Mistök að grípa ekki strax inn í og fara fram á óháða úttekt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. mars 2017 14:29 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að gerð verði óháð úttekt á vinnubrögðum innan embættisins. Ástæðan er að gefin hefur verið út ákæra á hendur lögreglumanni sem sakaður er um að hafa beitt fanga ofbeldi í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í maí í fyrra. Lögreglumanninum var vikið úr starfi í mars síðastliðnum, níu mánuðum eftir að meint atvik átti sér stað, líkt og Vísir greindi frá í gær. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mistök hafi verið gerð í þeim efnum og að tryggja þurfi að mál sem þessi fái afgreiðslu strax. Hins vegar hafi ekki verið talin, í ljósi lagalegra fordæma, heimild til að víkja lögreglumanninum úr starfi þegar það kom til álita, meðal annars vegna þess hversu langt var liðið frá því að málið kom upp. „Valdbeitingarheimildum lögreglu fylgir mikil ábyrgð og það felur í sér að öll mál sem varða misbeitingu þess séu skoðuð í kjölinn. Óháð úttekt á vinnubrögðum er liður í því enda mikilvægt að leiða í ljós hvort brotalamir kunni að vera fyrir hendi við meðferð slíkra mála hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu svo tryggja megi að þau fái rétta meðferð í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, sem var starfandi lögreglustjóri í fjarveru Sigríðar á þeim tíma sem atvikið kom upp, segjast ekki hafa vitað af atvikinu fyrr en í janúar síðastliðnum, eða sjö mánuðum eftir að það var kært. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari fullyrðir hins vegar að hafa upplýst lögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir. Lögreglumaðurinn er meðal annars sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið í tvígang. Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18 Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42 Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að gerð verði óháð úttekt á vinnubrögðum innan embættisins. Ástæðan er að gefin hefur verið út ákæra á hendur lögreglumanni sem sakaður er um að hafa beitt fanga ofbeldi í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í maí í fyrra. Lögreglumanninum var vikið úr starfi í mars síðastliðnum, níu mánuðum eftir að meint atvik átti sér stað, líkt og Vísir greindi frá í gær. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mistök hafi verið gerð í þeim efnum og að tryggja þurfi að mál sem þessi fái afgreiðslu strax. Hins vegar hafi ekki verið talin, í ljósi lagalegra fordæma, heimild til að víkja lögreglumanninum úr starfi þegar það kom til álita, meðal annars vegna þess hversu langt var liðið frá því að málið kom upp. „Valdbeitingarheimildum lögreglu fylgir mikil ábyrgð og það felur í sér að öll mál sem varða misbeitingu þess séu skoðuð í kjölinn. Óháð úttekt á vinnubrögðum er liður í því enda mikilvægt að leiða í ljós hvort brotalamir kunni að vera fyrir hendi við meðferð slíkra mála hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu svo tryggja megi að þau fái rétta meðferð í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, sem var starfandi lögreglustjóri í fjarveru Sigríðar á þeim tíma sem atvikið kom upp, segjast ekki hafa vitað af atvikinu fyrr en í janúar síðastliðnum, eða sjö mánuðum eftir að það var kært. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari fullyrðir hins vegar að hafa upplýst lögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir. Lögreglumaðurinn er meðal annars sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið í tvígang.
Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18 Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42 Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18
Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42
Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00