Þurfa að ferðast fjórtán þúsund kílómetra í heimaleikina sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2017 23:15 Hermenn fylgjast með fótboltaleik í Sýrlandi. Vísir/AFP Stríðsátökin í Sýrlandi hafi nú staða í að verða sjö ár og enn sér ekki fyrir endanum á þeim. Það eiga allir erfitt uppdráttar í landinu og fótboltamenn þjóðarinnar eru þar engin undantekning. Fótboltamennirnir gefast þó ekki upp en sýrlenska deildin er enn í gangi og landsliðið tekur áfram þátt í alþjóðlegum keppnum. Sextán lið eru í sýrlensku deildinni og Al-Jaish SC frá Damaskus hefur unnið titilinn undanfarin tvö tímabil. Fótboltalandslið Sýrlendinga tekur þátt í undankeppni HM 2018 og þó að útlitið sé ekki gott upp á að komast áfram þá hefur liðið staðið sig betur í undanriðlinum en lið Kína og Katar. Vandamálið var hinsvegar að landsliðið getur að sjálfsögðu ekki spilað heimaleiki sína í Sýrlandi enda enginn öruggur þar. Um tíma gekk illa að finna heimavöll fyrir landslið Sýrlands en hann fannst á endanum í Malasíu. Leikmenn sýrlenska landsliðsins þurfa því að ferðast vel yfir samtals fjórtán þúsund kílómetra til að spila heimaleiki sína í undankeppninni. Sýrland hefur þegar spilað tvo heimaleiki í Seremban í Malasíu, gerðu markalaust jafntefli við bæði Suður-Kóreu og Íran. Eini sigur liðsins kom hinsvegar á útivelli á móti Kína. Næsti heimaleikur Sýrlendinga er síðan á móti Úsbekistan og hann er gríðarlega mikilvægur því landslið Úsbekistan er í næsta sæti fyrir ofan Sýrland sem er jafnframt síðasta sætið í riðlinum sem hefur möguleika á áframhaldandi keppni. BBC fjallar um stöðu mála í fótboltanum í Sýrlandi og hefur sett saman stutta athyglisverða heimildarmynd um ástandið. Hana má finna hér. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Sýrland Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjá meira
Stríðsátökin í Sýrlandi hafi nú staða í að verða sjö ár og enn sér ekki fyrir endanum á þeim. Það eiga allir erfitt uppdráttar í landinu og fótboltamenn þjóðarinnar eru þar engin undantekning. Fótboltamennirnir gefast þó ekki upp en sýrlenska deildin er enn í gangi og landsliðið tekur áfram þátt í alþjóðlegum keppnum. Sextán lið eru í sýrlensku deildinni og Al-Jaish SC frá Damaskus hefur unnið titilinn undanfarin tvö tímabil. Fótboltalandslið Sýrlendinga tekur þátt í undankeppni HM 2018 og þó að útlitið sé ekki gott upp á að komast áfram þá hefur liðið staðið sig betur í undanriðlinum en lið Kína og Katar. Vandamálið var hinsvegar að landsliðið getur að sjálfsögðu ekki spilað heimaleiki sína í Sýrlandi enda enginn öruggur þar. Um tíma gekk illa að finna heimavöll fyrir landslið Sýrlands en hann fannst á endanum í Malasíu. Leikmenn sýrlenska landsliðsins þurfa því að ferðast vel yfir samtals fjórtán þúsund kílómetra til að spila heimaleiki sína í undankeppninni. Sýrland hefur þegar spilað tvo heimaleiki í Seremban í Malasíu, gerðu markalaust jafntefli við bæði Suður-Kóreu og Íran. Eini sigur liðsins kom hinsvegar á útivelli á móti Kína. Næsti heimaleikur Sýrlendinga er síðan á móti Úsbekistan og hann er gríðarlega mikilvægur því landslið Úsbekistan er í næsta sæti fyrir ofan Sýrland sem er jafnframt síðasta sætið í riðlinum sem hefur möguleika á áframhaldandi keppni. BBC fjallar um stöðu mála í fótboltanum í Sýrlandi og hefur sett saman stutta athyglisverða heimildarmynd um ástandið. Hana má finna hér.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Sýrland Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjá meira