Apríl verður ótrúlega skrítinn Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. apríl 2017 10:00 Þeir Sjón og Hugleikur Dagsson auk Sigurjóns Kjartanssonar hafa starfrækt Svarta sunnudaga í þó nokkur ár. Vísir/Stefán „Þetta er hugmynd sem spratt hjá honum Sjón. Málið er það að þessi hugmynd bak við kvöldin Svarta sunnudaga í Bíói Paradís varð til í Facebook-grúppu sem heitir Gríðarlega undarlegar kvikmyndir – og eftir því sem ég best veit er þessi hópur nefndur eftir ritinu Incredibly strange films, sem kom út 1986 og er rit um költmyndir – og af því að Svartir sunnudagar hafa gengið vel hjá okkur þá erum við svolítið að halda upp á það með því að hafa þemamánuð til heiðurs þessu riti,“ segir Hugleikur Dagsson, nefndarmeðlimur Svartra sunnudaga, en með honum í því batteríi eru þeir Sigurjón Kjartansson og áðurnefndur Sjón. Þeir hafa lýst því yfir að apríl verði ótrúlega undarlegur og munu fylgja því eftir með sýningu á þremur ótrúlega undarlegum kvikmyndum í Bíói Paradís í mánuðinum.Hvað er það sem ræður valinu hjá ykkur? „Incredibly strange films var á tímabili eitt af því fáa sem kvikmyndanördar gátu nálgast til að sækja þekkingu á skrítnum myndum, öðruvísi myndum, brjáluðum myndum, furðulegum myndum og svo framvegis. Við ákváðum að velja þrjár skrítnar myndir sem eru efstar á lista í okkar bók.Þær myndir sem við sýnum eru allar svolítið gamlar, alveg hálfrar aldar gamlar eða eldri – ef þær eru enn þá skrítnar núna þá voru þær alveg drullu skrítnar þá. Þannig að í raun og veru eru þær djarfari en skrítnar myndir núna myndi ég alveg þora að segja.“Hvaða myndir er um að ræða? „Þetta eru kvikmyndirnar Spider Baby, Faster Pussycat, Kill Kill! og The Mask. Myndin Faster Pussycat, Kill Kill! er í rauninni eina myndin af þessum þremur sem ég hef séð – hinar hafa lengi vel verið á lista hjá mér, enda er ekkert auðvelt að nálgast þær. Núna loksins, eins og ég hef oftast notað Svarta sunnudaga til að gera, hef ég séð þær myndir sem hafa alltaf verið á lista hjá mér,“ segir Hugleikur og bætir við: „Það er líka svo sniðugt að sjá þessar skrítnu myndir í bíói, því að ef þú ert að horfa á þær heima hjá þér þá hefurðu svolítið valdið til að slökkva á þeim. Stundum geta þær verið svolítið fráhrindandi, eða kannski ekki alveg það sem þú vilt horfa á í þynnkunni – eitthvert svona brjálæði. En þegar þú ert í bíói þá ertu fastur þarna í salnum og verður að horfa á þetta og það gerir það einfaldlega að verkum að maður verður reynslunni ríkari og sér myndina eins og maður á að sjá hana. Ég er gífurlega þakklátur fyrir tækifærið. Bíómyndir eru ekki bara til að gleðja, þær eru líka til að vekja aðrar tilfinningar. En allar þessar þrjár myndir eru frábær skemmtun, þær eru allar húmorískar og meðvitað óþekkar. Til dæmis er Faster Pussycat, Kill Kill! frábært dæmi um það. Hún er alveg eðal „exploitation-pönk“ með bílum, gellum og ofbeldi.“ Leikar hefjast næsta sunnudag en þá verður kvikmyndin Spider Baby sýnd. Sunnudaginn eftir er það svo Faster Pussycat, Kill Kill! og að lokum The Mask. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta er hugmynd sem spratt hjá honum Sjón. Málið er það að þessi hugmynd bak við kvöldin Svarta sunnudaga í Bíói Paradís varð til í Facebook-grúppu sem heitir Gríðarlega undarlegar kvikmyndir – og eftir því sem ég best veit er þessi hópur nefndur eftir ritinu Incredibly strange films, sem kom út 1986 og er rit um költmyndir – og af því að Svartir sunnudagar hafa gengið vel hjá okkur þá erum við svolítið að halda upp á það með því að hafa þemamánuð til heiðurs þessu riti,“ segir Hugleikur Dagsson, nefndarmeðlimur Svartra sunnudaga, en með honum í því batteríi eru þeir Sigurjón Kjartansson og áðurnefndur Sjón. Þeir hafa lýst því yfir að apríl verði ótrúlega undarlegur og munu fylgja því eftir með sýningu á þremur ótrúlega undarlegum kvikmyndum í Bíói Paradís í mánuðinum.Hvað er það sem ræður valinu hjá ykkur? „Incredibly strange films var á tímabili eitt af því fáa sem kvikmyndanördar gátu nálgast til að sækja þekkingu á skrítnum myndum, öðruvísi myndum, brjáluðum myndum, furðulegum myndum og svo framvegis. Við ákváðum að velja þrjár skrítnar myndir sem eru efstar á lista í okkar bók.Þær myndir sem við sýnum eru allar svolítið gamlar, alveg hálfrar aldar gamlar eða eldri – ef þær eru enn þá skrítnar núna þá voru þær alveg drullu skrítnar þá. Þannig að í raun og veru eru þær djarfari en skrítnar myndir núna myndi ég alveg þora að segja.“Hvaða myndir er um að ræða? „Þetta eru kvikmyndirnar Spider Baby, Faster Pussycat, Kill Kill! og The Mask. Myndin Faster Pussycat, Kill Kill! er í rauninni eina myndin af þessum þremur sem ég hef séð – hinar hafa lengi vel verið á lista hjá mér, enda er ekkert auðvelt að nálgast þær. Núna loksins, eins og ég hef oftast notað Svarta sunnudaga til að gera, hef ég séð þær myndir sem hafa alltaf verið á lista hjá mér,“ segir Hugleikur og bætir við: „Það er líka svo sniðugt að sjá þessar skrítnu myndir í bíói, því að ef þú ert að horfa á þær heima hjá þér þá hefurðu svolítið valdið til að slökkva á þeim. Stundum geta þær verið svolítið fráhrindandi, eða kannski ekki alveg það sem þú vilt horfa á í þynnkunni – eitthvert svona brjálæði. En þegar þú ert í bíói þá ertu fastur þarna í salnum og verður að horfa á þetta og það gerir það einfaldlega að verkum að maður verður reynslunni ríkari og sér myndina eins og maður á að sjá hana. Ég er gífurlega þakklátur fyrir tækifærið. Bíómyndir eru ekki bara til að gleðja, þær eru líka til að vekja aðrar tilfinningar. En allar þessar þrjár myndir eru frábær skemmtun, þær eru allar húmorískar og meðvitað óþekkar. Til dæmis er Faster Pussycat, Kill Kill! frábært dæmi um það. Hún er alveg eðal „exploitation-pönk“ með bílum, gellum og ofbeldi.“ Leikar hefjast næsta sunnudag en þá verður kvikmyndin Spider Baby sýnd. Sunnudaginn eftir er það svo Faster Pussycat, Kill Kill! og að lokum The Mask.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira