Landshópur Kósovó: Enginn Pepa en þrír nýir framherjar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. mars 2017 14:24 Avni Pepa hlaut ekki náð fyrir augum Albert Bunjaki, landsliðsþjálfara Kósovó. vísir/hanna Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, var ekki valinn í landsliðshóp Kósovó fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM 2018 á föstudaginn. Pepa hefur hingað til verið í hópnum í undankeppninni og leikið einn leik. Hann hefur alls leikið sex landsleiki. Albert Bunjaki, þjálfari Kósovó, valdi þrjá nýja framherja í hópinn; Besart Berisha, Donis Avdijaj og Atdhe Nuhiu. Berisha leikur með Melbourne Victory í Ástralíu, Avdijaj er á mála hjá Schalke 04 og Nuhiu leikur með Sheffield Wednesday. Berisha lék á sínum tíma 17 landsleiki fyrir Albaníu og skoraði eitt mark. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur spilað í Ástralíu undanfarin ár og verið duglegur að skora.Donis Avdijaj, leikmaður Schalke 04, er nýr í landsliðshópi Kósovó.vísir/gettyAvdijaj, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Schalke en gerði ágætis hluti sem lánsmaður hjá Sturm Graz þar sem hann skoraði 13 mörk í 45 leikjum. Avdijaj lék með yngri landsliðum Þýskalands og skoraði m.a. 10 mörk í 13 leikjum fyrir þýska U-17 ára landsliðið. Nuhiu, sem er 197 cm á hæð, lék með yngri landsliðum Austurríkis á sínum tíma. Nuhiu hefur ekki enn skorað í ensku B-deildinni í vetur en miðvikudagsfélagið keypti hann af Rapid Vín 2013. Lið Kósovó er mjög ungt en aðeins þrír leikmenn af 23 eru eldri en 27 ára. Kósovó er í sjötta og neðsta sæti I-riðils með eitt stig eftir fjóra leiki. Markatala liðsins er 1-12. Ísland er í 3. sætinu með sjö stig.Landsliðshópur Kósovo er þannig skipaður:Markverðir: Samir Ujkani, Pisa Adis Nurković, Travnik Bledar Hajdini, TrepçaVarnarmenn: Fanol Përdedaj, 1860 Munich Leart Paqarada, Sandhausen Alban Pnishi, Grasshopper Amir Rrahman, Lokomotiva Benjamin Kololli, Lausanne-Sport Fidan Aliti, Slaven Belupo Mërgim Vojvoda, Mouscron Ardian Ismajli, Hajduk SplitMiðjumenn: Bernard Berisha, Terek Grozny Valon Berisha, Red Bull Salzburg Bersant Celina, Twente Milot Rashica, Vitesse Herolind Shala, Kasımpaşa Arber Zeneli, Heerenveen Hekuran Kryeziu, LuzernFramherjar: Vedat Muriqi, Gençlerbirliği Elba Rashani, Rosenborg Besart Berisha, Melbourne Victory Atdhe Nuhiu, Sheffield Wednesday Donis Avdijaj, Schalke 04 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Avni Pepa, fyrirliði ÍBV, var ekki valinn í landsliðshóp Kósovó fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM 2018 á föstudaginn. Pepa hefur hingað til verið í hópnum í undankeppninni og leikið einn leik. Hann hefur alls leikið sex landsleiki. Albert Bunjaki, þjálfari Kósovó, valdi þrjá nýja framherja í hópinn; Besart Berisha, Donis Avdijaj og Atdhe Nuhiu. Berisha leikur með Melbourne Victory í Ástralíu, Avdijaj er á mála hjá Schalke 04 og Nuhiu leikur með Sheffield Wednesday. Berisha lék á sínum tíma 17 landsleiki fyrir Albaníu og skoraði eitt mark. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur spilað í Ástralíu undanfarin ár og verið duglegur að skora.Donis Avdijaj, leikmaður Schalke 04, er nýr í landsliðshópi Kósovó.vísir/gettyAvdijaj, sem er tvítugur, er uppalinn hjá Schalke en gerði ágætis hluti sem lánsmaður hjá Sturm Graz þar sem hann skoraði 13 mörk í 45 leikjum. Avdijaj lék með yngri landsliðum Þýskalands og skoraði m.a. 10 mörk í 13 leikjum fyrir þýska U-17 ára landsliðið. Nuhiu, sem er 197 cm á hæð, lék með yngri landsliðum Austurríkis á sínum tíma. Nuhiu hefur ekki enn skorað í ensku B-deildinni í vetur en miðvikudagsfélagið keypti hann af Rapid Vín 2013. Lið Kósovó er mjög ungt en aðeins þrír leikmenn af 23 eru eldri en 27 ára. Kósovó er í sjötta og neðsta sæti I-riðils með eitt stig eftir fjóra leiki. Markatala liðsins er 1-12. Ísland er í 3. sætinu með sjö stig.Landsliðshópur Kósovo er þannig skipaður:Markverðir: Samir Ujkani, Pisa Adis Nurković, Travnik Bledar Hajdini, TrepçaVarnarmenn: Fanol Përdedaj, 1860 Munich Leart Paqarada, Sandhausen Alban Pnishi, Grasshopper Amir Rrahman, Lokomotiva Benjamin Kololli, Lausanne-Sport Fidan Aliti, Slaven Belupo Mërgim Vojvoda, Mouscron Ardian Ismajli, Hajduk SplitMiðjumenn: Bernard Berisha, Terek Grozny Valon Berisha, Red Bull Salzburg Bersant Celina, Twente Milot Rashica, Vitesse Herolind Shala, Kasımpaşa Arber Zeneli, Heerenveen Hekuran Kryeziu, LuzernFramherjar: Vedat Muriqi, Gençlerbirliği Elba Rashani, Rosenborg Besart Berisha, Melbourne Victory Atdhe Nuhiu, Sheffield Wednesday Donis Avdijaj, Schalke 04
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars. 17. mars 2017 12:40