Hvíti hákarlinn kemur McIlroy til varnar fyrir að spila golf með Trump | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2017 08:30 Ástralski kylfingurinn Greg Norman, betur þekktur sem Hvíti hákarlinn, sér ekkert að því að Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, hafi spilað golf með Donald Trump, hinum umdeilda forseta Bandaríkjanna. Norðurírski kylfingurinn fékk mikla gagnrýni fyrir að taka hring með Trump. Hann var meðal annars kallaður fasisti og hálfviti en sjálfum kom honum gagnrýnin á óvart.Sjá einnig:Rory: Trump er ansi góður í golfi „Ég var bara að reyna að sýna virðingu. Er Bandaríkjaforseti hringir og vill spila þá segir maður ekki nei. Ég er ekki sammála öllu sem hann segir en að er bara þannig,“ sagði Rory um golfhringinn í byrjun mars. Norman skilur McIlroy mæta vel enda lenti hann sjálfur í nákvæmlega eins stöðu fyrir mörgum árum síðan þegar Bill Clinton vildi taka hring með hákarlinum í Ástralíu. „Rory fékk óréttláta gagnrýni. Ef forseti Bandaríkjanna biður þig um að spila með sér golf þá ferðu og spilar golf með forseta Bandaríkjanna. Svo einfalt er það,“ segir Norman í viðtali við BBC.Big battle today at Trump International with Clear CEO Garry Singer @McIlroyRory @PaulONeillYES @realDonaldTrump Drain the putt... pic.twitter.com/AZJqEVtlBT— ClearSports (@ClearSportsLLC) February 19, 2017 „Sjálfur fékk ég einu sinni símtal frá Hvíta húsinu og mér var tjáð að forsetinn [Bill Clinton] væri að koma til Ástralíu og vildi spila golf með mér. Ég er ekki demókrati þannig ég vildi ekki spila með honum.“ Í staðinn fyrir að hafna beiðni forsetans hringdi Norman í forvera Clintons, George Bush eldri, og leitaði ráða. Norman tjáði forsetanum fyrrverandi að hann væri ekki aðdáandi Clintons enda væri hann, eins og Bush, rebúblikani. „Það er allt gott og blessað en þú verður að virða stöðu forseta Bandaríkjanna. Farðu og spilaðu með honum,“ sagði Bush við Norman sem hlýddi forsetanum og sér ekki eftir því í dag. „Þetta allt saman varð til þess að ég eignaðist einn minn besta vin.“ „Clinton er algjörlega frábær maður sem ég var búinn að dæma fyrirfram. Hann hringdi til dæmis reglulega í mig þegar allt í kringum Tiger Woods var að gerast. Ég var nágranni Woods og hann var alltaf að biðja mig um að fara til Tigers og tala við hann. Það eina sem ég bið alla í heiminum um er að virða stöðu forseta Bandaríkjanna,“ segir Greg Norman.Brot úr viðtali BBC við Norman má sjá hér. Golf Tengdar fréttir Hissa á gagnrýninni sem hann fékk fyrir að spila golf með Trump Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, spilaði golf með Donald Trump Bandaríkjaforseta á dögunum og vakti það mikla athygli. 1. mars 2017 12:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Greg Norman, betur þekktur sem Hvíti hákarlinn, sér ekkert að því að Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, hafi spilað golf með Donald Trump, hinum umdeilda forseta Bandaríkjanna. Norðurírski kylfingurinn fékk mikla gagnrýni fyrir að taka hring með Trump. Hann var meðal annars kallaður fasisti og hálfviti en sjálfum kom honum gagnrýnin á óvart.Sjá einnig:Rory: Trump er ansi góður í golfi „Ég var bara að reyna að sýna virðingu. Er Bandaríkjaforseti hringir og vill spila þá segir maður ekki nei. Ég er ekki sammála öllu sem hann segir en að er bara þannig,“ sagði Rory um golfhringinn í byrjun mars. Norman skilur McIlroy mæta vel enda lenti hann sjálfur í nákvæmlega eins stöðu fyrir mörgum árum síðan þegar Bill Clinton vildi taka hring með hákarlinum í Ástralíu. „Rory fékk óréttláta gagnrýni. Ef forseti Bandaríkjanna biður þig um að spila með sér golf þá ferðu og spilar golf með forseta Bandaríkjanna. Svo einfalt er það,“ segir Norman í viðtali við BBC.Big battle today at Trump International with Clear CEO Garry Singer @McIlroyRory @PaulONeillYES @realDonaldTrump Drain the putt... pic.twitter.com/AZJqEVtlBT— ClearSports (@ClearSportsLLC) February 19, 2017 „Sjálfur fékk ég einu sinni símtal frá Hvíta húsinu og mér var tjáð að forsetinn [Bill Clinton] væri að koma til Ástralíu og vildi spila golf með mér. Ég er ekki demókrati þannig ég vildi ekki spila með honum.“ Í staðinn fyrir að hafna beiðni forsetans hringdi Norman í forvera Clintons, George Bush eldri, og leitaði ráða. Norman tjáði forsetanum fyrrverandi að hann væri ekki aðdáandi Clintons enda væri hann, eins og Bush, rebúblikani. „Það er allt gott og blessað en þú verður að virða stöðu forseta Bandaríkjanna. Farðu og spilaðu með honum,“ sagði Bush við Norman sem hlýddi forsetanum og sér ekki eftir því í dag. „Þetta allt saman varð til þess að ég eignaðist einn minn besta vin.“ „Clinton er algjörlega frábær maður sem ég var búinn að dæma fyrirfram. Hann hringdi til dæmis reglulega í mig þegar allt í kringum Tiger Woods var að gerast. Ég var nágranni Woods og hann var alltaf að biðja mig um að fara til Tigers og tala við hann. Það eina sem ég bið alla í heiminum um er að virða stöðu forseta Bandaríkjanna,“ segir Greg Norman.Brot úr viðtali BBC við Norman má sjá hér.
Golf Tengdar fréttir Hissa á gagnrýninni sem hann fékk fyrir að spila golf með Trump Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, spilaði golf með Donald Trump Bandaríkjaforseta á dögunum og vakti það mikla athygli. 1. mars 2017 12:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Hissa á gagnrýninni sem hann fékk fyrir að spila golf með Trump Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, spilaði golf með Donald Trump Bandaríkjaforseta á dögunum og vakti það mikla athygli. 1. mars 2017 12:30