Viðskipti erlent

Hlutabréf í H&M taka dýfu

Sæunn Gísladóttir skrifar
H&M mun opna þrjár fataverslanir hér á landi á næstu tveimur árum.
H&M mun opna þrjár fataverslanir hér á landi á næstu tveimur árum. Nordicphotos/Getty
Gengi hlutabréfa í sænska tískurisanum H&M hefur lækkað um 4,6 prósent það sem af er degi. Líklega má rekja lækkunina til þess sem greint var frá í ársfjórðungsskýrslu fyrirtækisins sem kom var birt í dag.

Irish Times greinir frá því að H&M hafi getað komið í veg fyrir samdrátt í hagnaði milli ársfjórðunga með aðhaldsaðgerðum. Fyrirtækið mun hins vegar auka fjárfestingu á árinu til að keppa við aðal samkeppnisaðila sinn Inditex, sem á meðal annars Zara.

Forsvarsmenn H&M segja að markaðsskilyrði séu enn mjög erfið í evrópska og bandaríska markaðnum, þar sem kauphegðun er hratt að breytast. Söluaukning var undir væntingum á fjórðungnum. 

H&M mun opna þrjár fataverslanir hér á landi á næstu tveimur árum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×