CNN segir hamingju Íslendinga felast í vatninu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. mars 2017 23:30 Sundlaugarnar á Íslandi eru þjóðargersemar. Vísir/Stefán Sundlaugar og heita vatnið á Íslandi er lykillinn að hamingju Íslendinga ef marka má innslag CNN sem tekið var upp hér á landi nýverið. Rætt er við þjóðfræðinginn Valdimar Hafstein sem rannsakað sundlaugamenningu á Íslandi ásamt fleirum en samkvæmt nýjum lista SDSN, stofnunar á vegum Sameinuðu þjóðanna, er Ísland þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi.„Samkvæmt skilgreiningu Aljóðaheilbrigðisstofnunarinnar snýst heilsa um fleira en það eitt að vera laus við sjúkdóma. Heilsan er fólgin í líkamlegri, andlegri og félagsri vellíðan og út frá því mætti halda því fram að hitaveitan og sundlaugarnar gegni talsverðu hlutverki í heilsu Íslendinga. Sundlaugarnar eiga þátt í vellíðan þeirra sem þangað sækja, sem eru býsna margir,“ segir Valdimar. Í innslaginu er því haldið fram að besta leiðin til þess að hitta Íslendinga sé einfaldlega að skella sér í sund og að sundlaugarnar hafi í gegnum tíðina brotið niður samfélagslegar hindranir sem verða til í öllum samfélögum. „Hérna hittast allir í heita pottinum, það skiptir ekki máli hvort það er kennarinn og nemandinn, kaupsýslumaðurinn eða verkamaðurinn, milljónamæringurinn eða bílasalinn, hérna hittast allir,“ segir Valdimar. Þá er einnig greint frá þeim óskrifuðu reglum sem gilda varðandi sundferðir hér á landi og mikilvægt er að hlýta hverju sinni. Það má ekki ræða of persónuleg málefni og mikilvægt er að að halda sig við almennt tal um það sem er að gerast í samfélaginu. Þá er má ekki takast í hendur, það er nóg að kinka kolli. Mikilvægast af öllu er þó að þrífa sig vel og vandlega áður en haldið er til sundlaugarinnar, enda taki Íslendingar ekki vel í það ef einhver sleppir því skrefi.Innslag CNN má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Sundlaugar og heita vatnið á Íslandi er lykillinn að hamingju Íslendinga ef marka má innslag CNN sem tekið var upp hér á landi nýverið. Rætt er við þjóðfræðinginn Valdimar Hafstein sem rannsakað sundlaugamenningu á Íslandi ásamt fleirum en samkvæmt nýjum lista SDSN, stofnunar á vegum Sameinuðu þjóðanna, er Ísland þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi.„Samkvæmt skilgreiningu Aljóðaheilbrigðisstofnunarinnar snýst heilsa um fleira en það eitt að vera laus við sjúkdóma. Heilsan er fólgin í líkamlegri, andlegri og félagsri vellíðan og út frá því mætti halda því fram að hitaveitan og sundlaugarnar gegni talsverðu hlutverki í heilsu Íslendinga. Sundlaugarnar eiga þátt í vellíðan þeirra sem þangað sækja, sem eru býsna margir,“ segir Valdimar. Í innslaginu er því haldið fram að besta leiðin til þess að hitta Íslendinga sé einfaldlega að skella sér í sund og að sundlaugarnar hafi í gegnum tíðina brotið niður samfélagslegar hindranir sem verða til í öllum samfélögum. „Hérna hittast allir í heita pottinum, það skiptir ekki máli hvort það er kennarinn og nemandinn, kaupsýslumaðurinn eða verkamaðurinn, milljónamæringurinn eða bílasalinn, hérna hittast allir,“ segir Valdimar. Þá er einnig greint frá þeim óskrifuðu reglum sem gilda varðandi sundferðir hér á landi og mikilvægt er að hlýta hverju sinni. Það má ekki ræða of persónuleg málefni og mikilvægt er að að halda sig við almennt tal um það sem er að gerast í samfélaginu. Þá er má ekki takast í hendur, það er nóg að kinka kolli. Mikilvægast af öllu er þó að þrífa sig vel og vandlega áður en haldið er til sundlaugarinnar, enda taki Íslendingar ekki vel í það ef einhver sleppir því skrefi.Innslag CNN má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira