fimm þingmenn. Björt framtíð fengi 3,8 prósent, Viðreisn 3,1 prósent og Flokkur fólksins 2,7 prósent. Aðferðafræði könnunarinnarHringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tók 58,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Hins vegar sögðust 12,6 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5,4 prósent sögðust óákveðin og 23,9 prósent sögðust ekki ætla að svara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira