Segir að fjöldi ferðamanna muni að óbreyttu þrefaldast fram til 2030 Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2017 13:02 Óskar Jósefsson er framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála. Vísir/anton Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála segir að óbreyttu muni fjöldi ferðamanna hér á landi þrefaldast á næstu þrettán árum og vera kominn upp í fimm til sex milljónir í lok næsta áratugar. Hann segir nauðsynlegt að grípa sem fyrst til ráðstafana til að tryggja að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki ósjálfbær. Síðasta ár var mettár í komu erlendra ferðamanna hingað til lands og spáð er þrjátíu prósenta vexti á þessu ári. Búist er við því að fjöldinn fari upp fyrir tvær milljónir í ár og verði kominn upp í fjórar milljónir árið 2020. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segir að ferðaþjónustan sé komin að mörkum þess að teljast sjálfbær. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. „Vöxturinn hefur náttúrulega verið langt umfram það sem væntingar manna gengu til um og ég held að við séum komin í dag á þann stað að við þurfum að velta fyrir okkur hvort þetta sé sjálfbær vöxtur. Það skiptir atvinnugreinina og þjóðfélagið máli að vöxturinn sé sjálfbær þannig að það verði ekki þannig einn daginn að hér standi ónýtar fjárfestingar og fólk sem ekki hefur vinnu við að veita þjónustu til ferðamanna.“Þarf að meta getu samfélagsins Óskar segir nauðsynlegt að meta getu samfélagsins til taka á þessum vexti. Bæði til að tryggja öryggi ferðamanna sem og þjónustu við þá. „Ég lék mér nú að þessum tölum og tók meðaltalsvöxt greinarinnar, keyrði vöxtinn niður á næstu þremur, fjórum árum í meðaltal greinarinnar á alþjóðavísu. Ef þú framreiknar það til 2030 þá erum við með milli fimm og sex milljónir ferðamanna,“ segir Óskar. Hann segir að þessi vöxtur kalli á gríðarlega aukningu á vinnuafli og það geti haft áhrif á meðal annars húsnæðismarkaðinn. „Við erum að byggja mikið á innfluttu vinnuafli og þá kemur þrýstingur á húsnæðismarkaðinn til viðbótar við þann þrýsti sem er á honum í dag. Því til viðbótar fer alltaf hluti af húsnæði í þessa AirBnb-leigu. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta er ekki fær leið. Við stöndum svolítið frammi fyrir því núna að þurfa að leggja mat á það hvað við treystum okkur til að taka á móti mörgum ferðamönnum þannig að við getum tryggt að þeir séu hér í öruggu umhverfi og fari hamingjusamir heim,“ segir Óskar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála segir að óbreyttu muni fjöldi ferðamanna hér á landi þrefaldast á næstu þrettán árum og vera kominn upp í fimm til sex milljónir í lok næsta áratugar. Hann segir nauðsynlegt að grípa sem fyrst til ráðstafana til að tryggja að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki ósjálfbær. Síðasta ár var mettár í komu erlendra ferðamanna hingað til lands og spáð er þrjátíu prósenta vexti á þessu ári. Búist er við því að fjöldinn fari upp fyrir tvær milljónir í ár og verði kominn upp í fjórar milljónir árið 2020. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segir að ferðaþjónustan sé komin að mörkum þess að teljast sjálfbær. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. „Vöxturinn hefur náttúrulega verið langt umfram það sem væntingar manna gengu til um og ég held að við séum komin í dag á þann stað að við þurfum að velta fyrir okkur hvort þetta sé sjálfbær vöxtur. Það skiptir atvinnugreinina og þjóðfélagið máli að vöxturinn sé sjálfbær þannig að það verði ekki þannig einn daginn að hér standi ónýtar fjárfestingar og fólk sem ekki hefur vinnu við að veita þjónustu til ferðamanna.“Þarf að meta getu samfélagsins Óskar segir nauðsynlegt að meta getu samfélagsins til taka á þessum vexti. Bæði til að tryggja öryggi ferðamanna sem og þjónustu við þá. „Ég lék mér nú að þessum tölum og tók meðaltalsvöxt greinarinnar, keyrði vöxtinn niður á næstu þremur, fjórum árum í meðaltal greinarinnar á alþjóðavísu. Ef þú framreiknar það til 2030 þá erum við með milli fimm og sex milljónir ferðamanna,“ segir Óskar. Hann segir að þessi vöxtur kalli á gríðarlega aukningu á vinnuafli og það geti haft áhrif á meðal annars húsnæðismarkaðinn. „Við erum að byggja mikið á innfluttu vinnuafli og þá kemur þrýstingur á húsnæðismarkaðinn til viðbótar við þann þrýsti sem er á honum í dag. Því til viðbótar fer alltaf hluti af húsnæði í þessa AirBnb-leigu. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta er ekki fær leið. Við stöndum svolítið frammi fyrir því núna að þurfa að leggja mat á það hvað við treystum okkur til að taka á móti mörgum ferðamönnum þannig að við getum tryggt að þeir séu hér í öruggu umhverfi og fari hamingjusamir heim,“ segir Óskar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira