Innlent

Ætla að heimila bílastæðagjöld utan kauptúna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gjaldtaka hefur verið á bílastæðum á Þingvöllum frá 2015. Frumvarpið opnar á bílastæðagjald víðar.
Gjaldtaka hefur verið á bílastæðum á Þingvöllum frá 2015. Frumvarpið opnar á bílastæðagjald víðar. vísir/pjetur
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á umferðarlögum sem veita ráðherra og sveitarstjórnum heimild til að innheimta gjald fyrir notkun bílastæða víða um land.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að nauðsyn sé á uppbyggingu innviða víða um land aukist í takt við aukinn ferðamannastraum. Breytingin er lögð til með það að markmiði að auka uppbyggingu víða um land.

Núgildandi ákvæði umferðarlaga veita kaupstöðum heimild til að innheimta stöðugjald innan kaupstaða og kauptúna. Enga slíka heimild er að finna fyrir bílastæði utan kaupstaða. Sérstök heimild er í lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum sem nú þegar er nýtt og að auki stendur til að hefja brátt gjaldtöku í Vatnajökulsþjóðgarði. Frumvarpið opnar á gjaldtöku á fleiri stöðum. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×