Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. mars 2017 20:00 Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Aðeins þrír hafa greinst með sjúkdóminn á síðustu 20 árum og voru það allt óbólusettir einstaklingar. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinn í Taílandi og kom til landsins 2. mars en veiktist 14. mars síðastliðinn með hita, útbrotum og öndunarfæraeinkennum. Leitað var með barnið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins þann 19. mars síðastliðinn og voru tekin sýni sem staðfestu mislinga. Barnið var óbólusett vegna ungs aldurs. Mislingar er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Hann getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þetta sé í þriðja sinn á 20 árum sem mislingar greinast á Íslandi. „Þau hafa öll smitast erlendis, allt óbólusettir einstaklingar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirVísir/StefánHefur embættið áhyggjur af þessu smiti?„Já, við höfum alltaf ákveðnar áhyggjur af því að mislingar geti breiðst út. Mislingar geta verið alvarlegir en ef að margir einstaklingar eru bólusettir eru litlar líkur á því að við fáum hér einhvern stóran faraldur,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að Landspítalinn og heilsugæsla höfuðborgasvæðisins muni hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af viðkomandi barni. „Þetta níu mánaða barn hefur ekki verið á leikskóla. Það hefur verið heima þannig að það hefur verið með takmarkaðan umgang við önnur börn. Næstu skref eru að finna þá sem hafa hugsanlega komist í tæri við þetta barn meðan það var veikt, rannsaka það og bjóða því bólusetningu ef það er hægt. Og svo fylgjast með fólki vegna þess að það tekur um tólf daga að veikjast. “ Alltaf megi þó gera ráð fyrir því að óbólusettir einstaklingar geti smitast af mislingum. Umrætt barn umgangist fólk því sem minnst. „Barnið er bara heima og er þar í hálfgerðri einangrun. Það er mælst til þess að fólk sé ekki að koma að heimsækja þessa fjölskyldu á meðan veikindin standa yfir. Þetta brýnir okkur í því að hvetja fólk til þess að mæta með sín börn í bólusetningar eins og mælst er til þannig að við getum haldið þessum sjúkdómi frá Íslandi.“ Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Aðeins þrír hafa greinst með sjúkdóminn á síðustu 20 árum og voru það allt óbólusettir einstaklingar. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinn í Taílandi og kom til landsins 2. mars en veiktist 14. mars síðastliðinn með hita, útbrotum og öndunarfæraeinkennum. Leitað var með barnið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins þann 19. mars síðastliðinn og voru tekin sýni sem staðfestu mislinga. Barnið var óbólusett vegna ungs aldurs. Mislingar er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Hann getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þetta sé í þriðja sinn á 20 árum sem mislingar greinast á Íslandi. „Þau hafa öll smitast erlendis, allt óbólusettir einstaklingar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirVísir/StefánHefur embættið áhyggjur af þessu smiti?„Já, við höfum alltaf ákveðnar áhyggjur af því að mislingar geti breiðst út. Mislingar geta verið alvarlegir en ef að margir einstaklingar eru bólusettir eru litlar líkur á því að við fáum hér einhvern stóran faraldur,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að Landspítalinn og heilsugæsla höfuðborgasvæðisins muni hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af viðkomandi barni. „Þetta níu mánaða barn hefur ekki verið á leikskóla. Það hefur verið heima þannig að það hefur verið með takmarkaðan umgang við önnur börn. Næstu skref eru að finna þá sem hafa hugsanlega komist í tæri við þetta barn meðan það var veikt, rannsaka það og bjóða því bólusetningu ef það er hægt. Og svo fylgjast með fólki vegna þess að það tekur um tólf daga að veikjast. “ Alltaf megi þó gera ráð fyrir því að óbólusettir einstaklingar geti smitast af mislingum. Umrætt barn umgangist fólk því sem minnst. „Barnið er bara heima og er þar í hálfgerðri einangrun. Það er mælst til þess að fólk sé ekki að koma að heimsækja þessa fjölskyldu á meðan veikindin standa yfir. Þetta brýnir okkur í því að hvetja fólk til þess að mæta með sín börn í bólusetningar eins og mælst er til þannig að við getum haldið þessum sjúkdómi frá Íslandi.“
Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira