Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2017 18:30 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra Vísir/Eyþór Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. Þá segir hann algert grundvallaratriði að upplýst verði hverjir það eru sem nú er að kaupa hlut í Arion. Að öðrum kosti verði traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í svari til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á Alþingi í morgun að nausynlegt væri að ljúka rannsókn á ferlinu við einkavæðingu bæði Landsbanka og Búnaðarbanka. Hann spurði einnig í umræðum um Búnaðarbankaskýrsluna hver skýldi sér á bakvið grímu lundans. En Lundinn var dulnefni á Kaupþingi í leynilegum samskiptum Ólafs Ólafssonar og annarra leikenda í aðdraganda einkavæðingar Búnaðarbankans árið 2003. Spurningar vöknuðu um þátt eftilitsstofnana við einkavæðingu bankanna. Ekki verður séð af gögnum að þessar stofnanir hafi gert alvarlega tilraun til að ganga úr skugga um að ekki væri um blekkingarleik að ræða. Fyrir þingmenn og þjóð er mikilvægt að vita; getum við treyst eftirlitsmönnunum? Hver hefur eftirlit með eftirlitinu,“ spurði fjármálaráðherra. Hann sagði að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ítrekað nýlega að mikilvægt væri að bankarnir verði í eigu traustra eigenda. Sýna þyrfti þolinmæði við einkavæðingu ríkisbankanna með áherslu á að finna íhaldssama kaupendur sem sýnt hefðu langtíma hollustu við Ísland. Mikilvægt væri að fram færi ítarlegt hæfismat í tengslum við yfirvofandi sölu á virkum hlut í Arion. Benedikt efaðist um að ákvæði í skilyrðum til Samson hópsins sem keypti Landsbankann um stöðu og hagsmuni eigenda innan bankans hafi verið virt. „Ég spyr, voru þessi ákvæði virt á meðan bankaráðsformaðurinn var með skrifstofu á milli bankastjóranna tveggja. Fjármálaeftirlitið taldi reyndar að þeir Björgólfsfeðgar væru óskyldir aðilar þvert á það sem Íslensdingabók segir. Þannig að langt var til þess seilst að þurfa ekki að uppfylla skilyrði framangreindrar ákvörðunar. En nú eru breyttir tímar, eða hvað,“ sagði Benedikt. Nú vildu erlendir aðilar aftur kaupa íslenskan banka og slóðin lægi til aflandseyja sem verið hafi Íslendingum framandi fram að hruni. Hann hafi því sent Fjármálaeftirlitinu bréf með ellefu spurningum varðandi eignarhald á þeim félögum sem keypt hafi eignarhlut í Arion. „Í ljósi sögunnar þarf eignarhaldið að vera sannreynt með öllum ráðum. Ég vænti þess að FME svari svo fljótt sem auðið er. Ef ekki koma fram óyggajndi sannanir um það hverjir eru raunverulegir eigendur verður traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Það væri grundvallaratriði að geta treyst Fjármálaeftirlitinu og Ríkisendurskoðun.“ „Frú forseti, við verðum að vita hver er bakvið grímu lundans,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. Þá segir hann algert grundvallaratriði að upplýst verði hverjir það eru sem nú er að kaupa hlut í Arion. Að öðrum kosti verði traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í svari til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á Alþingi í morgun að nausynlegt væri að ljúka rannsókn á ferlinu við einkavæðingu bæði Landsbanka og Búnaðarbanka. Hann spurði einnig í umræðum um Búnaðarbankaskýrsluna hver skýldi sér á bakvið grímu lundans. En Lundinn var dulnefni á Kaupþingi í leynilegum samskiptum Ólafs Ólafssonar og annarra leikenda í aðdraganda einkavæðingar Búnaðarbankans árið 2003. Spurningar vöknuðu um þátt eftilitsstofnana við einkavæðingu bankanna. Ekki verður séð af gögnum að þessar stofnanir hafi gert alvarlega tilraun til að ganga úr skugga um að ekki væri um blekkingarleik að ræða. Fyrir þingmenn og þjóð er mikilvægt að vita; getum við treyst eftirlitsmönnunum? Hver hefur eftirlit með eftirlitinu,“ spurði fjármálaráðherra. Hann sagði að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ítrekað nýlega að mikilvægt væri að bankarnir verði í eigu traustra eigenda. Sýna þyrfti þolinmæði við einkavæðingu ríkisbankanna með áherslu á að finna íhaldssama kaupendur sem sýnt hefðu langtíma hollustu við Ísland. Mikilvægt væri að fram færi ítarlegt hæfismat í tengslum við yfirvofandi sölu á virkum hlut í Arion. Benedikt efaðist um að ákvæði í skilyrðum til Samson hópsins sem keypti Landsbankann um stöðu og hagsmuni eigenda innan bankans hafi verið virt. „Ég spyr, voru þessi ákvæði virt á meðan bankaráðsformaðurinn var með skrifstofu á milli bankastjóranna tveggja. Fjármálaeftirlitið taldi reyndar að þeir Björgólfsfeðgar væru óskyldir aðilar þvert á það sem Íslensdingabók segir. Þannig að langt var til þess seilst að þurfa ekki að uppfylla skilyrði framangreindrar ákvörðunar. En nú eru breyttir tímar, eða hvað,“ sagði Benedikt. Nú vildu erlendir aðilar aftur kaupa íslenskan banka og slóðin lægi til aflandseyja sem verið hafi Íslendingum framandi fram að hruni. Hann hafi því sent Fjármálaeftirlitinu bréf með ellefu spurningum varðandi eignarhald á þeim félögum sem keypt hafi eignarhlut í Arion. „Í ljósi sögunnar þarf eignarhaldið að vera sannreynt með öllum ráðum. Ég vænti þess að FME svari svo fljótt sem auðið er. Ef ekki koma fram óyggajndi sannanir um það hverjir eru raunverulegir eigendur verður traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Það væri grundvallaratriði að geta treyst Fjármálaeftirlitinu og Ríkisendurskoðun.“ „Frú forseti, við verðum að vita hver er bakvið grímu lundans,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira