Kári var rifbeinsbrotinn: Kominn með grænt ljós Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 13:30 Kári Árnason gerir allt til að spila fyrir Ísland. vísir/getty Varnarmaðurinn Kári Árnason verður klár í slaginn þegar flautað verður til leiks á föstudag þegar Kósóvó tekur á móti Íslandi í undankeppni HM 2018. Kári hefur lítið spilað með liði sínu á Kýpur síðustu vikurnar þar sem hann hefur verið rifbeinsbrotinn. Hann segir að staðan á honum í dag sé fín.Sjá einnig:Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst „Ég er búinn að vera spara mig fyrir þennan leik og þetta er allt að koma,“ sagði Kári við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í Parma í dag. Kári segir að hann hefði ekki viljað taka neina áhættu með því að fara of snemma af stað, ekki bara landsleiksins vegna. „Það hefði verið mikil áhætta á því að brotna aftur og það hefði kostað mig enn fleiri vikur. En ég er kominn með grænt ljós á að spila núna.“ Þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað mikið síðustu vikurnar segir hann ástæðulaust að hafa áhyggjur. Hann hefði hvort eð er ekki spilað mikið á þessum árstíma með gamla liði sínu, Malmö í Svíþjóð, en þaðan fór hann til Kýpur fyrr á þessu ári. „Ég væri ekki í betra leikformi með Malmö, enda bara æfingaleikir á undirbúningstímabili. Nú hef ég náð að æfa vel í mánuð og spila einn og hálfan leik þar að auki. Það lítur því vel út.“ Hann á von á að íslenska varnarlínan muni hafa nóg að gera gegn öflugu liði Kósóvó á föstudag. „Það er engin ástæða fyrir okkur að vanmeta þetta lið. Þeir beita mikið af skyndisóknum og eru með góða framherja. Þetta er örugglega ekki ósvipað því sem maður þekkir úr ensku deildunum.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 „Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Rúrik Gíslason er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann missti af öllu landsliðsárinu 2016. 22. mars 2017 15:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Varnarmaðurinn Kári Árnason verður klár í slaginn þegar flautað verður til leiks á föstudag þegar Kósóvó tekur á móti Íslandi í undankeppni HM 2018. Kári hefur lítið spilað með liði sínu á Kýpur síðustu vikurnar þar sem hann hefur verið rifbeinsbrotinn. Hann segir að staðan á honum í dag sé fín.Sjá einnig:Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst „Ég er búinn að vera spara mig fyrir þennan leik og þetta er allt að koma,“ sagði Kári við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í Parma í dag. Kári segir að hann hefði ekki viljað taka neina áhættu með því að fara of snemma af stað, ekki bara landsleiksins vegna. „Það hefði verið mikil áhætta á því að brotna aftur og það hefði kostað mig enn fleiri vikur. En ég er kominn með grænt ljós á að spila núna.“ Þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað mikið síðustu vikurnar segir hann ástæðulaust að hafa áhyggjur. Hann hefði hvort eð er ekki spilað mikið á þessum árstíma með gamla liði sínu, Malmö í Svíþjóð, en þaðan fór hann til Kýpur fyrr á þessu ári. „Ég væri ekki í betra leikformi með Malmö, enda bara æfingaleikir á undirbúningstímabili. Nú hef ég náð að æfa vel í mánuð og spila einn og hálfan leik þar að auki. Það lítur því vel út.“ Hann á von á að íslenska varnarlínan muni hafa nóg að gera gegn öflugu liði Kósóvó á föstudag. „Það er engin ástæða fyrir okkur að vanmeta þetta lið. Þeir beita mikið af skyndisóknum og eru með góða framherja. Þetta er örugglega ekki ósvipað því sem maður þekkir úr ensku deildunum.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00 „Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00 Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30 Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Rúrik Gíslason er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann missti af öllu landsliðsárinu 2016. 22. mars 2017 15:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu. 22. mars 2017 06:00
„Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk íslenska landsliðið til að æfa í mislitum sokkum í tilefni af alþjóðadegi fólks með Downs-heilkennið. 22. mars 2017 07:00
Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst Gylfi Þór Sigurðsson hefur engar áhyggjur þótt lykilmenn vanti í íslenska landsliðið. 22. mars 2017 12:30
Rúrik: Staðráðinn í að gefast ekki upp Rúrik Gíslason er kominn aftur í íslenska landsliðið en hann missti af öllu landsliðsárinu 2016. 22. mars 2017 15:00