Lagði LÍN og er ekki í ábyrgð fyrir fjörutíu ára gömlu námsláni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. mars 2017 21:10 Lánasjóður íslenskra námsmanna vísir/valli Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hefur úrskurðað að Kristján Ari Arason geti ekki talist í ábyrgð fyrir fyrir tæplega fjörutíu ára gömlu námsláni sem kunningi hans tók og Kristján var í ábyrgð fyrir. Ábyrgðin féll niður vegna lagabreytinga árið 1992. Fyrir rúmu ári síðan fékk Kristján Ari tilkynningu frá LÍN þar sem honum var gert kunnugt um að námslán sem hann var í ábyrgð fyrir hafi verið gjaldfelld vegna þess að lántakinn hafi orðið gjaldþrota. Ekkert hafði verið greitt inn á lánin og var Kristján krafinn um einnar milljón króna greiðslu innan tveggja vikna. Þegar Kristján fór að kanna málið kom í ljós að árið 1992 var lögum um LÍN breytt þannig að námslán sem maðurinn hafði tekið síðar á lífsleiðinni voru sett í forgang varðandi endurgreiðslu. Hafði hann því greitt samviskusamlega inn á nýrri lánin en eldri lánin voru látin mæta afgangi. Þessu mótmælti Kristján Ari. „Það er þvert á ábyrgðarskilmálana sem við skrifuðum undir. Þar stóð skýrum stöfum að endurgreiðslur skyldi hefjast þremur árum eftir námslok en það var ekki gert,“ segir Kristján um lagabreytinguna sem gerði það að verkum að nýrri lán voru sett í forgang.Lánasjóðurinn sótti málið að hörku að sögn Kristjáns.Vísir/ValliEnginn vilji til þess að semjaKristján segir að þegar greiðslukrafan frá LÍN barst honum hafi hann haft sambandi við Lánasjóðinn í von um að hægt væri að semja. Enginn vilji hafi hins vegar verið hjá LÍN til þess og segir hann að LÍN hafi sótt málið af hörku. Á endanum greiddi Kristján Ari kröfuna, þó með þeim fyrirvara um að hún væri réttmætt. Í von um að leysa málið í sátt fór Kristján Ari tvisvar fyrir stjórn LÍN, meðal annars með sáttaboð, án árangurs. „Það stóð aldrei til af minni hálfu að hlaupast undan ábyrgðum á því sem ég bæri ábyrgð á,“ segir Kristján en málið fór að lokum fyrir Málskotsnefnd lánasjóðsins. Í dag fékk Kristján Ari tilkynningu um að hann hefðu unnið málið gegn Lánasjóðinum. Niðurstaða nefndarinnar er sú að lagabreytingin 1992 hafi falið í sér óheimilar og íþyngjandi breytingar gagnvart Kristjáni sem ábyrgðarmanni. Aðgerðir LÍN þessu tengdu hafi verið á ábyrgð sjóðsins og ábyrgðir Kristjáns hafi því fallið niður. Á Kristján því von á endurgreiðslu frá LÍN en hann gagnrýnir að lánasjóðurinn skuli haga sér eins og hver annar fjárfestingarsjóður. „Ég er ánægður með að fá þetta fram og ég yrði líka ánægður ef þetta yrði til þess að stoppa þessa framgöngu LÍN. Þetta er fordæmalaus harka í sjóði sem er ætlaður til þess að tryggja jöfnuð til náms.“ Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hefur úrskurðað að Kristján Ari Arason geti ekki talist í ábyrgð fyrir fyrir tæplega fjörutíu ára gömlu námsláni sem kunningi hans tók og Kristján var í ábyrgð fyrir. Ábyrgðin féll niður vegna lagabreytinga árið 1992. Fyrir rúmu ári síðan fékk Kristján Ari tilkynningu frá LÍN þar sem honum var gert kunnugt um að námslán sem hann var í ábyrgð fyrir hafi verið gjaldfelld vegna þess að lántakinn hafi orðið gjaldþrota. Ekkert hafði verið greitt inn á lánin og var Kristján krafinn um einnar milljón króna greiðslu innan tveggja vikna. Þegar Kristján fór að kanna málið kom í ljós að árið 1992 var lögum um LÍN breytt þannig að námslán sem maðurinn hafði tekið síðar á lífsleiðinni voru sett í forgang varðandi endurgreiðslu. Hafði hann því greitt samviskusamlega inn á nýrri lánin en eldri lánin voru látin mæta afgangi. Þessu mótmælti Kristján Ari. „Það er þvert á ábyrgðarskilmálana sem við skrifuðum undir. Þar stóð skýrum stöfum að endurgreiðslur skyldi hefjast þremur árum eftir námslok en það var ekki gert,“ segir Kristján um lagabreytinguna sem gerði það að verkum að nýrri lán voru sett í forgang.Lánasjóðurinn sótti málið að hörku að sögn Kristjáns.Vísir/ValliEnginn vilji til þess að semjaKristján segir að þegar greiðslukrafan frá LÍN barst honum hafi hann haft sambandi við Lánasjóðinn í von um að hægt væri að semja. Enginn vilji hafi hins vegar verið hjá LÍN til þess og segir hann að LÍN hafi sótt málið af hörku. Á endanum greiddi Kristján Ari kröfuna, þó með þeim fyrirvara um að hún væri réttmætt. Í von um að leysa málið í sátt fór Kristján Ari tvisvar fyrir stjórn LÍN, meðal annars með sáttaboð, án árangurs. „Það stóð aldrei til af minni hálfu að hlaupast undan ábyrgðum á því sem ég bæri ábyrgð á,“ segir Kristján en málið fór að lokum fyrir Málskotsnefnd lánasjóðsins. Í dag fékk Kristján Ari tilkynningu um að hann hefðu unnið málið gegn Lánasjóðinum. Niðurstaða nefndarinnar er sú að lagabreytingin 1992 hafi falið í sér óheimilar og íþyngjandi breytingar gagnvart Kristjáni sem ábyrgðarmanni. Aðgerðir LÍN þessu tengdu hafi verið á ábyrgð sjóðsins og ábyrgðir Kristjáns hafi því fallið niður. Á Kristján því von á endurgreiðslu frá LÍN en hann gagnrýnir að lánasjóðurinn skuli haga sér eins og hver annar fjárfestingarsjóður. „Ég er ánægður með að fá þetta fram og ég yrði líka ánægður ef þetta yrði til þess að stoppa þessa framgöngu LÍN. Þetta er fordæmalaus harka í sjóði sem er ætlaður til þess að tryggja jöfnuð til náms.“
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira