Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 06:00 Emil á EM síðasta sumar. vísir/getty Emil Hallfreðsson viðurkennir sjálfur að þrátt fyrir mikla velgengni íslenska landsliðsins á EM í sumar hafi hann ekki upplifað persónulega velgengni. Hann var aldrei í byrjunarliði Íslands og kom aðeins við sögu í 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjalandi í Marseille. „Ég bíð bara eftir mínu tækifæri og er ekkert að væla yfir minni stöðu. Þegar tækifærið kemur verð ég að nýta það,“ sagði Emil fyrir æfingu íslenska landsliðsins á heimavelli Parma, hinum sögufræga Stadio Ennio Tardini, í gær. „Hér er frábært að vera. Mér líður eins og heima hjá mér á Ítalíu og það er gaman að koma til nýrra borga og vera þar í nokkra daga,“ segir Emil sem hefur þó spilað nokkrum sinnum á Il Tardini, áður en félagið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deildina. „Það er allt til alls hjá okkur. Við erum hér í afar góðu yfirlæti – fáum að æfa á heimavelli Parma og erum á fínu hóteli sem er vant því að taka á móti fótboltaliðum.“Ánægður þar sem ég er Emil er á mála hjá Udinese sem er í tólfta sæti ítölsku 1. deildarinnar. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína og gerði þar á undan sterkt 1-1 jafntefli við Ítalíumeistara og topplið Juventus. Emil er í stóru hlutverki á miðju Udinese. „Það er búið að ganga vel. Ég er að spila alla leiki og eftir þrjá taplausa leiki í röð erum við að horfa til þess að komast ofar í töflunni,“ segir Emil. „Leikstíll liðsins hentar mér ágætlega. Ég hef að undanförnu verið að spila sem djúpur miðjumaður og er því að læra á nýja stöðu. Ég hef oftast verið í sókndjarfara hlutverki en þetta á ágætlega við mig og ég er ánægður á þeim stað sem ég er á.“Emil er klár í slaginn gegn Kósóvó.Nordicphotos/GettyEkki allir sem aðlagast Emil hefur verið atvinnumaður undanfarin tólf ár og er að spila með þriðja liði sínu á Ítalíu, þar sem hann hefur verið langstærstan hluta ferilsins. Hann var í fimm ár hjá Hellas Verona áður en hann gekk í raðir Udinese í sumar. Hafnfirðingurinn verður 33 ára í sumar og á rúmt ár eftir af samningi sínum. Heima á Íslandi fær ítalska úrvalsdeildin oft minni athygli en hinar stóru deildirnar í Evrópu og Emil hefur sjálfur orðið var við það. „Ítalía er ein stærsta deild í heimi og mjög erfið. Það eru ekki allir sem ná að aðlagast ítölsku taktíkinni og hvernig þeir vilja að leikurinn sé spilaður. En þetta er líka hörkuskemmtileg deild. Fólk þekkir örugglega vel hversu sterk ítalska deildin er en kannski átta ekki allir sig á því að það er ekki daglegt brauð að Íslendingur sé að spila í Serie A,“ segir Emil. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á föstudag. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf helst á þremur stigum að halda. Emil, sem hefur oftar en ekki verið í hlutverki varamannsins með íslenska landsliðinu síðustu misserin, gæti fengið stærra hlutverk nú vegna forfalla nokkurra lykilmanna. „Ef ég væri Heimir [Hallgrímsson] myndi ég setja mig í byrjunarliðið,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég tel mig sýna og sanna í hverri viku hér á Ítalíu að ég geti spilað með íslenska landsliðinu. Þegar tækifærið kemur þá reyni ég bara að nýta það.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Emil Hallfreðsson viðurkennir sjálfur að þrátt fyrir mikla velgengni íslenska landsliðsins á EM í sumar hafi hann ekki upplifað persónulega velgengni. Hann var aldrei í byrjunarliði Íslands og kom aðeins við sögu í 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjalandi í Marseille. „Ég bíð bara eftir mínu tækifæri og er ekkert að væla yfir minni stöðu. Þegar tækifærið kemur verð ég að nýta það,“ sagði Emil fyrir æfingu íslenska landsliðsins á heimavelli Parma, hinum sögufræga Stadio Ennio Tardini, í gær. „Hér er frábært að vera. Mér líður eins og heima hjá mér á Ítalíu og það er gaman að koma til nýrra borga og vera þar í nokkra daga,“ segir Emil sem hefur þó spilað nokkrum sinnum á Il Tardini, áður en félagið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deildina. „Það er allt til alls hjá okkur. Við erum hér í afar góðu yfirlæti – fáum að æfa á heimavelli Parma og erum á fínu hóteli sem er vant því að taka á móti fótboltaliðum.“Ánægður þar sem ég er Emil er á mála hjá Udinese sem er í tólfta sæti ítölsku 1. deildarinnar. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína og gerði þar á undan sterkt 1-1 jafntefli við Ítalíumeistara og topplið Juventus. Emil er í stóru hlutverki á miðju Udinese. „Það er búið að ganga vel. Ég er að spila alla leiki og eftir þrjá taplausa leiki í röð erum við að horfa til þess að komast ofar í töflunni,“ segir Emil. „Leikstíll liðsins hentar mér ágætlega. Ég hef að undanförnu verið að spila sem djúpur miðjumaður og er því að læra á nýja stöðu. Ég hef oftast verið í sókndjarfara hlutverki en þetta á ágætlega við mig og ég er ánægður á þeim stað sem ég er á.“Emil er klár í slaginn gegn Kósóvó.Nordicphotos/GettyEkki allir sem aðlagast Emil hefur verið atvinnumaður undanfarin tólf ár og er að spila með þriðja liði sínu á Ítalíu, þar sem hann hefur verið langstærstan hluta ferilsins. Hann var í fimm ár hjá Hellas Verona áður en hann gekk í raðir Udinese í sumar. Hafnfirðingurinn verður 33 ára í sumar og á rúmt ár eftir af samningi sínum. Heima á Íslandi fær ítalska úrvalsdeildin oft minni athygli en hinar stóru deildirnar í Evrópu og Emil hefur sjálfur orðið var við það. „Ítalía er ein stærsta deild í heimi og mjög erfið. Það eru ekki allir sem ná að aðlagast ítölsku taktíkinni og hvernig þeir vilja að leikurinn sé spilaður. En þetta er líka hörkuskemmtileg deild. Fólk þekkir örugglega vel hversu sterk ítalska deildin er en kannski átta ekki allir sig á því að það er ekki daglegt brauð að Íslendingur sé að spila í Serie A,“ segir Emil. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á föstudag. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf helst á þremur stigum að halda. Emil, sem hefur oftar en ekki verið í hlutverki varamannsins með íslenska landsliðinu síðustu misserin, gæti fengið stærra hlutverk nú vegna forfalla nokkurra lykilmanna. „Ef ég væri Heimir [Hallgrímsson] myndi ég setja mig í byrjunarliðið,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég tel mig sýna og sanna í hverri viku hér á Ítalíu að ég geti spilað með íslenska landsliðinu. Þegar tækifærið kemur þá reyni ég bara að nýta það.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira