Takast á við Ragnarök Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. apríl 2017 08:00 Linda Ýr, Guðný Lára og Aníta Björk ætla sér alla leið í dag – á mynd með dómaranum Agli Kaktuz. Vísir/Ernir Í dag, laugardag, verður fyrsta roller derby mótið haldið á Íslandi í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Tvö bresk lið sækja stelpurnar í Ragnarökum heim. Guðný Lára Guðmundsdóttir, forritari, er leikmaður Ragnaraka og vonast eftir góðri mætingu í dag. „Þetta er fáránlega skemmtilegt – stelpuíþrótt á hjólaskautum!,“ útskýrir hún, en roller derby útleggst á íslensku sem hjólaskautaat. „Þetta er líka svo skemmtilegt því þarna kemur saman ótrúlegasta fólk, ólíkt og úr öllum stéttum. Þetta hentar öllum – fólki sem fann sig ekki annars staðar eða vill aðeins finna sig upp á nýtt,“ segir Guðný Lára. Ragnarök er eina íslenska lið sinnar tegundar. Um er að ræða tuttugu stelpur sem stunda eins konar ruðning á hjólaskautum. Hver leikmaður hefur sitt nafn, sem hann notar í keppni og spilar með stríðsmálningu í andliti. Þá er metnaður lagður í búningana – ekki síst hlífarnar, sem eru algjört aðalatriði í þessari íþrótt þar sem hart er tekist á. Í hjólaskautaati eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu og spila á sporöskjulaga braut. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að „hringa“ andstæðingana, það er, að komast heilan hring á brautinni, fram úr andstæðingi sínum á hjólaskautunum. Íþróttin hefur undanfarið verið að ryðja sér til rúms hér á landi og víðar – ekki síst með tilkomu kvikmyndarinnar Whip it, sem er þó orðin nokkurra ára gömul. Í myndinni fylgjumst við með sorgum og sigrum stúlkna í hjólaskautaati og með aðalhlutverkin fara Drew Barrymore og Ellen Paige.Búist er við æsispennandi baráttu um titilinn á Seltjarnarnesi í dag, en það lið ber sigur úr býtum sem vinnur báða sína leiki eða, ef tvísýnt er um úrslit, sem skorar flest stig í heildina. Guðný Lára hefur stundað hjólaskautaat í rúm fimm ár. „Þetta fór hægt af stað, eiginlega rosalega hægt, en núna fer þetta bara stækkandi. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri – og meira um að vera, eins og núna; þetta er í fyrsta sinn sem haldið er Roller derby mót á Íslandi og við erum strax byrjuð að huga að því að bjóða fleiri liðum til landsins fyrir næsta mót. Þetta er bara upphafið,“ segir Guðný að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Hulk Hogan er látinn Lífið Fleiri fréttir „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Sjá meira
Í dag, laugardag, verður fyrsta roller derby mótið haldið á Íslandi í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Tvö bresk lið sækja stelpurnar í Ragnarökum heim. Guðný Lára Guðmundsdóttir, forritari, er leikmaður Ragnaraka og vonast eftir góðri mætingu í dag. „Þetta er fáránlega skemmtilegt – stelpuíþrótt á hjólaskautum!,“ útskýrir hún, en roller derby útleggst á íslensku sem hjólaskautaat. „Þetta er líka svo skemmtilegt því þarna kemur saman ótrúlegasta fólk, ólíkt og úr öllum stéttum. Þetta hentar öllum – fólki sem fann sig ekki annars staðar eða vill aðeins finna sig upp á nýtt,“ segir Guðný Lára. Ragnarök er eina íslenska lið sinnar tegundar. Um er að ræða tuttugu stelpur sem stunda eins konar ruðning á hjólaskautum. Hver leikmaður hefur sitt nafn, sem hann notar í keppni og spilar með stríðsmálningu í andliti. Þá er metnaður lagður í búningana – ekki síst hlífarnar, sem eru algjört aðalatriði í þessari íþrótt þar sem hart er tekist á. Í hjólaskautaati eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu og spila á sporöskjulaga braut. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að „hringa“ andstæðingana, það er, að komast heilan hring á brautinni, fram úr andstæðingi sínum á hjólaskautunum. Íþróttin hefur undanfarið verið að ryðja sér til rúms hér á landi og víðar – ekki síst með tilkomu kvikmyndarinnar Whip it, sem er þó orðin nokkurra ára gömul. Í myndinni fylgjumst við með sorgum og sigrum stúlkna í hjólaskautaati og með aðalhlutverkin fara Drew Barrymore og Ellen Paige.Búist er við æsispennandi baráttu um titilinn á Seltjarnarnesi í dag, en það lið ber sigur úr býtum sem vinnur báða sína leiki eða, ef tvísýnt er um úrslit, sem skorar flest stig í heildina. Guðný Lára hefur stundað hjólaskautaat í rúm fimm ár. „Þetta fór hægt af stað, eiginlega rosalega hægt, en núna fer þetta bara stækkandi. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri – og meira um að vera, eins og núna; þetta er í fyrsta sinn sem haldið er Roller derby mót á Íslandi og við erum strax byrjuð að huga að því að bjóða fleiri liðum til landsins fyrir næsta mót. Þetta er bara upphafið,“ segir Guðný að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Hulk Hogan er látinn Lífið Fleiri fréttir „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“